Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Fyrir greinahöfunda Stefna Stefnt er að útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga sex til átta sinnum á ári. Það er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umræðu um hjúkrun. I faglega hluta tímaritsins eru birtar greinar um hjúkrunarstörf, nýjar rannsóknir í hjúknm, viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til hjúkrunar- fræðinga. I félagslega hluta blaðsins eða fréttahlutanum er greint frá kjaramálum og því sem er að gerast hjá félaginu. Ritstjóri ber áhyrgð á að efm, útgáfa og rekstur blaðsins sé í samræmi við ritstjómarstefnu þess. Ritnefnd ber ábyrgð á faglegu efni blaðsins, að það sé í samrænú við ritstjómarstefnu þess. Fonnaður ^ félagsins ber ábyrgð á félagslegu efni þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað að því er varðar málfar, útlit og efm. Aliersla er lögð á að faglegar greinar standist vísindalegar kröfur. Þess vegna setur ritnefnd reglur um það hvemig höfundum ber að skila efm til blaðsins. Ritnefnd ásldlur sér rétt til að birta greinar eða hafna jieim og til að setja greinar upp og aðlaga að útliti blaðsins. Avallt er leitað umsagnar utanaðkomandi aðila um rannsókna- og frasðigreinar. Leiðbeiningar um ritun fræðigreina Greinahöfundar em vinsamlegast beðnir um að skila greinum til Tímarits hjúkrunarfræðinga, Suöui-landsliraut 22, 108 Reykjavílc. Ef um rannsóknagreinar er að ræða })á tekur vinnsla Jieirra lágmark tvo mánuði eftir að þær berast til blaðsins. Yfirleitt tekur skenunri tíma að ganga frá öðru efm í blaðið. Greinum skal skilað í þríriti hverju sinni. Endanlegri gerð skal skila á tölvudisklingi. Hafið 4 sentimetra spássíu á alJa vegu. Þannig verður línulengdin 13 sentimetrar á A4 en 14 sentimetrar á „US letter“ síðustærð. Jafnið vinstra megin en ekki hægra megin, notið tvöfalt línubil og 12 punkta Thnes letur. Heimildalisti talauarkast af tilvísunum í viðltomandi grein. Vandið málfar og íslenskið erlend orð ef unnt er. Sé um sjaldgæfa þýðingu orða að ræða skal setja erlenda orðið aftan við það íslenska í sviga. Skammstafanir skulu útskýrðar í fyrsta sldpti sem þær lcoma fram. Myndir og teikningar skulu vera nægilega skýrar til að hægt sé að prenta eftir þeim. Rannsóknagreinar Um rannsóknagreinar gildir eftirfarandi sérstaldega: Uppsetnúig greinanna skal vera samkvæmt regluin ameríska sálfræðingafélagsins. Upplýsingar um Jjær er að fiinia í bókinni Publication Manual of the American Psychological Association og í íslenskri Jiýðingu í bóldimi Gagnfrœðakver lianda háskólanemum eftir Friðrik 11. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Titilsíða: Þar skal koma fram nafn greinar og höfunda(r), starfsheiti og upplýsingar um náms- og starfsferil. Utdráttur: Utdráttur á að vera stuttur (hámark 150 orð) og ensk þýðing á honum skal fylgja. í útdrættinum á að koma fram: Tilgangur rannsóknarinnar, aðferð í grundvallaratriðum, helstu athuganir, niðurstöður og ályktanir. Frœðilegur bakgrunnur: I inngangi þessa kafla á tilgangur rannsóknarinnar að koma skýrt fram. I fræðilegri umfjöllun skal vísa á nauösynlegar heimildir en ekki gera víðtæka fræðilega úttekt á viðfangsefninu. Athugið vel að heimildalistar og tilvísanir séu rétt og samræmd. Aðferð: Lýsið úrtaki, rannsóknaraðferð (tilraun, könnun, magnbundin, gæðabundin o.s.li'V.j, mælitæld/ spurningalista og tölfræðiathugunum nægilega vel til að aðrir geti endurteldð rannsóknina. Vísið í heimildir að þeim aðferðum sem beitt er ef Jiær eru tdl. Getið þess ef leyfi rannsókna- eða siðanefnda var fengið til að gera rannsóknina. Niðurstöður: Niðurstöður skulu settar sldpidega fram með töflum og myndum sem skal vísað skýrt í í texta. Endurtaldð ekki nákvændega í textanum Jiað sem töflumar sýna heldur dragið saman aðalatriði. Stundum nægir að setja einstaka niðurstöður fram með fáum orðuni í texta. UmfjöUun: Hér skal leggja áherslu á þau atriði í rannsókninni sem eru ný og ályktanir sem draga má af þeim. Dragið ekld saman niðurstöður úr næsta kafla á undan. Látið koma fram hvaða niáli niðurstöður rannsóknarinnar skipta, takmarkanir þeirra og tengsl við aðrar rannsólaiir. Skoðið niðurstöðumar út frá tilgangi rannsóloiarinnar en varist alhæfingar sem ekld eru studdar af niðurstöðmn. Gefið hugmyndir að nýjum rannsóknum og tilgátum. Þakkir: Rerið einungis fram jiakkir til fóllts sem hefur veitt mikla aðstoð við verkefnið og að fengnu leyfi viðkomandi. IleimUdir: Fylgið reglum APA eins og að ofan greinir og Jiá sérstaldega íslensku Jiýðmgmuii í Gagnfrœðakverinu. Fylgið þessum reglum nákvæmlega og frá byrjim, Jiaö sparar mikla vinnu áður en yfir lýkur. Ljósrit af reglmn Jiessum er hægt að fá hjá Tímariti hjúkrunaifrœðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.