Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 9
Hildur Sigurðardóttir, Hrafidiildur Scheving, íris Rut Hilmarsdóttir, Sveiidaug Atladóttir og VUdís Bergþórsdóttir Þættir á vökudeild sem valda foreldrum streitu Megintilgangur rannsóknarinnar var aðforprófa íslenska útgáfu streitukvarðans PSS:NICU (Parental Stress Scale: Neonatal Intensive Care Unit) sem œtlað er að mœla hvort og að hve miklu leyti ákveðnir þœttir í wnhverfi vökudeildar valda foreldrum streitu. Einnig var leitast við að afla viðbótarupplýsinga um reynsluforeldra afþví að útskrifast heim með barn af vökudeild. Samkvœmt áreiðanleikaprófiun á íslensku útgáfunmafPSS:NlCU er innra samrœmi mœlitœkisins mjöggott (0,94). Þarað auki kemurfram samrœnú á niðurstöðum þessarar rannsóknar og sambœrilegrar rannsóknarþar sem enska útgáfa mœlitœkisins var notuð (Miles og Funk, 1989). Islenskirforeldrar með bam á vökudeild virðastfinnafyrir meiri streitu að meðaltali enforeldrar í Bandaríkjwiwn. Breytingar áforeldrahlutverki virðast að jafnaði valda mestri streituforeldra en þœttir í samskiptum við starfsfólk minnstri streitu. Af stökwn þáttwn streitukvarðans virðast eftirtaldirþœttir valda foreldrwn mestri streitu: aðskikutðurfrá baminu; skyndilegt píp íviðvörunartœkjum; nálarog slöngur sem settar eru í barnið; slöngur eða tœkjabúnaður á eða nálœgt barninu; það aðgeta ekki haldið á baminuþegar þá langaði til; óvenjuleg eða óeðtíleg öndun bamsins; að geta ekki verið ein(n) með barnmu; aðgeta ekkigefið þvísjálffur); það að bamið virtistþjást; aðgeta ekki verwlaðþaðfyrir sársauka og sársaukafidlri meðferð. Varðandi reynsluforeldra af útskrift barns afvökudeild veldur tilhugsunin um aðfara með barnið heim og að aiuuist það heima án aðstoðarfagfólks mestri streitu. Viðbótarkvarði sá, er nueldi streituvaldandiþœtti tengda heimferð, reyndist áreiðanlegur með Chronbachs alfa 0,90. Hildur Sigurðardóttir: B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá HI árið 1982 og M.S. próf í fæðingarhjúkrun frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum árið 1987. Hún er lektor í námsbraut í hjúkmnarfræði við HI. Hrafnhildur Scheving, Iris Rut Ililmarsdóttir, Sveinlaug Atladóttir og Vildís Bergþórsdóttir luku allar B.Sc. próíi frá námsbraut í hjúkrunarfneði vorið 1992. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknar Fæðing barns er mikilvægur þáttur í þroskaferli foreldra. Oftast er um jákvæða reynslu að ræða og auðveldar það aðlögun að breyttu hlutverki foreldrisins. Flestir eru sammála um það að tímabilið í kringum fæðingu barns sé tími ákveðinnar spennu og kvíða, jafnvel þó að útkoman sé eðlileg og barnið heilbrigt (Easterbrook, 1988; Michaels og Goldberg, 1988). Efbarnið fæðist fyrir tímann eða ekki heilbrigt verða foreldrar fyrir miklu áfalli sem oft leiðir til kvíða, streitu, sorgar og jafnvel sálarkreppu (Goldberg, 1978; Easterbrook, 1988). Það að eignast barn fyrir tímann og að barnið þurfi að leggjast inn á vökudedd stangast á við væntingar foreldranna til þess að takast á við hið nýja hlutverk (Perehudoff, 1990). Þar sem þeim gefst oft takmarkaður tími til þess að annast barnið og sýna því hlýju, aðlagast þeir foreldrahlutverkinu seinna en aðrir foreldrar (Stewart, 1990). Óvæntar og breyttar aðstæður, s.s. aðskilnaður frá barninu, áhyggjur af heilbrigðisástandi þess og óvissan um það hvernig barninu muni reiða af, kemur foreldrunum í tilfinningalegt uppnám (Miles, Funk og Kasper, 1991). Rannsóknir, sem gerðar hafa verið til þess að öðlast meiri þekkingu á líðan foreldra sem eignast fyrirbura er þurfa á gjörgæslu að halda, hafa leitt ýmislegt gott af sér síðastliðin 20 ár. I stað þess að áður fyrr fengu foreldrar ekki að vera með barni sínu á vökudeild nema að mjög takmörkuðu leyti þykir í dag sjálfsagt og nauðsynlegt að foreldrar taki virkan þátt í umönnun bamsins á meðan það dvelur á vökudeildinni (Miles o.fl., 1991). Með aukinni þekkingu og tæknijiróun í læknisfræði er nú unnt að bjarga lííi fleiri og meira veikburða fyrirbura en áður var. Samfara Jiessu er eðlilegt að mnhverfi vökudeildarinnar breytist á vissan hátt, jiar sem Jiar er blutfallslega meira af mjög litlum og veikburða fyrirburum, auk þess sem heimur tælíninnar verður meira áberamh, með ýmsum tækjum og tólum, ókunnuglegum hljóðum og skærum ljósum. Þetta hefur leitt til þess að rannsakendur hafa síðastliðin ár beint athygli sinni að viðbrögðum og almennri líðan foreldra er annast börn sín á vökudeild (Miles o.fl., 1991). Ekki er vitað til að rannsókn af þessu tagi hafi verið framkvæmd á vökudeild Landspítala en í ljósi mismunandi aðstæðna og sérstöðu hverrar deildar hlýtur slík rannsókn að gefa mikilvægar upplýsingar um líðan íslenskra foreldra sem eiga bam á vökudeild. Streituvaldandi þættir í umhverfi vökudeildar Það er samdóma álit rannsakenda að |tað tímabil, sem bam dvelm’ á vökudeild, sé tilfinningalega mjög erfitt fyrir foreldra, sérstaklega mæður (Miles o.fl., 1991; Perehudoff, 1990). Óttínn og óvissan um líf barnsins er yfirleitt mesti streituvaldurinn og útlit hins litla, veikburða og vanjiroska bams ýtir imdir vanlíðan foreldranna (Jeffcoate, Humphrey og Lloyd, 1979; Minde, TÍMARIT UJÚKRUNARFRÆDINGA l.tbl. 71. árg. 1995 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.