Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 24
tíópentótal, súkkinýlkólin, petidín og túbókúrare. Þessi aðferð var notuð við allar stærri aðgerðir þar sem þörf var á vöðvaslökun. Flúótan var notað ef sjúklingurinn andaði sjálfur. Etergasarar voru á flestum vélunum og síðan bæði flúótan og efran þegar það kom. Þá voru þessir gasarar fastir og ekki hægt að skipta um. Á tímabili vorum við með þrjár útgáfur af Manley „ventilatorum" eða það sem ég kalla „assistanta" (af Manley). Síðan fengum við Dameca en núna erum við með tvær gerðir, Servo og Dameca, svo það hefur orðið algjör bylting í tækjakosti hjá okkur á svæfingardeild Landspítalans síðustu árin,“ segir Margrét. Á þessum árum, þegar ekki var treyst eins á vélar og tæki, reyndi á klíníkina. Gangur svæfingarinnar var túlkaður eftir því hvernig sjúklingnum leið. Var hann kaldsveittur, rauk blóðþrýstingur upp, hvernig var hjartslátturinn, tárað- ist sjúklingurinn? Þessum þáttum var horft eftir við mat á svæfingunni. Á upphafsárunum var mun minna notað af verkjalyfjum. Þetta voru smáskammtasvæfingar miðað við nú. Ástæðan var m.a. sú að svæfingarlæknar voru fáir og engin gjörgæsla. Það þurfti alltaf að gæta sín á því að hafa sjúklinginn í því ástandi að hægt væri að skila honum. „Maður stýrði svæfingunni, var óskaplega stoltur og mjög meðvitaður. Maður horfði á kírúrginn meðan hann var að sauma og þá byrjaði maður á sínu. Um leið og verið var að setja umbúðirnar var maður tilbúinn að „extúbera". Þegar maður er með lyf eins og túbókúrare þurfti maður að vera vel á verði því það varð mjög mikið blóðþrýstings- fall af því. Þá var maður líka mjög ánægður ef kírúrginn kom sem fyrst og byrjaði aðgerðina," segir Margrét. í svæfingarnámi allra viðmælenda okkar voru nokkrar vikur við hjartaaðgerðir. Margrét lýsti því hvernig börn voru svæfð við hjartaaðgerðir. „Það var þannig úti að þá voru þau kæld niður í vatns- baði. Við vorum búin að svæfa það niður og „intúbera", setja stálnálar undir húð til að tengja EKG og plástra þessu öllu með brúnum plástri. Þá fór maður í gúmmístígvél og plastsvuntu og barnið sett í vatnsbaðið. Svo losnuðu allar leiðslur því allt varð rennandi blautt. Svona var barnið kælt niður. Þessi litlu börn fóru ekki í hjarta- og lungnavél. Við vorum bara tvö, svæfingarlæknirinn og svæfingahjúkrunar- fræðingur. Stundum gat maður verið svo heppin að fá hjálp. Svo var bara að horfa á græjunar og reyna að plástra allt saman aftur. Svona voru þau smám saman kæld niður. En þetta var gaman og maður lærði á þessu." Eftirminnileg svæfing Á þeim tíma, sem Valtýr var eini svæfingarlæknirinn, var enginn kollegi til að leysa hann af ef hann þurfti að komast frá. Eitt sinn fékk Valtýr frí og þá gerðist atburður sem Friðrikka sagði okkur frá: „Fljótlega eftir að ég kom heim lenti ég í akút keisara sem hefur leitað á hugann í gengum tíðina. Ég var á vakt ásamt nýútskrifuðum aðstoðarlækni. Við vorum kölluð út í 312 keisaraskurð hjá frumbyrju sem að var komin í kramþa. Hún hafði verið lögð inn akút 2 dögum áður með með- göngueitrun svo þetta var hyperakútkeisari. Barnið fæðist lifandi en andaði ekki. Ég veit ekki enn þá hvernig á því stóð að ungbarnalæknirinn, sem sá um og var alltaf við þessa keisara, var ekki við og það var enginn barnalæknir viðstaddur þennan keisara. Ég barkaþræði barnið því það andaði ekki en var með hjartslátt. Þetta var fyrirburður þannig að maður sá að hjartað sló. Ég lét aðstoðar- lækninn taka við svæfingu móðurinnar, hann var búinn að vera hjá okkur í tvo daga. Síðan varð ég að blása í barnið um túbuna því við áttum ekki græjur til þess að „ventilera" svona lítið barn. Ég hugsaði oft um það eftir á hvernig þessu barni hefði reitt af. Ég fékk upplýsingar frá barna- lækni ári seinna að hann merkti ekki annað en að það væri í lagi með barnið. Það hefur kannski ekki komið í Ijós á fyrsta árinu. Eftir þetta hætti ég að spyrjast fyrir um barnið. Ég hafði alltaf mínar efasemdir um að það hefði lukkast af því það var svo lengi sem það var blátt. Náttúrlega var búið að gefa móðurinni mikið af lyfjum til þess að reyna að iaga hennar ástand. Þetta er það sem mér er mest hugað um hvort ég hafi gert rétt. Hvort það hafi verið rétt að grípa inn í með engin tæki og engan sérfræðing sér við hlið. Þetta er svona sem situr alveg í manni, mikil lífsreynsla." Framtíðarsýn „Mér fannst ég oft rosalega ein, ég segi fyrir mig, mér fannst ég hafa of mikla ábyrgð. Ég vildi ekki fara til baka, ég segi það heils hugar. Þetta var bara tímanna tákn, það vantaði fólk til starfa. Við sem höfðum áhuga fyrir þessu gerðum okkur grein fyrir ábyrgðinni. Hún þarf að vera mikil. Ég vissi það alltaf, ég fór aldrei af stað með svæfingu öðruvísi en ég treysti alfarið á að ég hefði allt, ég þoli ekki hlaup. Ef ég var á vöktum þá tók ég allt af og var búin að undirbúa mig á vaktinni vegna þess að við vorum ekki með útbúnað eins og er í dag. Þetta er hluti af þróuninni. Bæði erum við með frábært fólk og það kemur líka með frábærar hugmyndir. Ég vona að við höfum verið að breyta og bæta, gert það og gengið til góðs,“ eru lokaorð Margrétar. En í drögum þeirra Ásrúnar Kristjánsdóttur, Hönnu Þ. Axelsdóttur og Hrafnhildar Kristjánsdóttur að tillögum um stefnu og hugmyndafræði fagdeildar svæfingarhjúkrunar- fræðinga innan Fíh (1998) kemur þetta fram: „Starfsemi svæfingadeilda fer fram víðar en á skurð- gangi, þar með talin skurðstofa Kvennadeildar. T.d. er meira en 15% af starfsemi Svæfingardeildar Landsspítal- ans við Hringbraut utan skurðstofanna. Það er mikil verkjaklínik, svæfingar fyrir barnadeildina, í röntgen og í hjartaþræðingunum. Segja má að þróun svæfinga hafi verið mikil síðustu ár og margt hafi breyst en líklega er þróunin mest í undirbúningi og eftirmeðferð. Ný og betri lyf og tæki koma en vinnan er svipuð. Sjúklingarnir verða erfiðari og veikari en aðferðirnar breytast iítið. Nýjustu Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.