Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 11
ogp< 0,5 fyrir undirkvarðann Hljóð og hlutir) (Miles og Funk, 1989). Viðbótarkvarði sá, er útbúinn var í þeim tilgangi aft meta streitu tengda heimferðinni, var hafður í samræmi við uppbyggingu PSStNICU kvarðans ogþví um sams konar Likert kvarða að rceða. Foreldrar voru beðnir um að meta hvort og að hve miklu leyti eftirtaldir þættir ollu þeim streitu: 1. Tilhugsunin að fara heim með bamið. 2. Að annast bamið heima án aðstoðar fagfólks. 3. Að taka ákvarðanir í sambandi við umönnun bamsins eftir að heim var komið. 4. Að leita eftir stuðningi hjá starfsfólki vökudeildar eftir útskrift. 5. Breyting á hfsstíl eftir að vera komin(n) heim með barn af vökudeild. Auk ofangreindra atriða vom foreldrar beðnir um að nota sams konar Likertkvarða til þess að skýra frá hvort og að hve miklu leyti sú reynsla að fara með barn heirn af vökudeild olh þeim streitu. Varðandi viðhorf til fræðslu var annars vegar spurt út í hvort foreldrar teldu sig hafa fengið einhverja fræðslu/undirbúning fyrir heimferðina og hins vegar hvernig sú fræðsla nýttist þeim (mjög vel, vel, sæmilega eða illa). Með opinni spumingu vom foreldrar beðnir mn að útskýra frekar hvað þeim hefði helst fundist vanta upp á fræðsluna ef hún nýttist einungis sæmilega eða illa. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 23. apríl - 6. maí 1993. Af þeiin foreldrum (51), sem upphaflega voru valdir í úrtakið, duttu 3 sjálfkrafa út vegna breyttrar búsetu. Endanlegu úrtaki, foreldi-um 48 bama, var sendur spumingahstinn (streitukvarðinn) í pósti ásamt kynningarbréfi. Viku seinna sóttu rannsakendur hstana heim til þátttakenda og fengust þannig 36 hstar. Þrennir foreldrar kusu að senda hstana í pósti. Endanlegar heimtur vom því 81%. Urvinnsla gagna fór fram í SPSS/PC forriti. Reiknað var út meðaltal streitustiga fyrir hverja spurningu /efnisþátt til þess að athuga hvaða þættir á vökudeild valda mestri streitu hjá foreldrum. Niðurstöður rannsóknarinnar Notaður var alfaáreiðanleikastuðull til þess að meta innra samræmi mælitækisins. Innra samræmi íslensku útgáfunnar reyndist mjög gott bæði fyrir mæhtækið í heild (Cronbachs alfa = 0,94) og einnig fyrir hvem einstakan undirkvarða (Cronbachs alfa > 0,74) að undanskildum undirkvarðanum Hjóð og hlutir (Cronbachs alfa = 0,64). Ekki voru gerðar mæhngar á hugtakaréttmæti íslensku útgáfunnar enda ekki raunhæft þar sem úrtakið var lítið. Það styður þó heldur réttmæti rannsóknarinnar að heimtur á spumingahsta vom góðar (81%). Samkvæmt áreiðanleikaprófi reyndist innra samræmi viðbótarkvarðans einnig mjög gott (Chronbachs alfa = 0,90). Tafla 1 sýnir útreiknað meðaltal streitustiga fyrir hvern undirkvarða rannsóknaiinnar, bæði fyiir mæhtældð PSS:NICU og mælitækið Undirbúningurfyrir heimferð. Tafla 1. Útreiknað meðaltal streitustiga fyrir hvern undirkvarða mæhtækjanna PSS:NICU og Undirbúningurfyrir heimferð Undirkvarðar: Meðalt: Staðalfv: Alpha: Breyting á foreldrahlutverki 3,6 1,5 0,89 Uljóð og hlutir 3,0 0,9 0,64 Utlit og hegðun bams 2,8 1,2 0,89 Undirbúningur fyrir heimferð 2,9 1,2 0,90 Samskipti við starfsfólk 1,7 0,7 0,74 foreldrahlutverki flest streitustig en þættir, sem lýsa samskiptum við starfsfólk, fæst streitustig. I undirkvarðanu Hljóð og hlutir (mynd 1) kom greinilega fram að skyndilegt píp í viðvörunar- tækjum er mjög streituvaldandi (4,4 stig). Tækjabúnaður og viðvörunartæki (3,1) og að bamið þurftí að vera í öndunarvél (2,8) olli einnig töluverðri streitu. Einnig höfðu hin börnin á vökudeildinni þó nokkur áhrif á hðan foreldranna (3,2). Fjöldi starfsfólks og stöðugur hávaði í tækjum virtust hins vegar ekki vega eins þungt. 5,0 44 1 2 3 4 5 6 Númer spurninga Mynd 1. Meðalstreitustig fyrir undirkvarðann „Hljóð og hlutir“ Spurningar: Tœkjabúnaður og viðvörunartœki á stofunni (1); Stöðugur hávaðifrá tœkjunum (2); Skyndilegt píp frá viðvörunartœkjum (3); Hin veiku börnin á stofunni (4) Mikillfjöldi starfsfólks á deildinni (5); Að barnið þurfi að vera í öndunarvél (6) Hvað varðar undirkvarðann Útlit og hegðun bams (mynd 2) þá voru nálar og slöngur, sem settar voru í barnið, mest streituvaldandi (4,0). Annað sem olli töluverðri streitu voru slöngur og tækjabúnaður á eða nálægt barninu (3,8), óvenjuleg eða óeðlileg öndun barnsins (3,6) og eins það ef barnið virtist þjást (3,5). Mynd 2. Meðalstreitustig fyrir undirkvarðann „Utlit og hegðun barnsins“ Spurníngar: Slöngur og tœkjabúnaður á eða nálœgt barninu (1); Marblettir, skurðir eða skurðsár á barninu (2); Ovenjulegur litarháttur bamsins (3); Ovenjuleg eða óeðlileg öndun barnsins(4); Hve barnið var lítið (5); Hve barnið var hrukkótt (6); Að sjá nálar og slöngur settar í barnið (7); Að barnið Jekk nœringu í œð (8); Þegar barnið virtist þjást (9); Þegar barnið virtist dapurt (10); Veikburða og máttleysislegt útlit barnsins (11); Kippir og óróleiki hjá barninu (12); Að barnið gat ekki grátið eins og önnur börn (13) TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.