Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Fréttir DV Styrmir Gunnarsson lýsti stríðinu við fríblöðin og erfiðleikum Morgunblaðs- ins í lokaræðu fyrir starfsmenn Árvakurs í gær. Hann kom inn á ýmis mál sem hann hefur þurft að glíma við á sínum blaðamanna- ferli: Stríðið við fríblöðin, kvóta- kerfið, mótun sína í kalda stríðinu og silkihanska- meðferð Sjálfstæðis- AS flokksins. Kóngurinn og krónprinsinn Styrmir Gunnarsson afhenti Ólafl Stephensen ritstjórn Morgunblaðsins. Styrmir Gunnarsson talaði um náið samband Morgunblaðsins við Sjálf- stæðisflokkinn í kveðjuræðu til starfsmanna blaðsins í gær. Því lauk 1983 en samt var Sjálfstæðisflokkn- um hlíft í skrifum blaðsins. Allt til ársins 2007. „Á fyrstu árum mínum voru tengslin við Sjálfstæðisflokk- inn sterk. Þau voru aldrei formleg. Það eru 25 ár í sumar frá því tengsl- in voru formlega rofin. Við Matthí- as Johannessen skrifuðum þá bréf til formanns þingflokksins þar sem við þökkuðum fyrir gott boð um að þingfréttaritari Morgunblaðsins ætti að sitja þingfundi en okkur fannst að við ættum að skera á þau tengsl. Samt hlífðum við Sjálfstæðis- flokknum umfram aðra flokka. Fyr- ir tæpu ári hringdi ég í Matthías og sagði við hann: Nú ætla ég að ljúka þessu áður en ég hætti. Geir Haarde er kominn klakklaust í gegnum kosn- ingarnar, hann er búinn að mynda ríkisstjórn á eigin forsendum, sem okkur Matthíasi var annt um, og héð- an í ffá verður fjallað um Sjálfstæð- isflokkinn með sama hætti og aðra flokka. Matthías var mér sammála og ef blaðið er lesið frá síðasta hausti til dagsins í dag er hægt að sjá að við þetta hefur verið staðið." Mótaður af átökum kalda stríðsins Lokadagur Styrmis sem starfs- maður Morgunblaðsins var í gær. Hann hefur verið viðloðandi Morg- unblaðið síðan hann hóf störf þar sem blaðamaður árið 1965. „Þrír einstaklingar tengja saman 84 ár af bráðum 95 ára sögu Morgun- blaðsins. Valtýr Stefánsson, Matthías og ég. Matthías flutti með sér anda og „Við byrjuðum straxí febrúar2001 að undirbúa niðurskurð. Segja má að sá niðurskurður hafi staðið allan tímann síðan." viðhorf Valtýs og ég vona að mér hafi tekist að einhverju leyti að varðveita þær hefðir sem Matthías mótaði á þeim tæplega 40 árum sem hann rit- stýrði Morgunblaðinu. Allir þrír vorum við mótaðir af átökum kalda stríðsins. Það er því hægt að segja að hér hverfi sjónar- mið þeirra sem mótuðust í hörðum átökum þeirra tíma endanlega úr rit- stjórn Morgunblaðsins og friðsam- legri tímar taki við." Kvótakerfið stærsta málið Skrif Morgunblaðsins um kvóta- kerfið var mesta átakamál að mati Styrmis sem Morgunblaðið lenti í. Hjörtur Gíslason hélt uppi vörnum fýrir það í ýmsum pistíum og skrifum - samtímis því sem ritstjórar blaðs- ins gagnrýndu kerflð í leiðurum og Reykjavíkurbréfum. Hjörtur er nú hættur á Morgunblaðinu. „Þátttaka blaðsins í umræðunni um kvótakerfið hygg ég að hafi ver- ið mesta átakamál sem blaðið hef- ur tekið þátt í frá lýðveldisstofnun. Þeim átökum lauk með lagasetningu á Alþingi um auðlindagjald. Þjóðin hefur hins vegar ekki enn fengið í sinn hlut það endurgjald sem hún á kröfur til samkvæmt þeim lögum. Annars vegar vegna þess að hægt var farið af stað og hins vegar vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur látíð útgerðarvaldið kúga sig til undanhalds. Þó vonandi tímabund- ið." Svo sagði Styrmir Gunnarsson í kveðjuræðu sinni til starfsmanna Morgunblaðsins í gær. Stríðið við fríblöðin Styrmir kom inn á hvernig Morg- unblaðið brást við innrás ffíblaða hér á landi. „Við Hallgrímur Geirs- _____! ____L.„ Fékk köku Starfsmönn um Árvakurs var boðið í köku eftir ræðu Styrmis. Kom inn á margt Styrmir Gunnarsson kom inn á margt í kveðjuræðu sinni. son, sem þá var framkvæmdarstjóri Morgunblaðsins, gerðum okkur fljótt grein fyrir því að nú væru breytt- ir tímar. Við þyrftum að laga kostn- aðinn. Við byrjuðum strax í febrúar 2001 að undirbúa niðurskuro. Segja má að sá niðurskurður hafi staðið ailan tímann síðan. Á þessum árum hefur starfsmönnum Árvak- urs fækkað um þriðjung. Áskriftar- blöð beggja vegna Adanshafsins hafa gengið í gegnum sömu breytíngar. Upplag Moggans hefur minnkað og upplagstapið stöðvaðist að mestu á síðasta ári," segir Styrmir, sem tel- ur þó að ekki hafi reynt á fríblöðin í raun. „Fríblöðin urðu til í efnahagslegri uppsveiflu. Á næstu misserum kem- ur fyrst í ljós hvort sú viðskiptahug- mynd sem þau byggist á gangi upp í kreppuástandi. Útgáfa fríblaða á veg- um Árvakurs er mikilvægur þáttur í því að ná til baka auglýsingatekjum sem það hefur tapað á undanförnum ámm." Að lokum óskaði Styrmir eftir- manni sínum Ólafi velfarnaðar. „Ég óska honum og samstarfsfólki hans velfarnaðar, þetta verður ekki dans á rósum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.