Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Side 12
I undirkvarðanum Breyting á foreldrahlutverki ollu allir þættir kvarðans mikilli eða þó nokkurri streitu. Aðskilnaður frá barninu olli mestri streitu (4,5). Foreldrum þótti einnig erfitt að geta ekki haldið á barn- inu þegar þá langaði til (3,8), að geta ekki verið einir með barninu (3,6), að geta ekki gefið því sjálfir (3,5), að geta ekki verndað það fyrir sársauka og sársaukafullri meðferð (3,4), að finnast þeir vera ófærir um að hjálpa barni sínu (3,1) og að geta ekki annast það sjálfir, s.s. að skipta á því og baða það (2,9). 5,0 4,5 1 2 3 4 5 6 7 Númer spurninga Mynd 3. Meðalstreitustigfyrir undirkvarðann „Breyting á foreldralihitverki“ Spurningar: Að vera aðskilin(n) frá barninu (1); Að gefa ekki barninu sjálf(ur) (2); Að geta ekki hugsað um barnið sjálf(ur), t.d. skipt á því og baðað (3); Að ég gat ekki haldið á barninu mínu þegar mig langaði til þess (4); Að mér fannst ég vera hjálparvana og ofœr um að vernda barnið mitt fyrir sársauka og sársaukafullri meðferð (5); Að mér fannst ég vera ófœr um að hjálpa barninu mínu á meðan á þessu stóð (6); Að ég gat ekki verið ein(n) með barninu mínu (7) Myiid 5. Meðalstreitnstigfyrir undirkvarðann „Undirbiínmgurfyrir heiinferð“ Spurningar: Tilhugsunin að fara heim með barnið (1); Að annast barnið heima án aðstoðar fagfólks (2); Að taka ákvarðanir í sambandi við umönnun barnsins eftir að heim var komið (3); Að leita eftir stuðningi hjá starfsfólki vökudeildar eftir útskrift (4); Breyting á lífstíl eftir að vera komin(n) heim með barn af vökudeild (5); Notaðu sama kvarða til þess að sýna live mikilli streitu þessi reynsla, aðfara með barn heim af vökudeild, olli þér (6) Ef á heildina er litiíS virtust þættir, sem varða breytingar á foreldrahlutverki, að jafnaði valda mestri streitu foreldra (3,6) en þættir í samskiptum við starfsfólk minnstri streitu (1,7). I opinni spurningu gafst foreldrum tækifæri til þess að tjá sig frekar um þá reynslu sem tengist því að eiga barn á vökudeild. Þó nokkrir foreldrar nefndu að aðstöðuleysi foreldra á vökudeild hafi valdið þeim mikilli streitu og vanlíðan. Dæmi um athugasemdir foreldra varðandi aðstöðuleysi eru eftirfarandi: I undirkvarðanum Samskipti við starfsfólk kom í ljós að foreldrum fannst samskiptin ekki vera mjög streitu- valdandi. Það olli þeim helst streitu ef starfsfólk talaði ekki nægilega við þá (2,1) eða ef þeir voru í vafa um að starfsfólk léti þá vita um breytingu á ástandi barnsins (2,1). 5.0 _ 4-° 10 — 3.0 n «o o 2.0 5 1.0 ÍÉIBlÍillÍi 1 2 3 4 5 7 8 9 10 11 Númer spurninga Mynd 4. Meðalstreitnstigfyrir undirkvarðann „Samskipti við staifsfólk“ Spurningar: Starfsfólkið útskýrði hlutina ofhratt (1); Starfsfólkið notaði orð sem ég skildi ekki (2); Egfékk að heyra mismunandi útskýringar sem stönguðust á varðandi veikindi barnsins (3); Egfékk ekki að vita nóg um rannsóknir og meðferð á barninu mínu (4); Starfsfólkið talaði ekki nógu mikið við mig (5); Það var of margt fólk (Iwknar og hjúkrunarfrœðingar, o.fl.) sem talaði við mig (6); Það var erfitt aðfá upplýsingar eða aðstoð þegar ég kom í heimsóikn eða hringdi á deildina (7); Eg var ekki örugg(ur) um að það yrði kallað í mig ef breyting yrði á ástandi barnsins (8); Starfsfólkið virtist hafa áhyggjur afbarninu (9), Starfsfólkið virtist ekki ka>ra sig um að foreldrar vœru viðstaddir (10); Starfsfólkið virtist ekki skilja liegðun barnsins og sérþarfir þess (11) „Engiii aðstaðafyrirforeldra til að vera einir með baminu, sjá um það, skoða og rœða í einrúmi um ástand barnsins. Þaðjók aðstöðuleysið hvað litlir möguleikar voru á því að setjast, sérstaklegafyrir konu sem nýbúin er aðfœða bam. “ „Allur aðbúnaður fyrir foreldra var mjög slœmur og streituvaldandi. Að hafa livergi athvarf milli heimsókna á vökiuleild og þurfa aðganga ígegnum sængurkvennagang og nota mjaltaaðstöðuna sem mœltist misjafhlegafyrir.“ „Það sem mérfannst vanta á vökudeild var aðstaða fyrirforeldra, t.d. setustofa.“ „Lítil húsakynni, allt mjögþröngt og Utið pláss. Olli ekki beint streitu heldurfrekar óþœgindum, sérstaklega effleiriforeldrar voru. Þá voru uUir komnir ofan í alla og eiginíega eins og ekki vœrigert ráðfyrir aðforeldrar vœm á staðnmn.“ Annað sem foreldrar nefndu einnig í opinni spumingu var að fræðslu til foreldra um vökudeildina væri ábótavant og að meira þyrfti að gera til þess að húa foreldra undir þann möguleika að bam leggist á vökudeild. M.a. var nefht að sýna þyrfii foreldrum vökudeildhia ef fyrir fram er vitað eða búist við að barn þurfi að leggjast á vökudeild og einnig að búa foreldra betur undir að koma á vökudeild í fyrsta skipti, s.s. að þarna séu fleiri börn í mismunandi ásigkomulagi. Niðurstöður viðbótarkvarðans, Undirbúningur fyrir lieimferð, benda til að foreldrum finnist talsvert streituvaldandi að útskrifast með barn heim af vökudeild (3,5). Tilhugsunin að fara heim með barnið (3,4) og það að annast barnið heima án aðstoðar fagfólks (3,3) olli foreldrum mestri streitu. Upplýsingar um fræðslu fyrir heimferð voru ófullnægjandi vegna galla á mælitæki. í mæbtækinu var ekki tekiö tillit til þess að margir foreldrar útskrifast með barn sitt frá sængurkvennadeildum og var þáttur fræðslunnar þar ekki tekinn með. Umfjöllun um niðurstöður Þar sem í þessari rannsókn er fyrst og fremst um forprófun á íslenskri útgáfu mæbtækis að ræða var úrtaksstærð frekar lítil og því erfitt að abiæfa um niðurstöður hennar. Ef borin eru saman alfa-áreiðanleikapróf íslensku og bandarísku útgófu streitu- ltvarðans kemur íslenska útgáfan hins vegar mjög vel út, bæði í heild sinni og eins fyrir bvern undirkvarða utan einn, Hljóð og hlutir. Þar sem spurt er um frekar fá atriði í þessum undirkvarða er trúlegt að smæð úrtaksins skýri að hluta binn lága áreiöanleikastuöul hér. TÍMARIT HJÚKKUNARFItÆDINGA l.tbl. 71. .árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.