Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 Fréttir DV Herskipið Peleliu Notað sem fangelsi í striði Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum. Meðferð Bandaríkjamanna á föng- um sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum hefur löngum verið gagnrýnd. Inn í umræðuna hafa fléttast frásagnir af svonefndu fangaflugi og leynifangelsum viða um heim. Árið 2005 beindust augu gagnrýnenda í fyrsta skipti að fangaskipum Bandaríkjamanna. KOLBEINN ÞORSTEJNSSON blaöamciöur skrifar: kolbeinn@dv.is Fangaskipið Weare, fyrir miðri mynd Upphaflega smlðað sem aðstaða fyrir breska hermenn, en notað sem fangelsi bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Árið 2005 voru fangaskip á vegum Bandaríkjahers gerð að umræðuefni hjá Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkjamenn voru ásakaðir um að hafa í haldi menn grunaða um að- ild að hryðjuverkum víðs veg- ar í heiminum og sérstaklega nefnd til sögunnar fangaskip á Indlandshafl. Bandarískstjórnvöldþrættu ekki fyrir tilvist slíkra skipa og hafa viðurkennt að skipin Bataan og Peleliu harfi verið notuð sem fangaskip í desem- ber 2001 fram í janúar 2002. Lengi vel höfnuðu stjórnvöld í Bandaríkjunum fullyrðing- um um tilvist leynifangelsa, en í september 2006 viðurkenndi George W. Bush Bandaríkja- forseti að leyniþjónusta lands- ins, CIA, hefði rekið leynilegt net „svartra staða" þar sem grunuðum væri haldið og þeir sættu „áhrifaríkari yflrheyrslu- aðferðum". Evrópuráðið telur að þar sé aðeins um að ræða fegrað orðfæri yfir pyntingar. Tvö hundruð ný mál Sú aðferð Bandaríkja- manna að halda föngnum, og án ákæru eða réttarhalda, þeim sem grunaðir eru um að- ild að hryðjuverkum hefur ver- ið harðlega gagnrýnd beggja vegna Atlantsála. Gögnum þar að lútandi hefúr verið safnað með skipulegum hætti, hvort tveggja með tilliti til leyni- fangelsa og fangaskipa. Rík- isstjórn Bandaríkjanna hefur sætt auknum þrýstingi um að opinbera nöfn og staðsetningu umræddra fanga. í dagblaðinu Guardian er fjallað um málið og þar segir að mannréttinda- samtökin Reprieve hafi undir höndum gögn um tvö hundr- uð ný tilfelli framsals fanga síðan árið 2006, en þá fullyrti Bush að búið væri að leggja af leynifangelsi og framsal grun- aðra. Notkun skipa sem fang- elsa fyrir grunaða hefur vakið gagnrýnisraddir og mannrétt- indasamtök krefjast rannsókn- ar á málinu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Sautján skip síðan 2001 Samkvæmt rannsókn sem mann- réttindasamtökin Reprieve stóðu fyr- ir hafa Bandaríkjamenn notað allt að sautján skip sem fangaskip síðan 2001. Samtökin fullyrða að fangar séu yfirheyrðir um borð í skipunum og síðan framseldir eða fluttir á annan stað. Auk skipanna Bataan og Pelileu telja samtökin að fimmtán skip að auki hafi gegnt hlutverki fangaskipa á yfirráðasvæði Breta á Indlandshafi, en þar hafa hvort tveggja Bretar og Bandaríkjamenn haft herstöðvar. Reprieve-samtökin gera að sér- stöku áhyggjuefni hlutverk skipsins Ashland á þeim tíma sem skipið lá undan ströndum Sómalíu snemma árs 2007. Þá tók skipið þátt í öryggis- aðgerðum sem miðuðu að því að hafa hendur í hári hryðjuverkamanna al- Kaída. Á þeim tíma var fjöldi manns handtekinn af herjum Sómalíu, Keníu og Eþíópíu og talið að margir hinna handteknu hafi sætt yfirheyrsl- um af hálfu leyniþjónustu og alríkis- lögreglu Bandaríkjanna. Talið er að um eitt hundrað manns hafi síðan horfið í fangelsi, meðal annars í Ken- íu, Sómalíu, Eþíópíu og Gvantanamo á Kúbu. Reprieve-samtökin telja að Ashland hafi einnig gegnt hlutverki yfirheyrsluaðstöðu, auk fleiri skipa á sömu slóðum. Fjarri forvitnum augum Máli sínu til stuðnings vísa Repri- eve-samtökin í frásögn fyrrverandi fanga í Gvantanamo. Fanginn rek- ur frásögn eins félaga síns úr Gvant- anamo-fangelsinu sem sagði að hann hefði verið um borð í banda- rísku skipi áður en hann kom til Kúbu. Samkvæmt þeirri frásögn var hann ásamt fimmtíu öðrum um borð í skipinu og voru þeir geymdir í vistarverum djúpt í iðrum þess. Þeir Manntjón varð í sjálfsvígsárás í höfuðborg Pakistans: Hátt í tíu manns létu lífið og um þrjátíu manns slösuðust í sjálfsvígs- árás við sendiráð Danmerkur í Isl- amabad, höfuðborg Pakistans, í gær. I gær lá ekki ljóst fyrir hve margir sendiráðsstarfsmenn létust. Talið var að tveir starfsmenn hefðu látist, þar af einn danskur ríkisborgari. Sjálfsvígs- árásin var gerð með biffeið hlaðinni sprengiefni, en ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á henni því ein herská- ustu samtökin í Pakistan lýstu nýlega yfirvopnahléi. Forsætisráðherra Danmerk- ur, Anders Fogh Rasmussen, sagði sprenginguna vera árás gegn Dan- mörku og hún bæri vott um heiguls- skap og hún myndi engin áhrif hafa á stefnu Danmerkur. Öryggisviðbún- aður við sendiráð Dana í Pakistan var stóraukinn nýlega og flestir erlendir starfsmenn þess fluttir til leynilegra staða vegna hótana um árásir á það í kjölfar endurbirtingar umdeildra teikninga í dönskum dagblöðum í febrúar. Líkur hafa verið leiddar að því að al-Kaída hafi staðið að baki árásinni því háttsettur meðlimur samtakanna fordæmdi endurbirtingu teikninganna á nýlegu myndbandi. Pakistanskir embættismenn for- dæmdu árásina, en stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræð- um við helsta stríðsherra Talebana í von um að binda enda á bardaga í norðvesturhluta landsins. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar enn frekar við sendiráð Dan- merkur sem og allar ríkisstjórnar- byggingar og lykilstofnanir í borg- inni. Sendiráðið skemmdist töluvert í sprengingunni sem skildi eftir sig Sendiráð Danmerkur i Pakistan Sjálfsvígsárásin kostaði hátt í tíu manns lífið stóran gíg fýrir framan bygginguna. Með árásinni er lokið tveggja mán- aða tímabili í borginni þar sem ágæt- ur friður hefur ríkt vegna vopnahlés- ins sem ríkt hefur á milli stjórnvalda og Talebana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.