Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 16
þáttum (Wyatt, 2000; Dillman og Bowker, 2001). Þaö er því mikilvægt að rannsakendur, sem ætla að nota Inter- netið til gagnasöfnunar, geri sér grein fyrir kostum og göll- um miðilsins; nýti kostina til hins ýtrasta og beiti aðferða- fræðilegum og tæknilegum leiðum til að draga sem mest úr annmörkunum. Hagkvæmni gagnasöfnunar- og úrvinnsluferla Einn helst kostur gagnasöfnunar á Internetinu er hag- kvæmni, bæði hvað varðar tíma og peninga. Safna má stöðluðum gögnum á Internetinu með töluvert minni kostnaði en á pappír (Zhang, 2000), raunar hefur verið sýnt fram á allt að 38% minni kostnað þegar Internetið er notað við gagnasöfnun í könnunum í samanburði við hefðbundna póstkönnun (Schleyer og Forrest, 2000). Hins vegar má ekki gleymast að þó að pappírs-, prentunar- og dreifingarkostnaður eða kostnaður við hringingar sé úr sögunni eða verulega minni getur talsverður kostnaður falist í hönnun og uppsetningu spurningalista á netinu. íslenskir rannsakendur búa venjulega við takmörkuð fjárráð og gæti Internetið til gagnasöfnunar verið álitlegur kostur þegar sníða þarf stakk eftir vexti. Meta þarf þó í hverju tilviki fyrir sig hvað hentar best út frá efnistökum, aðferðafræði og siðfræði rannsóknar fremur en að kostnaður sé ráðandi þáttur í ákvarðanatöku um hvernig gagnasöfnun verði háttað (Dillman og Bowker, 2001; Wyatt, 2000). Gagnasöfnun á netinu er því hagkvæmur kostur vegna tímasparnaðar við gagnasöfnun og gagnavinnslu og vegna minni hættu á innsláttarvillum (meiri gæði gagna) þar sem hanna má innsláttarumhverfið þannig að sjálfur gagnainnslátturinn fari fram af hálfu svarenda sjálfra um leið og svarað er (Duffy, 2000). Það er enn fremur hagur allra, bæði rannsakenda og þátttakenda, að niðurstöður könnunar birtist svo fljótt sem unnt er. Persónuvernd og öryggi gagna Ólíkt mörgum öðrum aðferðum við gagnasöfnun býður Internetaðferð við gagnasöfnun upp á tæknilegar aðferðir sem auka möguleika á að tryggja öryggi gagna og persónuvernd einstaklinga sem svara spurningalistum. Gagnatap (sem varðar bæði öryggi og gæði gagna) getur verið fylgifiskur stórra rannsókna eða kannana þegar pappírsbundin svör fara á flakk og jafnvel týnast (t.d í pósti) en minni hætta er á slíku gagnatapi þegar gagna- innsláttur og gagnamiðlun í úrvinnslugrunn er sjálfkrafa ferli á Internetinu (Wyatt, 2000). Gagnatap af völdum tækni- bilana, þegar gögn eru komin í úrvinnslugrunn, getur ógnað öryggi gagna, sama hvernig þeim er safnað, en með því að taka reglubundin afrit af gögnum er öryggi þeirra tryggt. Á Internetinu er unnt að forðast persónugreinanleika eins og við aðrar gagnaöflunaraðferðir með réttu vali 304 spurninga og skilgreindum leiðum við gagnameðhöndlun. Þegar gögn eru send á Internetinu beint í úrvinnslugrunn verður jafnframt að beita tæknilegum aðferðum til að koma í veg fyrir að safnað verði persónugreinanlegum upplýsingum sjálfkrafa við gagnasendingar (t.d. með því að koma í veg fyrir að IÞ-númer tölvu fylgi með gögnum eða með svokölluðum „cookies"). Gæði gagna Svörun einstaklinga í könnunum hefur löngum verið tengd ýmsum skekkjum sem varðað geta gæði gagna. Sem dæmi má nefna þegar þátttakendur vilja gjarnan svara eins og þeir telja að rannsakendur ætlist til að þeir svari, þegar þeir hafa tilhneigingu til að fegra aðeins myndina sem svörin gefa (t.d. draga aðeins úr kílóafjölda þegar spurt er um líkamsþyngd), eða þegar þeir muna ekki nákvæmlega það sem óskað er svara við. Skekkjur, sem hafa kerfisbundin áhrif á niðurstöður könnunar, þarf að reyna að sjá fyrir og forðast með vali úrtaks sem og með því að vanda til spurningalista könnunarinnar og beita öðrum aðferðafræðilegum leiðum til að fyrirbyggja kerfis- bundnar skekkjur og byggja inn í gagnasöfnunarferlið strax í upphafi könnunar. Til eru fjölmargar tegundir kerfis- bundinna skekkja sem ber að forðast. Oftast er nóg að flokka kerfisbundnar skekkjur í tvo meginhópa eftir því hvort þær eiga rætur að rekja til vals einstaklinga til þátt- töku í rannsókn (selection bias, valskekkja) eða til aðferða sem notaðar er til að safna upplýsingum um einstakling- ana (information bias, upplýsingaskekkja) (María Heimis- dóttir, 2001). Mögulegur skekkjur við gagnasöfnun á Internetinu eru allar þekktar við gagnasöfnun í könnunum með spurningalistum almennt, en sumar birtast í annarri mynd þegar gagnasöfnun fer fram um Internetið (Bosnjak og Tuten, 2001). [ hvers konar rannsókn eða könnun er jafnan mikilvægt að skilgreina úrtak þeirra sem taka þátt í rannsókninni þannig að það endurspegli sem best þýðið sem rann- sókninni er ætlað að lýsa og til þess þarf m.a. að tryggja aðferð við valið svo allir einstaklingar í þýðinu eigi jafna möguleika á að lenda í úrtaki (til að minnka valskekkju). Á Internetinu þarf að auki að beita góðri aðgangsstjórnun svo einstaklingar, sem ekki teljast til úrtaks, geti ekki orðið hluti af úrtaki með því einu að hafa aðgang að spurningum á netinu og svara þeim (Dillman og félagar, 1998a). Þar sem á Internetinu hefur skapast áður óþekkt sam- skiptafrelsi hefur verið talin hætta á að í þessu umhverfi skapist nýjar skekkjur í könnunum, t.d. ef óprúttnir net- verjar hafa óheftan aðgang að spurningum og geta sent inn tilbúin svör við þeim eða ef réttmætir þátttakendur svara ekki samkvæmt bestu samvisku. Nýleg rannsókn bendir reyndar til að allt að 40% netverja hafi einhvern tíma gefið upp rangar upplýsingar um sig á netinu (Graphics, Visualization, and Usability Center, 1997) en það á fremur Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.