Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 17
17 Skólavarðan 1. tbl. 2012 þær. Á heimasíðu Hagaskóla má finna niðurstöður mælinga á stöðu eineltis í skólanum. Þar kemur fram að mælingar hafa staðið yfir frá árinu 2005 og sýna þær nokkra sveiflu í eineltismálum. Árin 2005-6 mælast hæst með 5.8% nemenda sem orðið hafa fyrir einelti 2-3svar í mánuði eða oftar. Talan fyrir árið 2011 er 1,6% og hefur því orðið mikil breyting til batnaðar og greinileg vitundarvakning sem sýnir að vinna undanfarinna ára hefur skilað sér. Sesselja Ingibjörg leggur áherslu á að ekki megi horfa fram hjá því að þrátt fyrir góðan árangur mælist einelti. „Draumurinn er að útiloka einelti og það hefur sýnt sig að það er hægt því að í ákveðnum hópum innan skólans árið 2011 mæltist ekkert einelti.“ Ábyrgð skólastjóra Skólastjóri ber ábyrgð á skólastarfi. En ábyrgð er hægt að axla á ólíkan hátt. „Ég hef kosið að gera það með samvinnu og með því að hafa foreldrana með okkur. Eineltismál sem upp koma í skóla leysast oftast ekki nema að foreldrar komi að því. Samvinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi er það sem reynist best,“ segir hún. „Öllum börnum á að líða vel í skóla og þar eiga þau að þroskast og dafna.“ „Ég geri ráð fyrir að í öllum skólum sé unnið gegn einelti þó með mismunandi sniði sé og bera þessar áætlanir mismunandi heiti,“ bætir hún við. „Hjá okkur er það þannig að í skólabyrjun er hnykkt á þessum málum með kennurum og starfsfólki og verkefnastjórar kynna verkefnið sérstaklega fyrir nýjum starfsmönnum. Unnið er jafnt og þétt að fræðslu starfsfólks meðal annars með reglulegum umræðufundum. Í Olweusar áætluninni felst bæði forvarnarstarf og viðbragðsáætlun,“ útskýrir hún. „Ábyrgð skólastjórans er líka að tvinna vinnu gegn einelti inn í daglegt skólastarf. Það er gert í Hagaskóla með bekkjarfundum sem umsjónarkennarar stýra. Á þeim er til að mynda rætt við börnin um hvernig ákjósanlegur skólabragur eigi að vera og mikilvægi þess að öllum líði vel. Það á að vera skemmtilegt í skólanum og lögð er áhersla á mikilvægi þess að hver og einn geti verið eins og hann er. Verkefnastjórar um eineltismál sjá um að aðstoða umsjónarkennara með bekkjarfundina í upphafi skólaárs og eftir þörfum í framhaldinu,“ segir hún og bætir svo við: „Stjórnendateymi skólans hittist líka vikulega og þá er farið yfir málefni skólans“. Rík áhersla er lögð á eftirlitskerfið þegar unnið er samkvæmt Olweusar áætluninni. Brýnt er fyrir kennurum og starfsfólki að hafa augun opin. „Aðallega er fylgst með framkomu og hegðun. Alltaf reynist best að taka á slíkum málum strax og leggjum við okkur fram um að gera það samdægurs“ segir Ingibjörg. „Í stórum skóla (440 nemendur) má búast við miklum fjölbreytileika og þar er pláss fyrir ólíka einstaklinga. Ég vona að íslenskt samfélag sé að verða umburðarlyndara og fólk taki meira tillit hvert til annars“ segir hún og brosir. Þegar Ingibjörg er spurð um skilaboð til skólastjóra svarar hún „Mín nálgun er myndugleiki, ákveðinn rammi og jafnframt mikil hlýja. Í mínum huga er það lykillinn að árangri. Ég hef brugðið á það ráð að segja bara á einfaldan hátt að ég sem skólastjóri vilji ekki einelti og það nær bara býsna langt“. Ljósmynd: Tryggvi Már Gunnarsson sKoÐun Þegar Ingibjörg ávarpar væntanlega 8. bekkjar nemendur á vorin þá hikar hún ekki við að segja að hún sé afskiptasöm.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.