Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Qupperneq 10
Whitelaw og Brown, 1983; Miles o.fl., 1991). Áreitin í unihverfinu, sem vekja upp kvíða og streitu hjá foreldrunum, geta verið margs konar. Carter og Miles (1989) skipta þeim í fjóra meginflokka sem eru: 1. Hljóð og hlutir Það sem foreldramir sjá og heyra á vökudeildinni og veldur þehn streitu geta verið ýmis tœld og tól og einnig ýmsar aðgerðir sem gerðar eru á baminu. Skyndilegt píp í tækjunum er til dæmis mjög streituvaldandi fyrir foreldrana (Dobbins, Bohlig og Sutphen, 1994; Stewart, 1990). Einnig sjá foreldrar oft önnur mjög veik börn á vökudeildinni og ýtir það enn frekar undir kvíða og vanlíðan þeirra, |)ó einkum ef um dauðsföll eða þjáningar er að ræða (Yu, Jamieson og Astbury, 1981). 2. Utlit og hegðun barnsins Utlit og hegðun barnsins stangast gjarnan á við væntingar foreldranna, sérstaldega ef barnið hefur fæðst fyrir thnann. Til þess að viðhalda eðlilegri Iíkamsstarfsemi fyrirburans er óhjákvæmilega oft þörf á notkun hjálpartækja, svo sem hitakassa, öndunarvélar, næringar í æð og sondumötunar (Milan, 1987). Rannsóknir hafa gefið til kynna að fyrir utan hið veikburða útlit barnsins valdi tækin og slöngurnar í umhverfi þess foreldrum mikilli streitu (Miles, 1989; Stewart, 1990). Hegðun barnsins, s.s. það að barnið sýnir ekki eins mikil viðbrögð eins og fullbura börn gera, veldur foreldrum oft vonbrigðum (Lott, 1989). 3. Breyting ó foreldrahlutverki í rannsókn Carters og Miles (1989) og Miles, Fnnks og Kaspers (1991), þar sem PSS:NICU kvarðhm var prófaður, kom í ljós að þættir sem tengdust breytingum á foreldralilutverldnu, höfðu mest álirif á streituskynjun foreldranna. Þeir þættir, sem ollu mestri streitu varðandi breytingar á foreldrahlutverkinu, vom tilfuining fyrir hjálparleysi og vanmáttarkennd í því að vernda bamið og aðstoða það. Aðskilnaður frá baminu, það að geta eldd baldið á því, amiast það og snert, s.s. baðað, gefið því að borða og að geta ekki tekið ákvarðanir um umönnun þess, olh allt mikilli streitu (Miles o.fl., 1991). Hlutverk foreldranna á vökudeildinni var ekld nægilega sldlgremt fyrir þeim. Þeir vom hjálparvana og fundu fyrir kvíða vegna óvissu um að geta sinnt barninu á eðlilegan hátt (Kenner og Lott, 1990; Miles, 1989). 4. Samskipti við starfsfólk Á vökudeildinni eru foreldrar oft tregir til að taka þátt í umönnun bamsins í byrjun vegna hræðslu til dæmis við að taka í sundur slöngur eða setja í gang viðvörunarbjöllur. Þeir bera því gjarnan við að starfsfólldð sé hæfara til að annast bamið og einnig hefur komið fram að þeim finnst oft erfitt að biðja um að fá að taka meiri þátt í umönnun þess (Hazell, 1990). Staifsfólk þarf því að liuga að leiðum til þess að auka sjálfstraust foreldranna (Stewart, 1990). Þá er mikilvægt að foreldrum sé sýndur skilningur, að virðing sé borin fyrir tilfinningum þeirra og þeim gert ljóst að barnið er ekki emgöngu umkringt tækjum og tólum heldur eiirnig fólki sem ber umhyggju fyrir því (Ifazell, 1990). 1 rannsókn Miles o. fl. (1991) kom í ljós að samskipti við starfsfóllc vökudeildar voru ekki mjög streituvaldandi. TÍMAHIT IULIKKU!\'AHFItÆDINGA l.tbl. 71. .