Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 36
36 Skólavarðan 1. tbl. 2012töLfRæÐIn Konur 56% Karlar 44% Skipting  1.526  KÍ-­‐félaga  með  25  til  100%  starfshlutfall  í  ríkisreknum   framhaldsskólum  eftir  kyni  í  sept.  2011. Heimild:  Fjármálaráðuneytið 29.3.2012   Oddur  S.  Jakobsson   Framhaldsskólakennarar  2026  ? Konur   80%   Karlar   20%   ÓbreyN  þróun?   29.3.2012   Oddur  S.  Jakobsson   Oddur S. Jakobsson hagfræðingur KÍ vinnur í sífellu rannsóknir á kjörum félagsmanna KÍ og vinnuumhverfi. Ofangreindar upplýsingar – að um helmingur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu árum og að konur munu innan skamms yfirtaka framhaldsskólann miðað við óbreytta þróun – eru tvö merkileg krækiber í berjalandinu hans Odds sem full ástæða er til að staldra við. Kennarar hafa auðvitað vitað þetta lengi. En átta stjórnvöld og landsmenn sig á þýðingu þessa? Þarf kannski eitthvað að ræða það? Miklar lýðfræðilegar breytingar eru fyrirsjáanlegar í framhaldsskólum landsins. Á næstu fimmtán árum siglir helmingur flotans í höfn. Helmingur framhaldsskólakennara. Það er ekki lítið. Þetta mun hafa mikil áhrif á skólabrag og þróun framhaldsskólans og auðvitað hefði verið heppilegra að aldursdreifingin væri jafnari. Þá er einnig líklegt að konur verði í miklum meirihluta kennara þegar þessar breytingar hafa gengið í garð og nú þegar hefur kvenkennurum fjölgað mjög í framhaldsskólum. Sú breyting varð fyrir nokkrum áratugum í grunnskólanum og var að margra mati aðalorsök þess að starfið varð minna metið og verr launað - eins og títt er um kvennastörf. Við erum nú ekki komin lengra en þetta í jafnrétti kynjanna. Nú er ekki nokkur skapaður hlutur að því að vera 50 + og/eða kona. En varla getur það talist jákvæð breyting þegar helmingur kennara yfirgefur skólastofnun nánast á einu bretti og fer á eftirlaun. Það hlýtur að skaða skólana og rýra menntunina rétt eins og atgervisflótti skaðar samfélög og skilur okkur eftir enn vitlausari en við vorum fyrir. Eða þegar konur fylla smám saman öll kennarastörf án þess að samfélagið líti á kennslu sem mikilvægt ábyrgðarstarf sem metið skuli til launa, eins og „einu sinni var“ þegar karlar ráku skólana, stjórnuðu þeim og kenndu við þá. Konur eru nú þegar (eða reyndar þegar það var kannað haustið 2010) um 80% kennara grunnskólans og um 95% kennara leikskólans. Ef svo fer sem horfir, þ.e. með óbreyttri þróun, verða konur um 80% kennara í framhaldsskólum árið 2026. Það eru fjórtán ár þangað til. En er eitthvað slæmt að ungir og ferskir kennarar flykkist inn í framhaldsskólann? Nei og já. Hverjir verða mentorar ungu kennaranna þegar skiptin eru svona brött? Þeir gamalreyndu eru ótæmandi fróðleiksbrunnur og flestir ósínkir á að miðla reynslu sinni sé til þeirra leitað. Í norskri rannsókn Are Turmo og Per O. Aamodt frá 2007 (Pedagogisk og faglig kompetanse blant lærere i videregående skole) koma fram vísbendingar um þá leitni að ungir framhaldsskólakennarar sjái skólann einungis sem tímabundinn starfsvettvang, eða í um fimm til tíu ár. Um helmingur kennara sem yngri eru en fertugir fylla þennan hóp. Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis en alþjóðlegar rannsóknir sýna sömu stefnu hjá yngra fólki víða um lönd og í mörgum starfsstéttum. Allar rannsóknirnar eru þó frá því fyrir hrun og ekki ólíklegt að efnahagsþrengingar undangenginna ára hafi breytt þessari mynd, hvað svo sem verður. En gefum okkur rétt sem snöggvast að við réttum úr kútnum og ungt fólk líti í síauknum mæli á framhaldsskólakennslu sem fyrsta skrefið á starfsframabrautinni og staldri ekki lengi við. Þetta er nokkuð sem okkur ber að huga að til að skilja framhaldsskólann ekki eftir á köldum klaka – mikið gegnumstreymi kennara er arfaslæmt fyrir skóla og nemendur. Texti: KEG Myndir: OSJ ... og bláu í rautt. Helmingur framhaldsskólakennara fer á eftirlaun á næstu fimmtán árum og konur yfirtaka framhaldsskólann. Frá gráu í grænt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.