Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 25
svæfingarvélarnar gera pennann þarflausan, allt er nú fært inn rafrænt og flestar mælingar verða sjálfvirkar. Hvert verður hlutverk svæfingarhjúkrunarfræðingins er ekki gott að segja. Á tímum sameininga og spamaðar skyldum við þó ekki gleyma því að hjúkrun er sjálfstæð fræðigrein og verður að vera undir yfirstjórn hjúkrunar. Ekki má heldur gleyma mikilvægi hverrar sérgreinar fyrir sig, eins og svæfingarhjúkrunar. Framtíðarmarkmið svæfingarhjúkrun- arfræðinga er að efla fræðigreinina og gera hana sýnilega og að efla rannsóknir í svæfingarhjúkrun innan og utan sjúkrahúsa." Fagfélögin Félag bandarískra svæfingarhjúkrunarfræðinga var stofnað 1931 (American Association of Nurse Anesthetists - AANA) en á Norðurlöndunum fara félög svæfingar- hjúkrunarfræðinga að verða til á sjötta áratugnum. Fyrsti íslenski svæfingarhjúkrunarfræðingurinn með nám í svæf- ingum að baki, Friðrikka Sigurðardóttir, sat stofnfund félagsins í Svíþjóð í maí 1962. Ári síðar var félag stofnað í Noregi, Anestesisykepleiernes landsgruppe av NSF. Á íslandi var Fagdeild svæfingarhjúkrunarfræðinga HFÍ stofnuð 1970, heima hjá Friðrikku Sigurðardóttur. Stórt skref var stigið 12. júlí 1976 þegar viðurkennig fékkst frá heilbrigðis- ráðuneytinu, þá samkvæmt hjúkrunarlögum nr. 8 frá 13. mars 1974, á þá leið að svæfingarhjúkrunarfræðingar mættu kalla sig sérfræðinga í svæfingarhjúkrun og starfa sem slíkir hér á landi með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Félögin á Norðurlöndunum hafa nú með sér samband (NOSAM) í samvinnu við félög gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og er ráðstefna (NOKIAS) á þeirra vegum haldin annað hvert ár - sú síðasta á íslandi haustið 2001. Árið 1989 var stofnað Alþjóðasamband svæfingar- hjúkrunarfræðinga (IFNA) og voru stofnfélögin 11: ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Austurríki, Þýskaland, Frakk- land, Sviss, Júgóslavía, Suður-Kórea og Bandaríkin. IFNA gengst fyrir alþjóðaráðstefnu þriðja hvert ár. Bryndís Kristjánsdóttir. Stíklur um upphaf nútímasvæfinga 1540 var eter uppgötvaður. 1772 glaðloft. Glaðloftið telst þó vera elsta svæf- ingarmeðalið, fyrst notað 1844. 1864 fór fram fyrsta skráða svæfingin með eter og með klóróformi ári síðar. Eterinn hafði betur og varð allsráðandi um aldamótin. 1868 var súrefni og glaðloft notað saman. 1870 kom fram fyrsta svæfingarvélin. Barkarennan fylgdi í kjölfarið. 1858 voru kókaínalkalóíðar fyrst einangraðir og þrjátíu árum síðar var sýnt fram á deyfingaráhrif þeirra á slímhúðir. Skömmu fyrir aldamótin 1900 var mænudeyfing almennt komin í gagnið og utanbastdeyfingar upp úr 1920 Procain var fyrsta staðdeyfilyfið sem hægt var að nota til inngjafar. 1907 var nútíma „laryngoskópið" tekið í notkun. 1917 var farið að gera blindar nasalbarkaþræðingar. Á þriðja áratugnum voru hannaðar barkarennur fyrir aðskilda „ventilasjón" á lungum. Evipan kom á svipuðum tíma sem mjög skammvirkt barbítúrat. 1934 leysti tíópental evipan af hólmi. 1935 kom kúrare fyrst fram. Fyrst notað í svæfingum 1942 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 313
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.