árg. 1995 Að útskrifast heim með barn af vökudeild ' Þó svo að foreldrar ldakki að vissu leyti til jtess að barn þeirra útskrifist af vökudeildinni fhinst þeim tilliugsunin að taka barnið hehn af vökudeildinni oft erfið og jafnvel yfirjiyrmandi (Kenner og Lott, 1990). Algengt er að mæðurnar finni til meiri kvíða og jafnvel þimglyndis þegar líða tekur að úlskrift bamsins (Gennaro, 1991). Þegar heim kemur lhinst foreldrumþeir oft hjálparlaush- og vanhæfir til að taka skynsamlegar ákvarðanir um umönnun barnsins sem verið hefur í umsjá sérhæfðs fagfólks með flókin tæld (Kenner og Lott, 1990). í jteim tilgangi að byggja upp færni og sjálfstraust foreldranna við umönnun bamsins, eftir að heim kemur, er mikilvægt að vandað sé til fræðslu og undirbúnings fyrir heimferðina (Ai-enson, 1988). Reynslunni af því að hafa átt barn á vökudeild gleyma foreldrar ekld auðveldlega og þurfa oft á áframhaldandi stuðningi að halda eftir að heim er komið (Lott, 1989). Rannsólai þessi var gerð í þeim tilgangi að forprófa íslenska útgáfu streitukvarðans PSS:NICU sem ætlað er að maia hvort og að hve miklu leyti ákveðnir þættir í umhverfi vökudeildar valda foreldrum streitu. Auk þess er leitað upplýsinga um streituvaldandi þætti tengda útskrift foreldra með barn af vökudeild. Aðferðafræði og framkvæmd rannsóknarinnar Rannsóknaraðferð sú, sem notuð var, er magnbundin (quantitative) og lýsandi. I samráði við deildarstjóra vökudeildar, Ragnheiði Signrðardóttur, voru valdir, með þægindaúrtaki, < foreldrar 51 barns sem voru búsettir á Stórdleykjavíkursv;rðiini og höíðu átt barn á vökudeild Landspítala. Skilyrði til þátttöku vom: 28-37 vikna meðgöngulengd samkvæmt þroskamatskvarða Finnströms; að barnið hefði dvalið a.m.k. 3 sólarhringa á deildinni og útskiifast heilbrigt heim fyrir 3-28 mánuðum. Dr. Miles, höfundur PSS: NICU streitukvaðans, veitti leyfi til að jtýða kvarðann og nota til gagnasöfnunar. Einnig útbjuggu rannsakendur viðbótarkvarða J>ar sem aflað var upplýsinga um streitu tengda heimferð og viðhorf foreldra til undirbúnings fyrir heimferð. Streitukvarði dr. Miles er Likertkvarði sem sldptist í fjóra undirkvarða. Hver þeirra inniheldur mismarga efnisjiætti: Hljóð og hlutir (6 J)ættir); Utlit og hegðun barnsins (13 j)ættir); Breyring áforeldralilutverki (7 Juettir) og Samskipti við starfsfólk (11 þættir). likei-tkvarðhm liggur frá 1 (alls ekki streituvaldandi) upp í 5 (mjög streituvaldandi) auk þess sem svarmöguleikinn E (ekld orðið fyrir viðkomandi reynslu) var fyrir hendi ef foreldrar höfðu ekki reynt ákveðna þætti. MælitaJd þetta hefur verið mjög vel jiróað af höfundum þess og em mælingar á áreiðanleika ensku útgáfunnar vel innan viðurkenndra marka (Chronbachs alfa = 0,89) (Miles og Funk, 1989). Til að meta réttmæti streitukvarðans settu Miles og Fmik (1989) fram þá tilgátu að mnhverfisstreita og mældur kvíði væru sambærilegar breytur. Þeir notuðu J)ví Pearsons (r) fylgnistuðul til að reikna marktækni á milli samanlagðrar streitu mældrar með PSS:NICU kvarðanum og mældra kvíðastiga með kvíðaskalanum State Anxiety. Reyndist vera jákvæð fylgni (p< 0,001) í undirkvörðunum Breyting á foreldrahlutverki, Utlit og hegðim barns og Samskipti við starfsfólk 10

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.