Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 Sport DV LANDSBANKADEILDIN LEHMANN Á LEIÐ HEIM Hinn geöþekki þýski markvörður, Jens Leh- mann, er viö það að snúa aftur í þýsku úrvalsdeildina en Stuttgart hefur boðið honurn samning. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur kosið að framlengja ekki fimm ára dvöl Lehmanns hja Arsenal og getur því Stuttgart fengið hann sér að kostnaðarlausu.„Þetta eru ekki einfaldar viðræður. Það er ýmislegt í samningnum sem þarf ai finna milliveg á," sagði Erwin Staudt, stjörnarformaður Stuttgart, um tilboðið. Þótt Lehmann sé 38 ára er hann ennþa landsliðs- markvörður Þýskalands og mun verja mark þess á Evrópumótinu sumar þrátt fyrir að hafa leikið litið sem ekkert á þessu tímabilí. ÚBSLLL KR - Fram / -0 Bjórgólfur Takefusa (24.) 2-0Cu6jón Baldvinsson (46.) Grindavík-FH 0-1 Atli ViðarBjörnsson (20.) 0-2 Atli ViöarBjörnsson (34.) 0-3DennisSiim(47.) HK-Valur 0-1 BirkirMárSævarsson (20.) 1- 1 Finnbogi Uorenz (70.) 2- UddiAikhag(80.) 2- 2HelgiSigurðsson (82.) 3- 2lddiAlkhag(85.) 4- 2lddiAlkhag(90.) 2-0 0-3 4-2 STAÐAN Liö 1. FH 2. Keflavfk 3. Fram 4. Fjölnir 5. Fylkir 6. Breiðab. 7. KR 8. Valur 9. Þróttur 10. (A M St 15:4 13 14:9 12 6:3 9 8:5 9 8:8 9 8:9 8 7:7 6 10:12 6 7:10 5 5:9 4 12. HK MQLAB HENRY ÁFRAM HJÁ BARCELONA Thierry Henry verður áfram hjá Barce- lona ef marka má fregnirfrá spænska dagblaðinu El Mundo. Áður var talið lík- legt að Henry myndi yfirgefa félagið en hann olli nokkrum vonbrigðum á liðinni leiktíð eftir að hafa verið meðal bestu leikmanna heims þegar hann spilaði með Arsenal. Sterkur orðrómur var uppi um að Henry væri á leiðinni aftur til Eng- lands en Pep Guardiola, nýr stjóri Barce- lona, er hrifinn af skapgerð Frakkans og vill hann áfram. Þeir munu hafa sam- mælstáfundi um að Henryhafi ekki staðið undir væntingum en þeir séu tilbúnir aðgera beturá næsta ári. Guardiola heldur þessa dag- ana fundi með leikmönnum liðsins og Andrés Iniesta og Carlos Puyol. LÍKLEGA EKKITIL MILAN Adriano Galliani, aðstoðarforseti AC-Mil- an, segir iitlar líkur á því að Brasilíumað- urinn Ronaldinho komi til félagsins frá Barcelona. Viðræður á milli félaganna um kaupverð eru strandaðar þar sem Ron- aldinho þykir heldur dýr ef tekið er mið afframmistöðu kappansá liðinni leiktíð. Annar leikmaður Barcelona ku vera á leiðinni til Mílanóborgar og samkvæmt fjölmiðlum á (taliu er Kamerúninn Samu- el Et'oo maðurinn sem er á leið til AC- Milan. AC-Milan ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíðog er þegar búið að tryggja sérMathieu Flamini, Marco Borriello og Gianluca Zambrotta. KR-ingar sigruðu Fram 2-0, sann- gjarnt, í Frostaskjóli. Framarar hafa ekki náð að sigra í Frostaskjóli und- anfarin átta ár og óhætt að segja að sá völlur sé þeim erfiður. KR-ingar léku mun betur en í undanförnum leikjum og ljúka með þessu þriggja leikja taphrinu. Fátt benti til þess að svo yrði í byrjun því Framarar voru nærri því að skora þegar Paul McShane og Hjálmar Þórarinsson fengu færi. Eft- ir það komu KR-ingar inn í leikinn sem spilaður var af miklum hraða framan af. Björgólfur Takefusa kom KR-ing- um yfir á 24. mínútu með marki eft- ir hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið það sem af er leik- tíð. Gaman var að sjá að bæði félög voru tilbúin til þess að halda knettin- um á j örðinni og spila á milli manna. Löngu spyrnurnar sem KR-ingar hafa verið gagnrýndir fyrir framan af sumri voru hvergi sjáanlegar. Síðari hálfleikur var ekki nema um mínútu gamall þegar Guðjón Baldvinsson skoraði annað mark KR. Gunnar Örn Jónsson átti stóran þátt í markinu en hann átti skot sem Hannes í markinu varði fyrir fætur Guðjóns. Segja má að þar með hafi úrslit- in ráðist í leiknum. KR hélt yfirhönd- inni og gekk mun betur að klára sín- ar sóknir á meðan sóknarleikur Fram gekk brösuglega. Fáar sóknir enduðu með skoti en baráttan var til staðar og leikmenn liðsins gáfust ekki upp. Framarar misstu Reyni Leósson meiddan af velli en hópur þeirra er heldur þunnskipaður og vonandi nær hann sér fljótt. Guðjón Baldvinsson var besti maður vallarins og áttu varnarmenn Fram fullt í fangi með að halda hon- um niðri. Undir lokin sóttu Framarar ákaft og fengu eitt gott færi þegar