Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 68
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Starfsmannaval og meðmæli Við ráðningu starfsmanns er algengt að leita upplýsinga um hann hjá fyrri atvinnurekanda og fá svokölluð meðmæli með starfsmann- inum. Meðmæli eru þó vandmeðfarin gögn, bæði fyrir þann sem gefur þau og þann sem móttekur þau. Til stuðnings grein þessari er notuð bókin Starfsmannaval eftir Ástu Bjarna- dóttur. Umsækjenda um starf má afla með form- legum eða óformlegum leiðum. Athuga ber þó að samkvæmt reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störf- um á að auglýsa laus störf hjá stofnunum ríkisins, sbr. iög nr. 70/1996. Sama gildir um störf hjá Reykjavíkurborg. Óformlegum aðferðum við öflun umsækjenda má skipta í þrennt: • Ábendingar. Þær geta verið gagnlegar til að afla umsækjenda um störf, hins vegar getur verið að ekki hafi verið kannaðar aðrar leiðir og því engin leið að vita hvort betri starfsmaður hefði verið fáanlegur. • Leit í hópi núverandi starfsmanna. Þegar núverandi starfsmenn koma til greina í hærra starf innan sömu starfsheildar fylgja því sömu gallar og þegar um ábendingar er að ræða. Alltaf ætti að leita jafnframt að öðrum umsækendum, bæði innan og utan stofnunarinnar. • Óumbeðnar umsóknir. Formlegar aðferðir við öflun umsækjenda geta verið á fimm mismunandi vegu: • Auglýsingar í fjölmiðlum. Á íslandi er það algeng leið og góð þar sem hægt er að ná til fólks sem ekki er formlega að leita að starfi en sér auglýsinguna fyrir tilviljun. • Ráðningarskrifstofur. Þær hafa á skrá breiðan hóp umsækjenda, bæði fólk sem er þegar í vinnu og þá sem eru atvinnulausir. Ráðningarstofur hafa það umfram aðrar leiðir að meiri líkur eru á að fólk sem þegar er í vinnu, sæki um starfið, og því er meiri trúnaðar gætt við umsóknir. • Menntastofnanir. \ mörgum löndum er hefð fyrir umfangsmikilli vinnumiðlunarstarfsemi í háskólum á síðasta ári náms. • Faglegur vettvangur. Gagnlegt getur verið að auglýsa í sérstökum miðlum fagfélaga, t.d. í tímariti eða á ráðstefnum. Með þeim hætti er tryggt að upplýsingarnar nái til fólks með ákveðinn bakgrunn. • Veraldarvefurinn. Það færist í vöxt að fyrirtæki og stofnanir auglýsi eftirfólki á heimasíðu sinni. Þessi aðferð er mikið notuð, t.d. í tölvugeiranum og heilbrigðisgeiranum. Algengt er að sá sem sækir um starf eftir formlegum leiðum fylli út umsóknareyðublöð og láti fylgja svokallaða starfsferilskrá. I starfsferilskrá geta verið upplýsingar um persónulega hagi, menntun og námsferil, starfsreynslu, tölvukunnáttu, tungumálakunnáttu, áhugamál, markmið með starfinu og meðmælendur. Meðmælendur geta komið til á tvennan hátt, annars vegar sá/þeir meðmælandi/ur sem viðkomandi skrifar á umsókn, og hins vegar fyrri vinnuveitandi, sem atvinnu- rekandinn talar við, þótt fyrri vinnuveitanda sé ekki sérstaklega getið sem meðmælanda sbr. starfsferilskrá. í meðmælum á að koma fram hvernig starfsmaður hefur staðið sig í starfi og hvernig hann er sem persóna. Meðmæli geta oft og tíðum orðið jákvæðari en efni standa til. Umsækjandi, sem biður fyrri vinnuveitanda að skrifa meðmæli eða fær leyfi til að nefna hann sem meðmælanda á umsókn, er í rauninni að biðja um jákvæða umsögn. Fyrri