Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 28
28 Skólavarðan 1. tbl. 2012 Texti og myndir: GG Bakki Berg sKóLInn Hver fjöruferð hefst á samverustund inni þar sem skoðað er hvaða dagur er og mánuður, hvernig veðrið er og hvernig þurfi þá að klæða sig. Sólin gyllir Kollafjörðinn þegar Skólavarðan bankar á dyr leikskólans Bakkabergs sem er sitthvoru megin við Kollafjörð. Þetta hljómar auðvitað dálítið kostulega en þannig er málum háttað að tveir leikskólar, í 17 km fjarlægð frá hvor öðrum, voru sameinaðir undir eina stjórn. Þeir eru nú stöðvar Bakkabergs og heita Berg við Kléberg á Kjalarnesi og Bakki við Bakkastaði í Grafarvogi. Leikskólastjórinn heitir Ingibjörg E. Jónsdóttir og hefur hún með sér þrjátíu kvenna úrvals starfslið, sem sinnir þörfum barnanna meðan þau dvelja í skólanum. Á Bakkabergi eru samtals hundrað börn og Grænfáninn blaktir þar við hún. Deildirnar á Bakka og Bergi bera örnefni úr næsta nágrenni; Viðey, Lundey og Þerney á Bakka en á Bergi heita þær Álfasteinn og Dvergasteinn. Bakki og Berg eru báðir á stöðum þar sem einstök náttúrufegurð ríkir, mikilfengleg fjallasýn og fjölskrúðugur gróður og fuglalíf er í umhverfi þeirra beggja. Það er góð upplifun að koma á þennan hlýlega og rólyndislega leikskóla. Börnin nutu síðsumarsólarinnar í leik úti við en svalur vindur barst frá hafinu sem er steinsnar í burtu. Krökkunum fannst gesturinn spennandi og vildu gjarna láta taka myndir af sér. En þau voru ekki síður spennt en Ingibjörg leikskólastjóri að segja frá því að við skólann væru tvær lóðir. Önnur er eins og lög gera ráð fyrir framan við skólann en hin, ævintýralandið á bakvið hann. Krakkarnir fá ekki að fara þangað eftirlitslaust en þetta er náttúrulóð þar sem engin mannvirki eru önnur en girðing sem glittir í ef vel er að gáð í háu grasinu. Á lóðinni eru klettar og lautir, villt blóm og dýrlegur drithóll sem fuglar hafa búið til á löngum tíma. Elstu börnin fá að leika sér þarna og læra um náttúruna og þá eru aldrei færri en tveir leikskólakennarar með í för og gæta öryggis þeirra. Fjörulallar og fuglavinir Metnaðarfull menntastefna er í heiðri höfð á Bakkabergi. Þar er kennd m.a. umhverfismennt, upplýsingatækni og myndmennt. Valdís Edda Hreinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri er umsjónarmaður umhverfismenntar sem felst í því að kynnast náttúrunni á markvissan hátt og læra að bera virðingu fyrir henni. Valdís Edda fer á milli Bakka og Bergs en stutt er í fjöruna frá báðum stöðvunum. Ingibjörg segir að fjörurnar hvor um sig séu ótrúlega ólíkar; skeljar, steinaríki og dýralíf merkilega ólíkt og því miðla börnin sín á milli þegar þau heimsækja hvert annað á Bakka og Berg. Krakkarnir á Bakkbergi öðlast þannig mikla þekkingu á fjörunni og lífríki hennar. „En það er einmitt fjaran sem er svo mikilvægur vettvangur fyrir útinámið og þangað fara börnin reglulega og kallast þá Fjörulallar.” Hver fjöruferð hefst á samverustund inni þar sem skoðað er hvaða dagur er og mánuður, hvernig veðrið er og hvernig þurfi þá að klæða sig. Síðan er upprifjun úr síðustu ferð, bætt á þekkingarvefinn og tekin ákvörðun um hvað á að kanna í þetta sinn. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er tíndur til sá búnaður sem þarf að vera með og síðan er tölt niður í fjöru. „Allir halda auðvitað í vinabandið,“ segir Ingibjörg brosandi og Haf skilur Bakka og Berg Skólavarðan heimsækir leikskólann Bakkaberg, sameinaðan úr Bakka og Bergi. Ljósm.: Leikskólinn Bakki Ljósm.: Leikskólinn Berg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.