Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 2008 Fréttir DV Planktil Póllands Przemyslaw Plank, pólskur karlmaður sem grunaður er um morð í heimalandi sínu, hefur verið framseldur til Póllands. Pólskir lögreglumenn tóku á móti Plank á Keflavíkurflugvelli í dag en hann var handtekinn þann 14. apríl síðastliðinn. Plank er grunaður um að hafa átt þátt í dauða pólska boxarans Andrezj Hamel, sem brytjaður var niður með sveðju. Líkið fannst þann 21. mars í fyrra. í samtali við DV í apríl sagði Plank að hann liti á fs- land sem heimili sitt og að hann vildi ekki fara aftur til Póllands. Slómann með steini Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Magnús Örn Möll- er í fimm mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás. Magnús var sakfelldur fyrir að slá annan karlmann í höfuðið með steini og stinga hann í bakið með brotnum flöskustúti. Fórnarlambið hlaut kúlur á hnakka og skurð við vinstra herðablað. Magnús sagði fyrir dómi að það hefði ekki verið ásetning- ur að meiða nokkurn, honum hefði verið hent út úr gleðskap af félögum hans og verið á leið heim til sín þegar atburðurinn átti sér stað. Þjófurá skjálftasvæði Lögreglan á Selfossi handtók ' karlmann á föstudagskvöldið en sá var að sniglast í og við hús í Hveragerði sem íbúar höfðu yfirgefið vegna jarðskjálfta. í bifreið sem maðurinn var á fund- ust tveir rifflar og skammbyssa sem talið var að væri úr húsinu. Skammt frá fundust ýmsir silfur- munir sem grunur lék á að mað- urinn hefði borið út úr húsinu og falið. Maðurinn sagði við yf- irheyrslu að kunningjafólkhans ætti heima í húsinu sem hann hafði komið að ólæstu. Bæturveqna kynferðisbrota „Þeir hafa nú fengið viður- kenningu á að þetta gerðist. Það er það sem þá vantaði alltaf," segir fósturfaðir ann- ars mannsins sem dæmdar voru hámarksbæmr ffá bóta- nefnd ríkisins vegna ítrekaðra kynferðisbrota. Tveir ung- ir menn fengu hæstu bætur sem greiddar eru út ffá ríkinu vegna kynferðislegrar mis- notkunar sem þeir urðu fyrir sem unglingar af hendi kenn- ara síns, Gísla Hjartarsonar. Hvor um sig fékk 600 þúsund krónur í skaðabætur. DV birti forsíðufrétt um kærur piltanna 10. janúar 2006. Gísli svipti sig Íífi sama dag en í blaðinu var greint ffá því að lögreglan hefði til meðferðar kærur gegn honum vegna kynferðisofbeld- is gegn ungum drengjum. Umsvif á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið minni síðan 1995. Markaðsvirði 30 milljóna króna eignar hefur á þremur mánuðum lækkað um 900 þús- und. Framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs vill afnema brunabótamat sem viðmið til hús- næðislána og hækka hámarkslán sjóðsins. Hann óskar eftir viðbrögðum félagsmála- ráðuneytisins. „ Lækkandi husnæðisverð Markaðs- verð íbúðarhúsnæðis fer enn lækkandi og eru umsvif á húsnæðismarkaði á : höfuðborgarsvæðinu í lágmarki. iiiimiiiiuiiiiii ;?i Hiimi . :i uriiii % „Mér finnst brunabótamatið óeðli- leg viðmiðun," segir Guðmund- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri íbúðalánasjóðs. Stjórn sjóðsins hefur margsinnis ályktað um að breyta þurfi því viðmiði að hús- næðislán sem sjóðurinn veitir mið- ist við brunabótamat eignar í stað markaðsvirðis hennar. Einnig finnst Guðmundi tímabært að hækka há- markslán sjóðsins sem eru nú 18 milljónir. Ef þessum viðmiðum yrði breytt gæti nýtt líf færst í fasteigna- markaðinn hér á landi. Sjóðurinn sjálfur getur þó ekki breytt þessu reglum heldur er það í höndum félagsmálaráðuneytisins sem íbúðalánasjóður heyrir undir. Samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins hafa umsvif á fasteignamark- aði á höfuðborgarsvæðinu ekki verið minni síðan árið 1995 þegar ,niðað er við tólf vikna tímabil. Fasteigna- markaðurinn er á hraðri niðurleið. Velta vegna húsnæðiskaupa hefur ekki verið lægri síðan. Bankarnir eru að mestu hættir að lána til húsnæðis- kaupa og þeir sem sækja um lán leita því flestir tíl fbúðalánasjóðs. ERLA HLYNSDÓTTIR blaðamaður skrifar: erla&dv.ls Milljón í mínus Öllum húsnæðiskaupum hefur fækkað mjög á síðustu mánuðum en mest hefur fækkað kaupsamningum vegna sérbýla. Markaðslækkun íbúðarhúsnæðis hefur numið um þremur prósentum á síðustu þremur mánuðum. Þannig hefur verðgildi íbúðar sem kostaði 30 milljónir í byrjun mars lækkað um 900 þúsund krónur. Því má segja að sá sem hefur verið með íbúð á sölu þessa mánuði hafi tapað tæpri millj- ón króna þegar miðað er við mark- aðsvirði. Vísitala fasteignaverðs hefur