Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 33
33 Skólavarðan 1. tbl. 2012 Starfsánægja og líðan félagsmanna KÍ í framhaldsskólum Starfsánægja félagsmanna KÍ í framhaldsskólum er að meðtaltali 7,7 (1,6) á skalanum 1-10 og enginn munur er á starfsánægju félagsmanna KÍ eftir stjórnendum, kennurum eða náms- og starfsráðgjöfum. Tafl a 1 og mynd 1 sýnir hversu starfsánægja framhaldsskólakennara hefur dvínað milli rannsókna.* Framhaldsskólakennarar voru ekki eins ánægðir í starfi 2010 og þeir voru 2008 (t (864) = -2,0, p < 0,05) og starfsánægja þeirra hefur dalað enn meira frá 2010 til 2012 (t (1029) = -3,5, p < 0,001). Hlutfallslega fl eiri þátttakendur gefa starfsánægju sinni einkunnina 5 og undir nú en áður. 2008 (N=873) 2010 (N=865) 2012 (N=1030) Meðaltals starfsánægja 8,0 (1,4) 7,9 (1,6) 7,7 (1,6) Fjöldi þátttakenda með 5 og undir 55 (6%) 72 (9%) 100 (10%) Tafl a 1. Starfsánægja framhaldsskólakennara frá 2008 til 2012.* Mynd 1. Starfsánægja framhaldsskólakennara.* Líðan í vinnunni Félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum líður almennt vel í vinnunni, líkamlega (992(88%)), félagslega (986(88%)) og andlega (865 (86%)). Þegar vellíðunar- breytur eru bornar saman milli tímabila þá fækkar árið 2012 um fi mm prósentu- stig í þeim hópi framhaldsskólakennara sem líður mjög vel í vinnunni andlega, líkamlega og félagslega samanber myndir 2a-c.* Mynd 2a. Líkamleg líðan í vinnunni. Mynd 2b. Andleg líðan í vinnunni. Mynd 2c. Félagsleg líðan í vinnunni. RAnnsóKnIR Rannsóknargögn sýna glögglega að niðurskurður er fyrst núna farinn að hafa veruleg áhrif á félagsmenn KÍ í framhaldsskólum. Álag hefur tekið stökkbreytingum frá árunum 2010-2012. Félagsmenn vinna almennt langan vinnudag og fá ekki greidda yfi rvinnu í samræmi við lengd hans.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.