Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Side 25
„Eg sá auglýsingu um stöðu fyrir hjúkrunarfræðing á Dalvíli en þar vantaði húsnæði svo að ég var talin á að ráða mig til Kópaskers. Þar átti að vera flott hús fýrir mig og hvaðema, “ og Sólfríður baðar út höndunum til að gefa til ltynna hvað húsið sem hún sá f'yrir sér var stórt. „Til Kópaskers konnun við í febrúar 1975 ú fólksbíl en gengum hin í húsið á annarri ha;ð vegna snjóa. Þá hafði enghm hjúkrunarfræðingur verið á Kópaskeri lengi. Á lækningastofunni voru varla lágmarks nauðsynjar. Það var heldur enginn sjúkrabíll á svæðinu og rúmir 100 km til Húsavíkur en þaðan kom Iæknir einu sinni í viku. Mér fannst slæmt að þeir skiptust á að koma svo að skjólstæðingamir þurftu að endurtaka sögu sína aftur og aftur. Sjúkraskrár íbúanna voru geymdar á Húsavík svo að ég byrjaði að vinna upp mínar eigin sjúkraskrár og þar kom véhitunarkunnátta mín og reynsla af ritararstörfum að góðum notum. Um vorið fór ég á námskeið fyrir heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga hjá Nýja hjúlcrunarskólanum, það kom sér mjög vel þar sem ég fann að kennslan í grunnnáminu var frekar miðuð við vmnu í vernduðu umhverfi inni á spítala en við sjáLfsta'ð störf í læknislausu héraði úti á landi. T desember 1975 komu jarðskjálftar og |>ví fylgth óöryggi og andlegt álag lijá íbúunum. I janúar 1976 kom stóii skjálfthm svo að yfirgefa varð svæðið. Sem betur fer stórslasaðist enginn en sum húsin urðu ófliúðarhæf. Þá sýndu kollegar mínir úr viðbótarnáminu mér mikinn stuðning sem efldi núg til dáða. Mér fannst égfá 10 ára reynslu á þessum tveimur árum sem ég var á Kópaskeri.“ Þá var kominn tími til að breyta tfl ogflytja suður aftur. „Eg fór að vinna á Borgarspítalanum, deild A3 sem þá var slysa-, háls-, nef- og eyrna- og heilaskurðlækningadeild. Mér líkaði vel en það var erfitt að samræma þarfir heimilis og vaktavinnu. Eg hóf því nám í Kennaraháskóla Islands í sérskipulögðu 30 eininga námi í kennslufræði fyrir hjúkrunarfræðingaV Við það bættust 15 einingar í liugmynda- fræði hjúkrunar. Það vantaði mikið kennara til að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. I október sama ár byrjaði ég að kenna við Hjúknmarskólann. Þar kenndi ég síðan í 10 ár eða þar til skólanum var lokað 1986.1 hálfkæringi má segja að við hjúkrunarkennararnir liöfuni harist hörðuni höndum fyrir því að gera okkur atvinnulausa með Jiví að berjast fyrir háskólamenntun hjúkrunai’fræðhiga. Ekkert okkar var með næga menntim til að taka að okkur kennslu í Háskóla íslands. Það var Jiví ekki um annað að ræða en að bæta við sig menntun ef við ætluðum að eiga einhverja miiguleika sem hjúkrunarkennarar í framtíðinm.“ Sólfríður hóf Jiví nám til I3.S. prófs í hjúknmarfræði. Hún var kennari við Hjúkrunarskólann og um leið nemandi í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands í sama húsna;ði. Stundum lenti hún í undarlegri aðstiiðu vegna Jiess. Hún kenndi hjúkrunarnemum í einni stofu og settist síðan sjálf í næstu stofu sem neinandi. Hún segir að Jietta hafi krafist mikillar aðliigunarliæfhi. „Simiir kennarar óskuðu eftir að láta meta menntun sína til að sjá hvemikluþyrfti að bæta við til B.S. gráðu. Matið var þess eðhs að margir hættu við að fara í námið. Það tók mig næstum þrjú ár að ljúka því en ef ég ætlaði að halda áfram kennslu var þetta eina leiðin. Það gekk vel að samræma nám, vinnu og heimilisstörf þó að þarfirnar stönguðust stundum illilega á. Þegar 4. bamið vildi komast í heiminn, hálfurn mánuði á eftir áætlun, var ég t.d. stödd í hátíðasal Háskóla Islands að taka próf í fósturfræði. Mér rétt tókst að ljúka prófinu áður en barnið fæddist um eftirmiðdaginn. Ég laulc B.S. náminu um vorið 1986 en um haustið var sett í gang sérskipulagt nám fyrir hjúlcrunarkennara til B. S. gráðu sem var mun styttra en það sem ég hafði gengið í gegnum. Þá var auglýst staða lektors í bamahjúkrun við námshrautina. Eg hafði langa reynslu af kennslu í barnahjúkrun auk B.S. námsins en fékk ekki stöðuna Jiar sem annar umsækjandi hafðilokiðM.S. prófi í barnahjúkrun. Égheld að það hefði verið betra fyrir barnahjúkrun í landinu ef að við liefðum báðar verið ráðnar til að sinna Jiessu starfi sem var yfirdrifið fyrir eina manneskju. En ég réð mig til starfa sem fræðslustjóri á Barnaspítala Hringsins ogleysti síðan framkvæmdastjórann afí ár á meðan hún fór í námsleyfi. Þetta var mjög lærdómsríkt tímabil og ég sá betur en áður nauðsyn þess að efla forvamir markvisst og koma á fjölskylduhjúknm.“ „4 lœkningastojunrd voru varla lágrnarks naubsyiijar. “ Heilsugœslustöbm á Kópaskeri eins og Sólfríður tók við henni. TÍMAIUT HJÚKRUNARFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.