Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNl 2008 Fréttír DV þriggja lögregluþjóna Hjónin Ólafur G. Aðalsteinsson og Martha E. Kristín Lund hafa kært þrjá lögreglumenn af höfuðborgarsvæöinu fyrir stórfellda líkamsárás og fyrir að hafa í heimildarleysi ráðist inn á heimili þeirra fyrr á árinu. Til harkalegra orðaskipta kom þegar í ljós kom að lögreglumennirnir höfðu hvorki húsleitar- né handtökuheimild. Ólafur hlaut mikla áverka við handtök- una en hann hefur staðið í deilum við lögregluna í rúm tvö ár. BALDUR GUÐMUNDSSON bladamadur skrifar balduri^dv.is RQdssaksóknari rannsakar nú hvort ákæra eigi þrjá lögreglumenn íyrir að hafa í heimildarleysi handtekið Ólaf G. Aðalsteinsson sjómann og veitt honum og Mörthu E. Kristínu Lund, konu hans, áverka. Ólafur var sofandi á heimili sínu á Akranesi að morgni 9. janúar síðasdiðins þeg- ar þrír lögreglumenn börðu að dyr- um. Tengdadóttir Ólafs fór til dyra en lögreglumennirnir spurðu um hann. Þau hjónin vöknuðu og fóru á fætur. Ólaftir krafði mennina um handtöku- og/eða húsleitarheimild en hana höfðu þeir ekki. Eftir snörp orðaskipti sneru þeir Ólaf niður af mikilli hörku. Hann hefur kært lög- reglumennina þrjá fyrir brot á frið- helgi einkalífsins og stórfellda lík- amsárás. Þá hefur kona hans einnig kært lögreglumennina fyrir líkams- árás. Ríkissaksóknari staðfestir að málið sé til rannsóknar. Meintar hótanir 1 skýrslu ríkislögreglustjóra seg- ir um ástæðu handtökunnar: „Til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot." Ólafi er gefið að sök að hafa ít- rekað haft í hómnum við Þóri Björg- vinsson lögreglumann á Akranesi, fjölskyldu hans og aðra lögreglu- menn á Akranesi. Ólafur segir þær ásakanir ekki á rökum reistar. „Ég hef einu sinni hringt og stundum bankað upp á hjá honum en aldrei hótað honum eða fjölskyldu hans líkamsmeiðingum," segir Ólafur. Hann segist afar ósáttur við þá með- ferð sem lögreglan beitti hann fyrir hálfu þriðja ári. „Ég hef meðal ann- ars spurt hann hvernig honum líði og sagt honum að mér líði ekki vel," segir Ólafur. Dreginn á hnjánum Ólafur hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm þann 13. desember 2006, fyrir i^P brot sem átti sér stað á skemmtistaðnum Café Mörk á Akranesi í mars sama ár. Hann var sakfelldur fyrir að hafa hótað fjórum lögreglu mönnum við skyldustörf líkamsmeiðing- um, en lögreglan var mætt á svæð- ið til að hafa afskipti af Guðjóni Jó- hannessyni, vini Ólafs sem hafði smyglað einum bjór inn á veitinga- staðinn. „Guðjóni var bannað að fara inn á staðinn og varð mjög æstur. Ég bauðst til að borga bjórinn hans og reyndi að róa hann niður. Dyra- verðirnir höfðu ekkert upp á mig að klaga enda höfðu þeir ekki hent mér út af staðnum. Þegar lögregl- an kom á svæðið vorum við Guð- jón komnir fyrir hornið og vorum á leiðinni heim," segir Ólafur en lög- reglan var ekki á þeim buxunum að sleppa þeim. „Þeir rifu í öxlina á mér og vildu fá að tala við Guðjón. Hann vildi það ekki. Þeir sneru mig þá niður, handtóku og drógu mig á hnjánum að lögreglubílnum," seg- ir Ólafur sem segist hafa tuskast við einn þeirra en gefist upp þegar lög- reglumennirnir tóku á honum fjórir. Hann særðist á hnjánum við hand- tökuna. „Ef Gunnar Hafsteinsson lögregluþjónn hefði bara leyft okk- ur að labba í burtu, þá hefði þetta aldrei gerst," segir Ólafur. Hótanir og barsmíðar Ólafur var einnig sakfelldur fyrir að hafa sparkað til lögreglumann- anna og hótað þeim líkamsmeiðing- um og lífláti þegar hann var færður til fangaklefa. Ólafur þvertók fyrir dómi að hafa haft í nokkrum hótun- um við lögreglumenn, hvorki fyrir utan Café Mörk né þegar hann hafði verið færður í fangaklefa á lögreglu- stöðinni. Hann segir lögreglumenn- ina hafa beitt hann miklu