vinnuveitendur hafa oft litlu að tapa þótt þeir verði við þeirri beiðni. Fyrir þann sem sækir um starfið skiptir það hins vegar miklu máli að meðmælin séu gefin á hlutlausan hátt, þ.e. hvernig hann reyndist í starfi og samskiptum við aðra. Því er það mikilvægt að atvinnurekendur, sem leita meðmæla, séu vel undirbúnir þegar þeir óska eftir umsögn eða meðmælum með starfsmanninum. Þá skiptir máli að sá sem talað er við þekki vel til vinnu umsækjandans. Ef umsagnaraðilinn, sem vísað var á, er yfirmaður og bein kynni hans af starfsmanninum lítil, má biðja hann að benda á undirmann, sem þekkir umsækjandann og starf hans betur. Þá getur einnig verið gagnlegt að lýsa starfinu sem sótt hefur verið um og heyra mat umsagnaraðilans á umsækjanda með tilliti til þess. Ef margir umsækjendur eru um starfið getur verið gagnlegt að hafa fyrirfram ákveðnar spurningar. Þær geta verið um almenn og hlutlæg atriði um störf og starfstíma, mat á frammistöðu samanborið við aðra starfsmenn og aðrar spurningar er fjalla um styrkleika/veikleika á einhverjum sviðum starfsins hjá umsækjanda, samvinnu og samskipti umsækjanda við aðra, ástundun, samviskusemi, heiðarleiki og reglusemi umsækjanda. Þá getur verið gagnlegt að spyrja umsagnaraðila hvort hann geti hugsað sér að ráða starfsmanninn til sín aftur. Með því móti verður umsagnaraðilinn að setja sig í spor þess sem er að ráða umsækjandann og gefa afgerandi svör. Fyrir umsækjandann skiptir mestu máli að um störf hans og persónu sé fjallað heiðarlega og hlutlaust. Meðmælin eiga að taka mið af því hvernig starfsmaðurinn stendur sig í starfi faglega og sem persóna. Fagleg kunnátta annars vegar og persónulegir eiginleikar hins vegar geta haft mismikið vægi þegar kemur að því að lýsa þeim starfsmanni sem leitað er að. ( sumum tilfellum er mikil áhersla lögð á persónuleika starfsmanns en í öðrum tilvikum skiptir fagleg kunnátta meiru. Starfsmaður sem hefur trúað fyrrverandi yfirmanni fyrir upplýs- ingum sem varða hann s.s. vegna veikinda, verður að geta treyst því að þær fylgi ekki með þegar næsti yfirmaður leitar meðmæla hjá fyrri vinnuveitanda. Það er ( samræmi við 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en þar segir orðrétt: „hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þó látið sé af starfi." Dæmi um þetta gæti t.d. verið ef starfsmaður hefur skilað inn veikindavottorði þar sem ekki er tilgreind ástæða veikinda. Flann trúir yfirmanni sínum fyrir því að það sé vegna þess að hann hafi greinst með alnæmi. Þessi veikindi eiga ekki að verða til þess starfsmaðurinn mæti fordómum síðar, þegar hann sækir um nýja vinnu og fær jafnvel ekki tækifæri til að sanna sig sem starfsmaður. Upplýsingar þær sem hann treysti fyrra yfirmanni fyrir ber að líta á sem algjöran trúnað, einnig við starfslok eins og segir í starfsmannalögunum. Meðmælin eiga að fjalla eins og áður sagði um hann sem starfsmann fyrst og fremst, og vera hlutlaus og heiðarleg. Því er mikilvægt að atvinnurekendur gefi sér tima til að undirbúa símtal þegar þeir ætla að fá meðmæli eða umsögn um umsækjandans. Á þann hátt er stuðlað að góðu starfsmannavali sem nýtist stofnun eða fyrirtæki vel í framtíðinni. 356 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.