einnig farið lækkandi. Hún er held- ur sveiflukenndur mælikvarði en hjá Fasteignamatinu fengust upplýsing- ar um að allt benti til þess að lækk- unin nú væri raunveruleg. Fyrstu kaupendur íbúða í kuldanum Guðmundur segir að ef stj órnvöld- um þykir ástæða til að grípa inn í hús- næðismarkaðinn sé þeim í lófa lagið að afnema tengingu lána fbúðalána- sjóðs við brunabótamat og hækka lágmarkslánin sem hafa verið óbreytt í á þriðja ár. Þessar breytingar myndu gera markaðinn opnari fyrir þá sem eru að kaupa sína fýrstu eign og ein- blína yfirleitt á ódýrara húsnæði. Brunabótamat á eignum í eldri hverf- um er oft umtalsvert lægra en mark- aðsvirðið. Þannig gætí brunabótamat íbúðar sem seld er á 20 milljónir ver- ið um tólf milljónir. Kaupandi gæti því aldrei fengið hærra lán en þessar tólf milljónir hjá íbúðalánasjóði með óbreyttum reglum: „Þetta viðmið er úrelt að mínu mati." Guðmundur segir einnig tíma- bært að hækka hámarkslán sjóðs- ins úr átján milljónum. Það þurfi þó að fara varlega í slíkar hækkanir og halda þeim innan hófsemismarka til að auka ekki enn á þensluna í þjóð- félaginu. Fokheldislán skekkja myndina Þó hægst hafi um á fasteigna- markaði er þess vart að merkja hjá íbúðalánasjóði og segir Guðmund- ur útlán sjóðsins að undanförnu ekki gefa raunsanna mynd af markaðn- um. í síðasta mánuði lánaði sjóður- inn fyrir tæpa fimm milljarða sem nálgast að vera mánaðarmeðaltal síðustu ára, eða frá því bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn. Skýringuna segir Guðmundur meðal annars helgast af því að hluti lánanna séu svokölluð fokheld- islán til verktaka sem geta tekið íbúðalán ef húsbygging er orðin fokheld. Hann hefur ekki á reiðum höndum hversu stór hluti lánanna er vegna fokheldra húsa verktaka en telur þau skekkja myndina. Því sé raunsannara að miða við tölur Fasteignamatsins til að meta þróunina. Við vinnslu fréttar- mnar fengust ekki cvör frá fé- lagsmála- ráðuneyt- inu um hvort verið væri að skoða mögu- leik- ann á því að breyta lánsvið- miðum fbúða- lánasjóðs. Vill breyttar reglur um útlán Guðmundur Bjarnason vonast til að félagsmálaráðuneytið breyti reglum um lán Ibúðalánasjóðs og auðveldi nýjum kaupendum að koma inn á húsnæðismarkaðinn. Ákvaröanir teknar á grundvelli ófullkominna upplýsinga: Seðlabankinn viðurkennir mistök Fullt var út úr dyrum á mál- stofu Háskóla íslands í hádeginu á mánudag þegar Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka fs- lands, hélt fyrirlestur sem var titlað- ur „Ræður Seðlabankinn við verð- bólguna?" Árið 2004 var ljóst að verðbólgu- skeiðið var hafið og var það áfall fyr- ir peningastefnuna. Arnþór spurði: „Hvað fór úrskeiðis?" og viður- kenndi að Seðlabankinn hefði gert mistök, þó gagnrýnisraddir gætu ekki sæst á hvar mistökin lægju. OECD benti á að Seðlabankinn hefði verið of hikandi við að hækka vexti á meðan innlendar gagnrýnisradd- ir hafi ítrekað að bankinn hækkaði vexti of mikið, auk þess sem pen- ingastefnan hefði verið ruglingsleg og öfgakennd. Eitt er víst að mistök voru gerð við framkvæmd aðgerða vegna þess að ákvarðanir voru tekn- ar á grundvelli ófullkominna upplýs- inga og þar af leiðandi var lagt rangt mat á ástand og horfur í efnahags- málum. Arnór viðurkennir þar með að mistök hafi verið gerð við stjórn peningamála vegna mælióvissu sem ríkti og óvissu um ástand efnahags- mála. Óvissa ríkti um hagfræðileg sambönd og um mat og dómgreind sérfæðinga og bankastjórnar. Lagði Arnór áherslu á að rangt mat hefði verið lagt á miðlun pen- ingastefnunnar. Arnór spurði einnig hvaða stefnu ætti að taka ef ekki væri notað verðbólgumarkmið og svaraði því að tvennt væri í stöðunni; fast gengi eða aðild að ESB og þar með að Efnahags- og myntbandalaginu. Þegar fyrirlestrinum lauk komu spurningar úr salnum. „Þegar fyrir- séð var um kaupmáttarrýrnun, at- vinnuleysi, skuld heimilanna, er ég hissa á viðbragðsleysi Seðlabank- ans þegar útlánastefna og afleiðing- ar hennar eru vel þekktar... er þetta pólitísk stefna, tíska, af hverju?" Arn- ór svaraði: „Ég átta mig ekki alveg á því viðbrögð hvers þú talar um því Seðlabankinn hefur verið gagnrýnd- ur fyrir of mikil viðbrögð. Þetta eru bólur sem kenningar styðja. Skýr- ing á viðskiptahalla er hnattvæðing. Kenningar koma alltaf fram þeg- ar það eru bólur. Við gerðum alltaf ráð fyrir því að bólan myndi leiða til hjöðnunar raunverðs. Aðlögunin að jafnvæginu er erfið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.