Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 22
22 Skólavarðan 1. tbl. 2012LÍfsstÍLL Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni sem hófst í Bret- landi árið 2000. Ísland tekur nú þátt í sjötta skipti en verkefninu vex stöðugt fi skur um hrygg. Á alþjóðavísu fer verkefnið fram í október en birta og veðuraðstæður á Íslandi ráða því að hér er það heldur fyrr á ferðinni. Göngum í skólann hófst á Íslandi miðvikudaginn 5. september sl. og lýkur á alþjóðlega deginum 3. október nk. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfi ngar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfi ngar. Þá er hvatt til þess að börn fái kennslu um öryggi á göngu og á hjóli. Annað markmið er að draga úr umferð bíla við skóla og sporna gegn mengun og hraðakstri í leið- inni. Þannig verður til betra og hreinna loft og götur og hverfi verða öruggari og friðsælli staðir. Ætlunin er einnig að vekja fólk til vitundar um heilsusamlegar leiðir til að komast milli staða og hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna. Allir sem vilja geta tekið þátt í verkefninu. Kennarar, nemendur, foreldrar, vinir og aðrir í samfélaginu eru hvattir til að fara í gönguferð áður en kennsla hefst að morgni, til dæmis kringum skólalóðina, að nærliggjandi garði, göngustíg eða einhverjum öðrum tilteknum stað. Ef ekki er hægt að fara í gönguferð áður en kennsla hefst þá er hægt að skipuleggja göngu í hádeginu eða löngu frímínútunum. Hægt er að fi nna ýmsar leiðir svo börn gangi og hjóli meira. Það þarf bara svolítið ímyndunarafl . Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Gaman var að sjá að þá var enn einu sinni nýtt þátttökumet slegið hér á landi en alls voru 59 skólar skráðir til leiks. Nú verður spennandi að sjá hvort enn eitt metið verður slegið á mildu hausti. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, landlæknir, ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli standa að verkefninu. Vefsíða þess er gongumiskolann.is. Göngum í skólann Göngum í skólann og veljum heilsusamlegt líf Félagsmenn munið MÍNAR SÍðUR á www.ki.is Viltu tjá þig um Skólavörðuna? Sendu okkur línu Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is » Er blaðið gott að þínu mati? » Finnst þér eitthvað miður? » Ertu með hugmynd að góðu efni í blaðið? » Viltu skrifa grein í Skólavörðuna?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.