Joeseph Tillen skaut að marki en Stefán Logi Magnússon, sem kom að nýju inn í lið KR eftir meiðsli, varði vel. Loka- tölur urðu 2-0 fyrir heimamenn sem geta enn vel blandað sér í toppbar- áttuna. Framara skorti meiri hug- myndaauðgi í leik sínum og þrátt fyrir að reyna mikið vantaði smiðs- höggið. Logi Ólafsson þjálfari KR var sáttur við að skora tvö mörk á móti góðu varnarliði. „Þetta var besti leik- ur okkar í heildina. Við vorum góð- ir í 90 mínútur á móti mjög góðu liði. Það sem gefur honum sérstak- lega mikla vigt er að skora tvö mörk á móti liði sem hefur aðeins fengið á sig eitt mark. En þetta var feikilega góður sigur." Guðjón Baldvinsson, annar markaskorara KR, sagði sigurvilj- ann hafa skinið af leikmönnum. „Við vorum komnir með hundleið á því að tapa. Undanfarna leiki höfum við verið að bæta okkur en í þessum leik datt þetta loksins fyrir okkur," sagði Guðjón. Mark hans var nokkuð ein- falt að sjá en hann skoraði úr frákasti af stuttu færi. „Það þurfti einhver að vera þarna og sem betur fer var það ég," sagði Guðjón. Ingvar Ólason sem var einn besti leikmaður Framara var ekki ósáttur við leikinn þrátt fyrir tap. „Við sköp- uðum okkur færi en þetta var svo sem ekkert ósanngjarnt. Hins veg- ar vorum við ekld nægilega grað- ir í teignum og fengum of mikið af hálffærum. Eftir seinna mark þeirra slitnaði leikurinn mikið og við vor- um ekki nægilega líklegir til að jafna," sagði Ingvar. KR lagði Fram 2-0 með mörkum frá framherjunum Björgólfi Tak- efusa og Guðjóni Baldvinssyni. Gömlu stórveldin buðu upp á skemmtilegan og hraðan leik þar sem baráttan var í fyrirrúmi. Formanni sænska handknattleikssambandsins er ekki skemmt: SVEKKTIR SVÍAR VILJA BREYTA REGLUNUM HUGHES AÐ TAKA VIÐ CITY7 Mark Hughes, framkvæmdastjóri Black- burn, hefurfengið leyfi til þess að ræða við forráðamenn ManchesterCity um að hann verði næsti stjóri liðsins. Hugh- es hefur vakið nokkra athygli fyrir að gera góða hluti með lítið fjármagn hjá Blackburn. Hann mun einnig vera inni I myndinni sem næsti stjóri Clielsea en Hughes hefur einnig verið nefndur sem „náttúrulegur" arftaki Alex Fergusons sem ætlar að hætta sem framkvæmda- stjóri Manchester United eftir þrjú ár. Ef Hughes tekur vlð hjá Manchester City er talið að mikið fjármagn muni liggja til handa Hughes og hann geti með þvl styrkt leikmannahópinn verulega. „Mark hefur gefið okkur það I skyn að hann vilji ræða við Manchester City. I Ijósi þess höfum við með semingi ákveðið að leyfa honum að gera það," segir I yfirlýsingu á opinberri heimasíðu Blackburn. „Þetta er skandall," sagði for- maður sænska handknattleikssam- bandsins, Arne Elovsson, eftir að alþjóðahandknattleikssamband- ið sló af borðinu kæru Svía eftir tapleik þeirra gegn íslendingum á sunnudaginn. Island vann í leikn- um, 29-25, og fer því á ólympíu- leikana á kostnað Svía. Mark sem Robert Arrhenius skoraði undir lok fyrri hálfleiks var ekki skráð en með því hefðu Svíar leitt í hálfleik, 14- 13, en í staðinn var jafnt, 13-13. „Mistök ritaraborðsins og for- svarsmanna sambandsins breyttu ekki útkomu leiksins," segir í yfir- lýsingu alþjóðasambandsins en þetta er Arne langt frá því að vera ánægður með.„Þetta er til skamm- ar en þessu máli er þó lokið. Svona hlutir mega ekki gerast og eiga ekki að geta gerst, þá sérstaklega í jafn- mikilvægum leik og þessum," sagði Arne sem kom úrskurðurinn ekkert á óvart. „Nei, ég get ekki sagt það. Það er nánast ómögulegt að spila leikinn aftur." Formaðurinn ætlar þó ekki að láta málið kyrrt liggja heldur berj- ast fyrir reglubreytingu hvað varð- ar starfsmenn leiksins. „Þetta eru stór mistök. Það hefði verið allt annað fyrir okkur að fara í hálfleik- inn marki yfir. Það hefði gefið okk- ur mikið andlega. Eftir þetta mun ég berjast fyrir reglubreytingu. Það sitja sex manns við ritaraborðið og öllum yfirsést þetta mark. Það eiga ekki svona margir að sitja við borðið. Ég vil fá færri við borðið og einn maður á að sitja annars staðar í herbergi og horfa á leikina í sjón- varpi," sagði Arne Elovsson, for- maður sænska handknattleikssam- bandsins. tomas@dv.is Breytir engu hér, vinur Sigfús Sigurðsson með Kim Ander- son í öruggum höndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.