Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 56
Handleiðsla fyrir kj ú (of U IAA'rfwtó íhaa? Handleiðsla hefur verið stunduð hér á landi í mörg ár en verið nær eingöngu fyrir þá starfsmenn sem vinna á heil- brigðissviði og innan félagsþjónustu. Stjórnendur annarra stofnana og fyrirtækja gera sér þó í vaxandi mæli grein fyrir nytsemi hennar. Sumarið 2000 útskrifuðust átján nemendur úr námi í fag- handleiðsiu og handleiðslutækni frá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Námið var átján einingar ofan á annað háskólanám, s.s. félagsráðgjöf, sálfræði, hjúkrun, guðfræði og fleira, að viðbættri reynslu af handleiðslu og/eða eigin viðurkenndri sálfræðimeðferð. Þeir sem útskrifuðust starfa á níu ólíkum sviðum, þar á meðal voru fjórir hjúkrunarfræðingar. Markmið námsins var að kenna handleiðslu sem aðferð í nútímastjórnun svo handleiðsluþeginn geti stundað fag- leg vinnubrögð. Eftir útskrift stofnuðu þessir átján einstaklingar Hand- leiðslufélag íslands sem hefur nú á fjórða tug félagsmanna. í þessari grein er ætlunin að kynna handleiðslu nokkrum orðum. Hvað er handleiðsla? í fáum orðum má segja að handleiðsla sé aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi. Handleiðsluferlið er samstarf handleiðara og starfs- manns sem þiggur handleiðslu. Þessir aðilar gera með sér samning sem felur í sér að þeir hittast á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma yfir ákveðið tímabil. Samningurinn er rammi utan um handleiðsluferlið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að starfsmaður óskar eftir handleiðslu. Það geta verið spurningar eins og: Er ég á réttri hillu í lífinu? Hvernig get ég unnið með þessu fólki? Hvernig á ég komast yfir allt þetta í vinnutímanum? Er ég með of mikla forræðishyggju gagnvart þessum einstaklingi? Hefði ég átt að bregðast öðru vísi við? Eru hæfileikar mínir nýttir til fulls? Ætti ég að taka stöðunni sem er í boði? Af hverju líður mér alltaf svona við ákveðnar aðstæður? Slíkar spurningar og það sem starfsmenn telja vanda- mál beina starfsmönnum í handleiðslu en ekki síður sú ósk að ná betri tökum á starfi sínu og samskiptum á vinnu- stað. Ef vel tekst til leiðir handleiðsluferlið til aukins þroska og hugarfarsbreytingar sem felur í sér endurmat á gildum og viðhorfum og krefst það því tíma og skuldbindinga. 344 Markmið Markmið handleiðslu geta verið margs konar, þau fara eftir því hverju handleiðsluþeginn stefnir að. Handleiðsla er hnitmiðað ferli með það heildarmarkmið að aðstoða handleiðsluþegann við að auka færni sína í starfi, styrkja fagsjálf sitt, skilja viðbrögð sín og líðan í vinnu- umhverfi sínu. Handleiðsla miðar að því að einstaklingur geti betur nýtt hæfni sína í starfi. Honum reynist auðveldara að beita faglegum aðferðum við lausn vandamála og greina á milli einkasjálfs og starfs. Stefnt er að því að bæta samskipti innan vinnustaðarins og við aðra vinnustaði. Hvemig er unnið? Til þess að þroskast í starfi í flóknu starfsumhverfi nútíma- mannsins verða starfsmenn sem og þær stofnanir, sem þeir vinna hjá, að hafa hæfni til að laga sig að örum breytingum og vera í stöðugri endurmenntun. í öllum þroska felast breytingar sem geta í fyrstu verið ógnandi og vakið ótta við það sem koma skal. í handleiðslutímum athugar fagmaðurinn starf sitt og líðan á vinnustað og aðra þætti sem tengjast starfinu. Að sjálfsögðu er það sem rætt er um í handleiðslutímum trúnaðar- mál. Hægt er að velja á milli einstaklingshandleiðslu og hóp- handleiðslu. í einstaklingshandleiðslu er einn starfsmaður með handleiðara og fær óskipta athygli hans. í hóphandleiðslu eru nokkrir starfsmenn og einn eða tveir handleiðarar. Hópurinn kemur sér saman um vinnulag og vinnureglur. í honum geta verið samstarfsaðilar eða fólk sem er ókunnugt hvað öðru. Að lokum Allir starfsmenn, hvort sem þeir eru yfirmenn, millistjórnendur eða undirmenn, geta haft mikið gagn af handleiðslu. í nágrannalöndum okkar færist sífellt í vöxt að yfirmenn séu í handleiðslu og sjái til þess að starfsmenn þeirra séu það líka. Miklir umbrotatímar eru í heilbrigðismálum og má þá sérstaklega nefna sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þurfa hjúkrunarfræðingar svo og annað starfs- fólk að vinna við ákveðið óöryggi og álag vegna þess að enginn veit hvernig framtíðin verður. Sem flestir hjúkrunar- fræðingar ættu einhvern tíma á starfsferli sínum að kynn- ast af eigin raun hvað handleiðsla er. Handleiðsla starfsmanna er leið til þess að styrkja einstaklinga í starfi og hindra kulnun. Guðrún Einarsdóttir, formaður Handís, Handleiðslufélags íslands Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.