Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 5
Formannspistill „Gleðíleg jól“ Herdís Sveinsdóttir Samningadansinum er um það bil að Ijúka. Vonandi ríkir ró á atvinnumark- aðnum næstu árin. Að vísu eru teikn á lofti þess efnis að forsendur samn- inganna hvað varðar verðlagsþróun bresti en það verður metið í byrjun næsta árs. Hvaða skilaboð fengu svo laun- þegar í yfirstaðinni samningalotu? Jú, horfið skal til láglaunastefnunnar og þeir aðilar, sem veita grunnþjónustu og halda uppi velferðarkerfinu, skulu bera minnst úr býtum. Það hefur vakið athygli að stóru kvennastéttirnar þurftu að grípa til verkfalla til að ná lágmarks- árangri í kjarabaráttu sinni. Af hverju? Svari hver fyrir sig. Enn og aftur stöndum við frammi fyrir spurningunni um verðmætamat starfa. í nýjum bæklingi, sem unninn var af Jafnréttisstofu Háskóla íslands o.fl. og heitið Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði, kemur fram að í viða- mestu könnun sem gerð hefur verið á kynbundnum launamun kom fram að konur geta vænst þess að háskóla- menntun skili þeim 42% launahækkun en karlar 104%. (Slóðin í bæklinginn er http://www.hi.is/stiorn/iafnrettisn/ Lvkillinn ad velaenani.pdfí. Þetta eru tölur frá árinu 1995 en samkvæmt könnun kjararannsóknanefndar á kjörum sérfræðinga á almenna markaðnum, sem gerð var á fjórða ársfjórðungi ársins 2000, eru konur með 82% af hreinum launum karla. Eitt mesta framfaraspor í jafnréttis- málum, sem stigið hefur verið.var sam- þykkt fæðingar- og foreldraorlofslag- anna. Gildistaka þeirra þýðir að frá og með árinu 2003 hafa feður sjálfstæðan 3ja mánaða rétt til fæðingarorlofs. Markmið laganna er að tryggja barni auknar samvistir við móður og föður. Forsendur þeirra eru þær að bæði karlar og konur geti tekið jafnan þátt í launa- vinnu og skipt með sér umönnun barna sinna. Horft er til þess að breytingar laganna verði margháttaðar fyrir fjölskylduna, aukið jafnrétti innan hennar og jafnari deiling foreldra á ábyrgð á fjölskyldunni. Þessir þættir koma til með að hafa áhrif á launaþróun þegar litið er til lengri tíma og styrkja og bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. Hvernig má það vera að við samningu fjárlaga komi sú hugmynd upp að fresta gildistöku þessara laga? Hvers á fjölskyldan að gjalda? Á sama tíma og þessi umræða er í gangi berast ógnvænlegar fréttir af ofbeldi unglinga gagnvart fullorðnum. Nú er sýnt að ekki verði hróflað við fæðingarorlofi feðra í niðurskurðar- tillögum vegna fjárlaga næsta árs sem lagðar voru fram á Alþingi. Er það fagnaðarefni að stjórnvöld ætli ekki að vega að grunneiningu samfélagsins. Víða er vegið að undirstöðum samtryggingar launafólks. Á Alþingi var lagt fram frumvarp nú í haust þar sem lagt er til að „hverjum þeim sem skylt er að eiga aðild að lífeyrissjóði sé frjálst að velja sér sjóð til að greiða í enda standist sjóðurinn allar almennar kröfur og skilyrði um rekstur lífeyrissjóða”. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið á móti hugmyndum sem þess- um. íslenska lífeyrissjóðakerfið stendur á mjög sterkum grunni. f stjórnum LSR og LH sitja fulltrúar launþega sem gæta hagsmuna lífeyrisþeganna. Með val- frelsinu hæfist ásókn og áróðursherferð hinna ýmsu sjóða í lífeyrisfé lands- manna af stærðargráðu sem ekki hefur sést fyrr. Ekki væri tryggt að fulltrúar launþega sætu í stjórnum þeirra sjóða. Auk þess gæti „valfrelsið” virkað í báðar áttir, þ.e. sterkir lífeyrissjóðir eins og LSR gætu valið inn „hentuga” einstaklinga í sjóðinn, þ.e. ekki af ákveðnum aldri eða kyni. Fram undan er hátíð Ijóss og friðar, jólahátíðin. Hjúkrunarfræðingar um allt land hafa á þessu ári unnið gott starf, í eigin kjarabaráttu og jafnframt í því að huga að velferð skjólstæðinga sinna. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga óskar hjúkrunarfræðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og alls hins besta á komandi ári, í starfi og einkalífi. JiewU&t -setur brag á sérhvern dag! Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.