Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Síða 3

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Síða 3
Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími/Phone: 687575 Bréfasími/Fax: 680727 Útgefandi Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga Faglegt efni Þorgerður Hagnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Christel Beek Aima Gyða Gunnlaugsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður Gunnarsdóttir Olína Torfadóttii’, varamaður Fréttaefni Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri Asta Möller, ábyrgðannaður Hanna I. Birgisdóttir Vigdís Jónsdóttir Prófarkalesari Ragnar Hauksson Setning og prentun Steindórsprent - Gutenberg hf. Pökkun Iðjuþjálfun Kleppsspítala Upplag 3500 eintök ISSN 1022 - 2278 Enn breytt tímarit Enn eina ferðina kemur Tímarit hjúkrunarfrœðinga út í nýjum búningi. Með breytingunni er miðað að því að sameina útgáfu fréttablaðs og fagblaðs hjúkrunarfrœðinga. Skal hér gerð nokkur greinfyrir ástœðum þeirrar hagrœðingar og framtíðarhugmyndum um blaðið. Þegar Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 var gefið út, eftir að ákveðið var að sameina Tímarit Fhh og Hjúkrun, vorufélög íslenskra hjúkrunarfrœðinga ennþá tvö og aðskilin. Fagtímaritið varð því eitt en fréttablöðin áfram tvö. Stuttu síðar, 15. janúar 1994, voru félögin tvö hins vegar sameinuð eins og menn muna. Þá var ákveðið að Tímaritið skyldi miða við sama árgangatal og Hjúkrun eða árið 1925 þegar Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna varfyrst gefið út. Auk þess sem mun virðulegra er aðfletta blaði sem á sér 70 ára sögu er það merkileg og söguleg staðreynd að íslenskir hjúkrunarfrœðingar hafa haldið úti blaði svona lengi. Þegar íslenskir hjúkrunarfrœðingar stofnuðu eittfélag á grundvelli gömlu félaganna tveggja hefði þeim stórhuga konum, sem gáfu út fyrsta blaðið, verið lítill sómi sýndur með því að slíta þá keðju sem þœr lögðu fyrsta hlekkinn ífyrir svo löngu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, tók eftir stofnun þess, að gefa útfréttablað sem óx og dafnaði. Brátt tók það œrinn liluta af þeim tíma ritstjóra sem átti að fara í vinnslufagblaðs. Var þessi staða fyrst rœdd á ritnefndarfundi þar sem kom fram tillaga um að einfalda útgáfuna með því að sameina fagblað og fréttablað. Þessi tillaga var borin upp og rœdd áfélagsráðsfundi í október sl. Þeim umrœðum lauk með því að samþykkt var að leggja tillöguna fyrir stjórn. Stjórnarsamþykkt fyrir breytingunni lá síðan fyrir í desember sl. Rökin fyrir því að sameinafag- og fréttablaðið eru ífyrsta lagi þau að slík sameining sparar fé og tíma. I öðru lagi verður útgáfan vœntanlega reglulegri og skilvirkari þannig að frœðilegar greinar komast örar að til útgáfu og auglýsendur geta betur reiknað með útgáfutíma blaðsins. Loks verður vinna ritstjóra einfaldari. Hann getur einbeitt sér að útgáfu eins blaðs í stað þess að vera stöðugt með tvö í kollinum. Vonir standa til að fag- og fréttablaðið nýja mœlist velfyrir meðal hjúkrunarfrœðinga. í því œtti að leynast eitthvað á áhugasviði allra. Kannski munu þeir sem hneigjast til að lesa fréttablaðið fremur enfagblaðið laumast til að lesa eitthvað frœðilegt og faggrúskararnir breytast í hjúkrunarfréttafikla hina mestu. Hvað útlit varðar verður reynt að velja það besta úr útlitifréttablaðsins og fagblaðsins. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, hönnuður félagsmerkisins, aðstoðar við það verk. Reynt verður áfram að hlusta eftir og taka tillit til óska hjúkrunarfrœðinga sem hafa lýst skoðunum sínum á blöðunum hingað til. Stefnt er að útgáfu sex til átta blaða á ári. Þorgerður Ragimrsdóttir TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.