harðræði þegar á lögreglustöðina kom. „Þeir nýttu tækifærið og börðu mig þeg- ar þeir höfðu hent mér inn í klef- ann. Einn þeirra setti hnéð af fullum þunga ofan á herðablaðið á mér," segir hann, en hendur hans voru þá enn járnaðar fyrir aftan bak og því hafi þ etta valdið honum miklum sársauka. Ólafur er enn, tveimur árum síðar, aumur í öxlinni. „Skyndilega sparkaði einn lögreglumað- ur vinstra megin í andlitið á mér og aftur ofan á höfuðið. Hann sparkaði fjór- um sinnum í mig án þess að hinir þrír lög- Ólafur G. Aðalsteinsson Hefur kært ólöglega handtöku og stórfellda líkamsárás. reglumennirnir hafi nokkuð við- hafst," segir Ólafur. Hann fékk ekki að fara á salernið um nóttina og neyddist því til að kasta af sér þvagi á gólfið í klefanum. Áverkar staðfestir af lækni Meðfylgjandi myndir eru tekn- ar af Ólafi daginn eftir handtökuna. Á þeim sjást miklir áverkar á höfði og höndum Ólafs. DV hefur undir höndum áverkavottorð læknis sem skoðaði Ólaf 18. mars, sama dag og lögreglan handtók hann fyrir utan Café Mörk. I áverkavottorðinu segir að áverkar á hnjám og andliti sam- rýmist því helst að hann hafi leg- ið þungt og hreyfingarlaus í langan tíma á grúfu. Að öðru leytí beri hann veruleg áverkamerki; rispur, sár, mar og bólgur. Níu dögum eftir handtökuna, eða þann 27. mars 2006, fór Ólafur til sýslumannsins í Borgarnesi og lagði ffam kæru á hendur þeim lög- reglumönnum sem handtóku hann fyrir utan Café Mörk. Þegar hann var sakfelldur þann 13. desember hafði kæra hans ekki enn verið rannsök- uð. Ólafur segist hafa verið mjög ósáttur við það en ríkislögreglustjóri yfirheyrði aðeins lögreglumennina sem í hlut áttu. Málinu var því vís- aðffá. ítrekaðar símhringingar Ólafur segist allar götur síðan hafa verið mjög ósáttur við mála- fyktír. Hann viðurkennir að hann hafi síðan þá ítrekað reynt að ná tali af lögreglumönnunum fjórum sem handtóku hann á sínum tíma. Ástæðuna segir hann vera að koma óánægju sinni á framfæri. Afrit úr dagbókum lögreglu sýna að Ólaf- ur reyndi margoft að hringja í síma Þóris Björgvinssonar lögreglu- manns á Akranesi. Þar stendur að Ólafur hafi ítrekað hringt og haft í hótunum við lögreglumennina. Fyr- ir hótanir símleiðis og að hafa ónáð- að fjölskyldur mannanna á heimili þeirra að nóttu tíl, hefur hann hlot- ið nokkrar kærur. „Það er rétt að ég hef oft reynt að ná tali af Þóri, bæði heima hjá honum og í vinnunni. Ég er ekki sáttur við þá meðferð sem ég hlaut hjá lögreglunni. Það er hins vegar ekki rétt að ég hafi hótað þeim eins og ffam kemur í öllum þessum bókunum. Hvers vegna leggja þeir ekki fram upptökur af þessum hót- unum, máli sínu til stuðnings?" spyr Ólafur en hann segist oft hafa hringt á lögreglustöðina í gegnum 112. Þeir r j 1 S ; n ■ ■ Café Mörk Ólafur var handtekinn þar þann 18. mars 2006. Hendurnar eftir handtökuna Ólafur var víöa bólginn og marinn. Ólafur eftir handtökuna 18. mars 2006 Hann segir lögreglumenn liafa sparkað í höfuð hans. „Ég taldi mig hafa samið þannig við þá og rétti syni mínum hafnaboltakylfuna og fór inn í her- bergi. Þá vissi ég ekki fyrr til en einn þeirra stökk á mig og sneri mig niðurí' ættu því að eiga upptökur. Gögn sem DV hefur undir hönd- um sýna ítrekaðar símhringingar úr símum Ólafs í heimasíma Þóris. Þær eru allar á tímabilinu 29. desember 2007 til 5. janúar 2008, flestar seint að kvöldi eða nóttu til. „Ég hringdi í hann eftir að hann hafði ráðist að mér 21. desember og sakað mig um að hafa brotið rúðu í lögreglubíl og velt við ruslatunnum fyrir utan lög- reglustöðina. Ég hef margoft á und- anförnum árum komið að tómri lög- reglustöð. Ég veit ekki af hverju ég ætti að hafa skemmt eitthvað þarna rétt fyrir jólin," segir Ólafur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.