Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1995, Blaðsíða 31
 FRAMKVÆMDASTJÓRI í KVENNAATHVARFI NÝTT MERKI Vilborg G. Guðnadóttir, hjúkrunar- fræðingur, hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri kvennaathvarfsins í Reykjavílt. Er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri kemur til skjalaima þar á bæ en starfssvið hans er að bera ábyrgð á og annast daglegan rekstur athvarfsins. Vilborg lauk námi frá Hjúkrunarskóla Islands árið 1972, prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskólanum 1991 og viðbótarnámi í geðhjúkrun frá Háskóla Islandsl994. Hún hefur starfað við heilsugæslu undanfarin ár og verið skólahj últrunarfræðingur Austurbæjarskóla. Auk þess kennir hún samskipti og siðfræði í Námsílokkum Reykjavíkur og vúmur með unghngahóp á vegtun íþrótta- ogtómstundaráðs. Idún fékk ársleyfi frá störfum til að takast á við nýja starfið hjá kvennaathvarfinu. I Tilveru, fréttabréfi Samtaka um kvennaathvarf, 1. thl. 5. árg. 1995, er viðtal við Yilborgu. Þar segir hún að hún hafi kynnt sér starfsemi kvenna- athvarfsins og Stígamóta og að hugmyndafræðin, sem þar sé unnið eftir, höfði sterklega til sín. Þó séu samskipti aðaláhugamál hennar og hún voni að þar geti hún lagt eitthvað af mörkum. J*K Bandalag háskólamanna Gísli R. Bjömsson, teiknari, hefur liannað nýtt merld fyrir Bandalag báskólamanna - BITMR. A næstunni munu stafimir BHMR falla aftan úr nafni samtakanna þannig að eftir stendur aðeins Bandalag háskólamanna. Þetta nafn hefur ekki verið lui'gt að nota hingað til vegna þess að eldri félagsskap með því hefur ekki verið formlega slitið. Það verður hins vegar gert á næstunni. Ut úr merldnu má sjá hálfopna bók og sumir segja að blaðsíðurnar tákni aðildarfélögin. þr TVÆR GÓÐAR Norsld 1 ij ú 1í run a ríra'ði n gi íri n n Marie Lysnes er íslenskum hjúki'unarfra'ðingnin að góðu kunn. A áttunda áratugnum starfaði hún tímabundið hér á landi og aðstoðaði við skipulag og stjórnun geðhjúkrunamáms í Nýja hjúkrunarskólanmn. Fyrir framgöngu sína þar var hún gerð heiðursfélagi í Iljúkrunarfélagi íslands og síðar Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fyrir tæpu ári var Marie Lysnes gestafyrirlesari á ráðstefnu í Kanada með yfirskriftiimi „Power, Politics and Public Policy of Htunan Caring“. Þetta væri kannsld ekld í frásögur færandi nema af því að Marie Lysnes er 88 ára gömul. I heimalandi sínu er hún þekkt fyrir umdeildar skoðanir á hjúkrun. Hún hefur gagnrýnt hjúknmarmenntun í Noregi töluvert en hefur verið sátt við menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún vill veg og vanda hjúkrunar sem mestan en varar við menntunaráherslum sem leiða til firmigar hjúkrunarfræðinga frá því sem niáli skiptir. Slík menntun geti leitt til þess að hjúkrunarfræðingar uggi ekld að sér fyrr en aðstoðarstéttir þeirra hafa yfirteldð mildlvægustu hjúkrunarstörfin. Um þetta fjallaði einnig erindi hennar í Kanada. A ráðstefnmmi í Kanada var aimar góður gestm, Virginia Henderson. María Pétursdóttir, sem hefur talsverð samskijiti við nöfnu sína, segir að svo vel hafi farið á með þeim stöllmn að samskipti þeirra enduðu á því að Virginia bauð Marie í 100 ára afmæhð sitt í vor. Eldd mun Marie hafa haft neinar vöflur mn að þiggja boðið og ætlar að mæta hjá Virginíu sem býr í Virginíufylki í Bandaríkjunmn. Ekki er öll sagan sögð enn. Eftir að hafa haldið erindið í Kanada var Marie boðið að gerast meðlimur í Epsilon Beta stúku Sigma Theta Tau, sem er heiðursfélag hjúknmarfræðinga í Bandaríkjunum. Munu meðmæh Virginíu ekld hafa sakað. Ilefur Marie þegið boðið. Rétt er að geta þess að nokkrir íslenskir bjúkrmiarfra'ðingar em meðlimir í Sigma Theta Tau vegna góðs námsárangurs við bandaríska háskóla. Myndin er afMurie Lysnes við háborðið á ráðstejhunni í Kanada. ÞR TIMAIIIT UJUKRUNAKFRÆÐINGA l.tbl. 71. árg. 1995 31

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.