Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 42
42 Skólavarðan 1. tbl. 2012Í dEIgLunnI „Born this way“ heita samtök sem Lady Gaga og móðir hennar, Cynthia Germanotta, stofnuðu í fyrra og eru samnefnd plötu dívunnar frá 2010. Markmiðið er að vinna að umburðarlyndu samfélagi þar sem fjölbreytni er hyllt og einstaklingar metnir að verðleikum og efldir til góðra verka. Mæðgurnar vilja leggja sitt af mörkum til að skapa börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem þau styrkjast og fá möguleika til að móta betri og hugrakkari heim. „Við trúum því að allir hafi rétt til að finna fyrir öryggi, upplifa valdeflingu og breyta heiminum,“ segir á vef samtakanna, bornthiswayfoundation.org Samtökin hvíla þannig á og hverfast um þrjú atriði: • Að auka öryggi barna og ungmenna, • efla leiðtogafærni þeirra og • gefa þeim möguleika til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Þessar áherslur hafa hlotið skammstöfunina SSO sem stendur fyrir safety-skills-opportunity. Skólapúlsinn á ráðstefnu Lady Gaga Born this way á í samræðu við fjölda fólks um hvernig hægt sé að vinna að áherslumálum samtakanna. Brian Suda veftölvunarfræðingur Skólapúlsins sótti í febrúarlok á þessu ári sérfræðiráðstefnu um velferð barna þar sem samtökunum var ýtt úr vör. Brian kynnti þar til leiks aðferðafræði Skólapúlsins við sjálfsmat og þróunarstarf skóla og var ekki í slæmum félagsskap. Þarna mætti meðal annarra Howard Gardner fjölgreindargúrú og fleiri sérfræðingar til að ræða saman um grunnstoðir samtakanna og fyrstu verkefni þeirra gegn einelti. Lady Gaga benti á að útgangshugsun samtakanna væri fremur að auka jákvætt atferli en draga úr því neikvæða og það myndi einkenna starfsemi þeirra í samhengi við grunnstoðirnar þrjár. Fulltrúa Skólapúlsins var boðið til að segja frá mánaðarlegri upplýsingaöflun um velferð og andlega heilsu íslenskra nemenda, en rannsóknir og mælingar verða einn angi af starfsemi Born this way, bæði til þess að undirbúa og svo endurmeta hvort og þá hversu vel aðgerðir samtakanna virka. Lafðin er lýsandi dæmi um gagnsleysi ríkjandi viðmiðs Dr. Young Zhao er alþjóðlega þekktur fræðimaður sem vinnur mest á samtengdu sviði menntunar, hnattvæðingar og tölvutækni. Hann hefur bloggað um Lady Gaga og hér er útdráttur úr mjög áhugaverðri grein hans um lafðina og hvernig börnum eins og henni var tekið í þorpinu þar sem hann ólst upp. Zhao er frá landbúnaðarþorpi í Sichuan héraði og þegar unga fólkið fór til borgarinnar sem farandverkamenn sátu eftir um fimmtíu manns. Enginn þeirra hefur nokkurn tíma heyrt minnst á Lady Gaga og „myndi ekki finnast hún áhugaverð á nokkurn hátt“. Þegar Zhao var að alast upp þótti eftirsóknarverðast í fari ungs fólks að geta stjórnað vatnabuffölum sem plægðu hrísgrjónaakra. Þá var gott að hafa krafta í kögglum. Það er frekar ólíklegt að Lady Gaga kæmi að miklu gagni við að hlaupa eftir moldartroðningum með bambusprik yfir axlirnar og hundrað kíló af sætum kartöflum á hvorum enda, en hugsanlega hefði hún getað orðið góður vatnabuffalastjórnandi. „Ef hún hefði fæðst í Hugrakkt og hlýlegt samfélag með valdeflingu barna og ungmenna Stefani Joanne Angelina Germanotta er með yfir 13 milljónir fylgjenda á Twitter og 40 milljónir aðdáenda á Facebook. Manneskja sem svona margir fylgjast grannt með hefur áhrif, á því leikur ekki nokkur vafi. Gaga er sem betur fer ein þeirra ofurfrægu sem kjósa að nýta sér frægðina til að afla fylgis við mannbætandi hugmyndir og góð verk. Cynthia Germanotta mamma Lady Gaga og sprautan að Born this Way. Myndin er frá fyrirlestri hennar í ágúst sl. á ráðstefnu um eineltisforvarnir á vegum bandaríska menntamálaráðuneytisins. Myndir: Lingjing Bao Talk Radio News www.talkradionews.com Texti: KEG Dr. Young Zhao

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.