Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 12
12 Skólavarðan 1. tbl. 2012KEnnARInn Fjölhæfur heimshornaflakkari með hugsjón Nýlega kom út bókin Listin að leika á saxófón sem er eins og nafnið bendir til kennslubók í saxófónleik, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún er ætluð byrjendum í tónlistarnámi og miðast við eitt kennsluár. Með sköpun að leiðarljósi vill höfundurinn, Alberto Porro Carmona, ryðja brautina fyrir nýja kynslóð íslenskra barna. Liður í því er að semja kennslubækur sem byggja á tilfinningum og upplifunum fremur en fræðilegu efni. Bókin er gefin út í samvinnu margra aðila, meirihluti þeirra gefur framlag sitt. Listin að leika á saxófón er aðgengileg frítt á vefnum Listin að leika. Stefnt er að því að gefa út sams konar bækur fyrir öll hljóðfæri sem nemendur læra á í tónlistarskólum hér á landi, innan þriggja ára. Listin að leika á þverflautu er á næsta leiti. Finnst gott að vera á Akureyri Alberto er spænskur saxófónleikari, hljómsveitarstjóri, tónlistarkennari, tónskáld og rithöfundur sem býr nú og starfar á Akureyri. Þessi ungi orkubolti hefur vakið athygli fyrir fjölhæfni og hugsjónir. Hann hefur búið ótrúlega víða um heim miðað við ungan aldur en hann er fæddur 1980 á Spáni og þar ólst hann upp. Eftir háskólanám í Salamanca bjó hann um skeið á Kúbu og stjórnaði þar hljómsveitum. Þá færði hann sig til Argentínu þar sem hann starfaði sem hljómsveitarstjóri og stundaði nám. Þaðan lá leið hans til Edinborgar þar sem hann kenndi ungum tónlistarmönnum að leika klassík og jazz á saxófón auk þess sem hann lék með hljómsveitum sem BBC hljóðritaði. Næsti viðkomustaðurinn var Ísland en Alberto bauðst starf við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hugðist staldra þar við í eitt ár en á honum er ennþá ekkert fararsnið. Ekkert einsdæmi það, honum finnst einfaldlega gott að vera fyrir norðan. Að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans Alberto segist hafa skoðað fjöldann allan af kennslubókum í tónlist og komist að því að langflestar væru ekki eins og hann vildi hafa þær. Hann langaði til að fara aðrar leiðir í kennslu sinni. Hann lagðist í rannsóknir sem leiddu til þess að hann bjó til sitt eigið efni. Aðferð hans snýst frekar um tilfinningar og upplifun en fræðileg hugtök og kenningar. „Fræðin eru að sjálfsögðu mikilvæg og auðvitað kennum við fræðilega hluti en tilfinningar og upplifun eru ekki síður mikilvæg atriði. Markmið mitt með þessum kennslubókum er að vekja áhuga og tjáningarþörf nemandans. Þetta tvennt á svo að vera honum hvatning til að halda áfram“ segir Alberto. „Ég vil virkja og efla sköpunargáfu nemendanna. Mig langar að stuðla að því að þeir öðlist skilning á listgreinum og nái að tengja þær saman. Með áherslu á íslenska listmenntun á bókin að hvetja nemandann til þess að nálgast listgrein sína frá sjónarhornum íslenskrar tónlistar, myndlistar og bókmennta.“ Sagan af Búkollu fær nýtt hlutverk Listin að leika á saxófón er ákaflega lifandi bók og litrík. Haraldur Alberto Porro Carmona fékk verðlaun fyrir framúrskarandi vinnu og jákvæð áhrif á menntasamfélag Akureyrar árið 2010. Texti: GG Myndir: JS Alberto Porro Carmona

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.