Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 43

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 43
43 Skólavarðan 1. tbl. 2012Í dEIgLunnI þorpinu mínu hefði hún orðið afspyrnu lélegur bóndi. Þess utan hefðu þeir hæfileikar sem hún nýtur velgengni fyrir þótt gagnslausir, koma henni í mikil vandræði og vera skammarlegir fyrir fjölskyldu hennar. Foreldrar hennar hefðu reynt til þrautar að kenna henni að kjöt væri ekki föt, söngur setti ekki mat á borðið og enginn myndi vilja giftast stelpu með svona villt hár. Loks myndu þeir kenna henni að sækja vatn í brunninn til að búa hana undir að bera sætar kartöflur.“ Zhao efast líka um að Lady Gaga hefði gengið vel á færibandinu hjá Ford, hún hefði átt erfitt með að fylgja reglum og endurtaka af nákvæmni sömu verkin aftur og aftur en hefði hins vegar vakið lukku einu sinni á ári, á Hrekkjavökunni. „Hún hefði annað hvort verið rekin á fyrsta degi eða „menntuð“ til að gleyma ástríðu sinni, þrá og tónlistarhæfileikum, ef hún hefði þá þolað slíkt „endurmenntunarnámskeið“.“ „Margir einstaklingar líkir lafðinni hafa fæðst í þorpi eins og mínu í gegnum söguna“, segir Zhao. „Og þeir hafa verið „menntaðir“ til að verða eitthvað allt annað.“ Zhao bendir á að hvert samfélag vilji fólk sem tileinkar sér þá getu, þekkingu og færni sem fellur að hagkerfi þess. Menntun og skólun séu því sniðin að þörfum samfélagsins á hverjum stað og tíma. „Lengst af í mannkynssögunni þurftu samfélög einungis á mjög þröngu sviði mannlegra hæfileika að halda, miklum fjölda fólks á því sviði, og svo sárafáum öðrum með sértækar þrár og hæfni. Afrakstur þessa er ráðandi menntunarviðmið, sem gengur út á að þrengja að víðfeðmum og fjölbreyttum hæfileikum, hugðarefnum og getu mannsins yfir í það sem samfélagið álítur gagnlega færni og þekkingu á vinnumarkaði.“ Að sögn Zhao er þetta viðmið ekki einungis enn í gangi heldur ósveigjanlegra, skipulagðara og meira þvingandi en fyrr í sögunni. Ríkisstjórnir leggja mikla vinnu í að skilgreina gagnlega færni og þekkingu í gegnum námskrár, staðla, kennslubækur, próf og með fjárveitingum. Í BNA, segir Zhao, hafa skólar þrengt námið á þann hátt að ef nemanda gengur illa í ensku eða stærðfræði á samræmdum prófum er hann álitinn í brottfallshættu og sendur í sérkennslu, skólar og kennarar sem standa á bak við nemendahópa undir meðaltali á þessum prófum eru taldir standa sig slælega. Þetta er ástæðan fyrir því að tímum í list- og verkgreinum, íþróttum, félagsvísindum og erlendum tungumálum hefur ýmist verið fækkað eða þeir teknir út. Dr. Young Zhao varar við þessari þróun. Hann álítur að fólk eins og Lady Gaga sé lýsandi dæmi þess að nú á tímum hefur samfélagið ekki mesta þörf fyrir að flestir sinni sömu störfum á þröngu sviði heldur fleyti það mannkyninu þvert á móti áfram að nýta sér allan skalann, styrkjast í hugðarefnum sínum og hæfileikum. Zhao vitnar í rithöfundinn Daniel Pink sem heldur því fram í bókinni A whole new mind (2005) að litið hafi verið framhjá hæfni í og næmni fyrir mynstri, sögu, hljómfegurð, samkennd, leik og merkingu. Framantalið sé hins vegar nauðsynlegt nú á öld hugtaka og hugmynda (margir vilja meina að hér sé um viðmiðsbreytingu að ræða, þ.e frá upplýsingaöld yfir í sk. conceptual age, innsk. blm.). „Ég álít ekki að hæfileikar á þessum sviðum dragi úr nytsemi röklegrar og greinandi hugsunar og hæfni í hinu mállega og magnbundna,“ segir Zhao. „Þetta er viðbót við listann okkar um dýrmæta og gagnlega hæfileika og færni. Menntun þarf þannig að fara handan við það viðmið að innprenta í börnin okkar eitthvað sem ríkisstjórnir og önnur stjórnvöld meta gagnlegt. Þess í stað á hún að snúast um að hver og einn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína, hún á að styðja nemendur til velgengni og með menntun á að hvetja alla nemendur til að fylgja ástríðu sinni og hugðarefnum.“ Eru nýju menntalögin Gaga? Já og nei. Þau eru á áttina og alls ekki gaga - en vissulega í anda Lady Gaga. Í þeim er nemandinn miðlægur og það út af fyrir sig má kalla viðmiðsbreytingu í íslenskum menntamálum. Eins og endranær erum við hins vegar því miður dugleg að brjóta lögin áður en blekið þornar á pappírnum. En það er önnur Ella. Litið hefur verið framhjá hæfni í og næmni fyrir mynstri, sögu, hljómfegurð, samkennd, leik og merkingu sem er nauðsynlegt á öld hugtaka og hugmynda. Hæfileikar á þessum sviðum draga ekki úr nytsemi röklegrar og greinandi hugsunar og hæfni í hinu mállega og magnbundna. Börn þurfa öruggt umhverfi til að vera þau sjálf, þora að tjá hugsanir sínar og hugmyndir, þau þurfa getu til að ná sér í færni sem gagnast þeim í lífinu og möguleika til að beita færni sinni. Born this way leggja áherslu á að ná fram raunverulegum breytingum þar sem SSO dafnar og vex.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.