Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 21
Glæsileg og velheppnuð NOKIAS-ráðstefna var haldin hér á landi í haust. ( beinu framhaldi af henni og þeim tíma- mótum að um 40 ár eru liðin síðan svæfingarhjúkrun varð til hér á landi sem sérstök starfsgrein - og 30 ár síðan Fagdeild svæfingarhjúkrunarfræðinga var stofnuð - ætlum við að skyggnast inn í fortíðina og á bak við „tjöldin" hjá svæfingarhjúkrunarfræðingum. Greinin um fortíðina er byggð á lokaverkefni nemenda í svæfingarhjúkrun vorið 2000, þeirra Stefáns Alfreðssonar og Valgerðar Grímsdóttur, sem unnið var undir leiðsögn Árúnar K. Sigurðardóttur. Verkefnið nefna þau „Ágrip af sögu svæfingarhjúkrunar“. Þar tóku þau þann pól í hæðina að takmarka umfjöllun sína við svæfingarhjúkrun á Stór- Reykjavíkursvæðinu og byggja hana m.a. á viðtölum við fyrstu íslensku svæfingarhjúkrunarfræðingana. í inngangi sín- um nefna þau Stefán og Valgerður að í raun hafi þau aðeins rótað í yfirborði sögunnar. Engu að síður gefst hér skemmtileg innsýn í heim sem var. Sem mótvægi við fortíðina er síðan fylgst með svæfingarhjúkrunarfræðingi að störfum á hátæknisjúkrahúsi dagsins í dag. Skurðlæknarnír litu á hana sem svæfingarlækní / / i / nnsyn i sogu svæiingarnjuKrunar Elstu skráðu gögn um að hjúkrunarfræðingur svæfi sjúkl- ing eru um kaþólska nunnu í Bandaríkjunum, systur Maríu Bernard. Frægasta svæfingarhjúkrunarkona 19. aldar var aftur á móti Alice Magaw sem einnig var í Bandaríkjunum. Hún vann á spítala er síðar varð Mayo Clinic og dr. Mayo sjálfur kallaði Alice „móður svæfingarinnar" vegna þess árangurs er hún náði á sviði svæfingarfræði. Á spítalann komu í kjölfarið læknar og hjúkrunarfræðingar í hundraða- tali til að læra og fylgjast með svæfingartækni þeirra. Alice skráði niðurstöður svæfinga og birti í læknatímaritum á árunum 1899 til 1906. Fyrsta formlega kennslan fyrir svæfingarhjúkrunar- fræðinga hófst svo árið 1909 í Bandaríkjunum. Fyrsti íslenski svæfingarhjúkrunarfræðingurinn Á Norðurlöndunum var byrjað að svæfa árið 1847, einu ári eftir fyrstu nútímasvæfinguna. Það liðu síðan 10 ár þar til Jón Finsen, héraðslæknir á Akureyri, svæfði fyrsta sjúkl- inginn á íslandi. Það var klóróformsvæfing en etersvæf- ingar fóru ekki að tíðkast fyrr en eftir 1905 og þá á Landakoti. Til staðdeyfingar var þá farið að nota kókaín og klóretyl en þessi efni voru notuð fram á sjötta áratuginn og eterinn eitthvað lengur. Árið 1932 var byrjað að nota mænudeyfingu hér og skömmu áður hafði fyrsta svæf- ingarvélin verið tekin í notkun á Landakotspítala. Þá var hægt að svæfa með glaðlofti en það var þó ekki gert reglulega fyrr en eftir að fyrsti íslenski svæfingarlæknirinn, Elías Eyvindsson, hóf störf á Landspítalanum árið 1951. Fyrsta heimild um íslenskan svæfingarhjúkrunarfræðing birtist í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags íslands 1962. Þar var athugasemd frá ritstjóra um að tiltekin grein í blaðinu væri eftir fyrstu íslensku hjúkrunarkonuna sem lokið hefði sérnámi í svæfingarfræðum. Hún var þá ráðin svæfingar- hjúkrunarkona við skurðstofu Landspítalans. Þetta var Friðrikka Sigurðardóttir. Hún kynntist svæfingum fyrir tilviljun árið 1958 þegar hún var að vinna í Svíþjóð. Þar opnaðist fyrir henni nýr heimur eins og hún lýsir sjálf:.því að hér heima á þeim árum þá var litið á svæfingar sem eitthvað sem allir gátu gert, járnsmiðir, prestar, trésmiðir, það var ekki þannig hér í Reykjavík en úti á landi var það þannig að hinir og þessir úr bæjarfélaginu voru við að svæfa og meðal annars þegar ég var nemi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum var ég látin svæfa. Sem betur fer hafði ég ekki vit á því hvað þetta var alvarlegt." Árið 1960 fór hún svo til Svíþjóðar með það í huga að komast að í sérnámi í svæfingum. í greininni Svæfingarnám, sem birtist í Tímariti Hjúkrunarfélags íslands, 4. tbl. árið 1962, lýsir Friðrikka uppbyggingu námsins. „Allar sænskar hjúkrunarkonur, sem sérmenntuðust, gátu tekið það nám á síðasta námsári, og var námstími þeirra lengri en hér. Það voru ekki sjúkrahúsin, sem veittu sérnám, heldur fór það fram í Statens institut för högre utbildning av sjuksköterskor, og þurfti viðkomandi þá þegar að hafa ákveðinn starfstíma að baki.“ Friðrikka hafði ekki þennan tilskiida starfstíma en var tekin inn á undanþágu því þá var enginn möguleiki á þessari menntun hér heima. Hún naut þar aðstoðar sænska hjúkrunarfélagsins og fékk verknámspláss í Uppsölum. Þar þótti fyrirkomulagið mjög gott því svæfingarlæknir og hjúkrunarkona svæfðu saman. Þetta var þó óvíða þannig. „Það hefði orðið erfitt að lenda á stað, þar sem ætlast var til að hjúkrunarkona geti svæft ein,“ segir Friðrikka í greininni. Fleiri bætast í hópinn Margrét Jóhannsdóttir og Sigurveig Sigurðardóttir fóru 309 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.