Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 46

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 46
46 Skólavarðan 1. tbl. 2012smIÐsHöggIÐ Fræðsluferðir í sorpu VEruM GÓÐ ViÐ NÁTTÚruNA! sorpA býður upp á fræðsluferðir f yrir grunnskóla og leikskóla á höf uð borgar svæðinu. Mark mið fræðsl unnar er að nemendurnir kynnist því hvað verður um ruslið þeirra. Fjallað er um endurvinnslu og það hvernig hver og einn getur haft áhrif á umhverf ið til góðs með því að f lokka og skila. F r æðsluF erð 1. Fræðslan fer fram í sal og móttöku­ stöð sorpu þar sem mis munandi teg undir úrgangs eru meðhöndlaðar. Hægt er að panta ferðir klukkan 9.00 og 13.00. Ferðin tekur um klukku­ stund og er tekið á móti allt að 30 nem end um í einu. Nemendur koma með rútu, sem skólinn útvegar, á skrifstofu sorpu í Gufunesi. F r æðsluF erð 2. Hægt er að panta ferðir f yrir hádegi alla virka daga og tekur fræðslan um 30 mínútur. Nemendur geta komið með strætó á endurvinnslustöðvar sorpu þar sem fræðslufulltrúi tekur á móti þeim. starfsemi stöðvarinnar er útskýrð f yrir nemendum og þeir fræddir um úrvinnslu úrgangsins. Trjálfarnir eru dug legir að f okka og sk ila Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir er að finna á www.sorpa.is. sorpA bs . Gufunesi . 112 reyk javík . sími: 520 2200 . sorpa@sorpa.is . www.sorpa.is Fjölbreytileiki vistkerfa og lífheimsins almennt er í hættu, tegundir deyja út en nýjar koma ekki í þeirra stað. Þessi skortur á fjölbreyti- leika vekur með mönnum þann ugg að það dragi úr aðlögunarhæfni lífheimsins. Mengun og ýmsar aðrar athafnir mannsins virðast vera mikilvægur þáttur í þessari þróun. Svipuð umræða hefur átt sér stað í tengslum við tungumál, fjölbreytileg fl óra tungumála hefur farið síminnkandi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna nýlendustefnunnar og svo hnattvæðingarinnar sem kom í kjölfar hennar. Vitundarvakning hefur átt sér stað til að bregðast við þessum ógnum, nefna má tilraunir til að auka fjölbreytileika í landbúnaði og viðhaldi stofna af plöntum og dýrum í því samhengi. Varðandi tungumálin má nefna vakningu í kringum ýmis af eldri tungumálum í Evrópu. Í Frakklandi hafa verið stofnaðir skólar sem kenna á málinu Occitan og endurvekja og viðhalda tungumáli og menningu sem virtist fyrir skömmu hafa verið á leið í glatkistuna (www.bize-minervois.fr ). Þessar tilraunir allar kunna að virðast veikburða þegar litið er til meginstraumsins, en það er engin ástæða til uppgjafar. Það er áhugavert að Occitan skólarnir eru með aðrar kennslufræðilegar áherslur en almennir franskir skólar, eru opnari og frjálsari. Þannig leggja þeir franskri menningu til aukna fjölbreytni í tungumálum, menningu og skólamálum. Íslenskur lífheimur, tungumál og menning eru í þessu samhengi verðmæti á heimsvísu hvað varðar líffræðilegan og mállegan fjölbreytileika. Það er mikilvægt og rétt að muna þetta og standa vörð um sérstöðu okkar af mörgum ástæðum. Hins vegar er líka gott að huga að því að styrkur okkar verður enn meiri ef við stöndum vörð um fjölbreytileikann innan okkar eigin litla ranns. Því miður virðist mér að á mörgum sviðum íslensks samfélags eigi fjölbreytileikinn mjög undir högg að sækja, og það sem mér stendur næst eru menntamálin og skólarnir. Ég hygg að það skorti á fjölbreytni bæði í valmöguleikum nemanda en jafnframt í nýtingu þeirra á því vali sem þó er fyrir hendi. Skýrasta dæmið um þetta er hvernig nánast allir nemendur á framhaldsskólastigi leita í bóknám, og innan bóknámsins velfl estir þeirra á náttúrufræðibraut: Flestir nemendur velja svo sama þriðja málið, spænsku. Inni í skólastofunum eru svo vísbendingar um að lífshættir og hegðun virðist vera ansi einhæf og að einsleitnin þar aukist eftir því sem ofar dregur í skólakerfi nu. Við þessu geta allir starfandi kennarar, með nemendum sínum og yfi rmönnum, brugðist með því einfaldlega að losa um tak námsbóka, einhæfs námsmats og hefðar á líf sitt og starf. Einsleitni er slæm fyrir vistkerfi og einstakar dýrategundir, slæm fyrir menningarheima og tungumál, og líka slæm fyrir örmenningu eins og þá sem við eigum hér á þessari pínulitlu eyju. Við sköpum fjölbreytni með því að vera opin og óhrædd í vali okkar á því hvað við gerum og sköpum. Líkt og í tengslum við lífheiminn og tungumálin úti í heimi má sjá vísbendingar um tilraunir til að bregðast við þessu hér hjá okkur og það er ábyrgð okkar allra að hlúa að þeim og tryggja fjölbreytninni brautargengi. Fjölbreytni er forsenda framþróunar en lykilatriðið er kannski hvað fjölbreytileiki er óendanlega mikið skemmtilegri. Ármann Halldórsson kennari.Einsleitni Einsleitni er slæm fyrir vistkerfi og einstakar dýrategundir, slæm fyrir menningarheima og tungumál, og líka slæm fyrir örmenningu eins og þá sem við eigum hér á þessari pínulitlu eyju.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.