Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 20
20 Skólavarðan 1. tbl. 2012sKóLAstARf Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og félagsráðgjöf á fræðslu- og skólasviði er eitt af sérsviðum félagsráðgjafar. Á Íslandi starfa um tólf félagsráðgjafar innan grunn- og framhaldsskóla og stundum á háskólastigi en þeim fer fækkandi eftir að náms- og starfsráðgjafar fengu loksins starfsheitið sitt lögverndað árið 2009. Fyrir lögverndun gátu skólastjórnendur ráðið hvern þann sem þeir kusu til þess að sinna einstaklingsráðgjöf við nemendur undir starfsheitinu námsráðgjafi og völdu sumir að ráða til sín félagsráðgjafa vegna þess hve félagslegur og persónulegur vandi nemenda er viðamikill hluti ráðgjafarstarfsins. Best væri auðvitað að skólar gætu ráðið fólk í báðum þessum starfsstéttum sem ynni saman (auk sálfræðinga) að þeim hagsmunum nemenda sem eru ekki kennslufræðilegir. Of mikið álag á kennurum er að hluta til vegna mikillar ráðgjafar við nemendur sem rúmast ekki í vinnuramma þeirra. Það er ólíklegt að samfélagið spari á „sparnaði“ á þessu sviði til lengri tíma litið. Víða erlendis tíðkast að starfandi sé félagsráðgjafi innan skóla ásamt náms- og starfsráðgjafa, og sinna þeir þá hvor sínu starfssviði en vinna sameiginlega að velferð nemenda. Hér á Íslandi hefur hins vegar tíðkast að þessum tveim starfssviðum sé blandað saman þannig að náms- og starfsráðgjafar í skólum sinna oft félagslegri ráðgjöf ásamt sínu starfi og félagsráðgjafar sinna þá gjarnan námsráðgjöf auk félagslegrar ráðgjafar, þá oftast undir starfsheitinu námsráðgjafi. Það er hins vegar til hagsbóta fyrir nemendur að náms- og starfsráðgjafar sinni náms- og starfsráðgjöf og þeim verkefnum sem þeir eru sérfræðingar í. Jafnframt er mikilvægt að félagsráðgjafar séu ráðnir inn í skóla til þess að sinna félagsráðgjöf undir réttu starfsheiti. Hvernig starfa skólafélagsráðgjafar? Verksvið skólafélagsráðgjafa er margþætt en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður skjólstæðinga sinna. Það felur í sér samvinnu við ýmsar stofnanir, samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, handleiðslu við kennara og að vera málsvarar nemenda. Helstu vinnuaðferðir þeirra eru einstaklingsvinna, hópavinna og samfélagsvinna. Út frá þessum vinnuaðferðum eru félagsráðgjafar oft þátttakendur í stefnumótun á málefnum nemenda á öllum skólastigum. Skólafélagsráðgjafar vinna að hagnýtum lausnum og forvörnum, sinna rannsóknum og aðstoða við verkefnaþróun í skólum. Þeir vinna náið með nemendum og fjölskyldum þeirra. Börn verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn sem og að örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skipta snemmbær Texti: Guðrún Elva Arinbjarnardóttir, Vatnsendaskóla Myndir: Frá höfundi Hvað er skólafélagsráðgjöf?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.