Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 39
skemur í hjúkrun en langhæst meðal þeirra sem höfðu unnið í 26 ár eða lengur. Þessar niðurstöður koma heim og saman við það hvað rannsóknir, sem beinast að tengslunum á milli starfsaldurs og vinnuálags, gefa misvís- andi niðurstöður, því að sumar rannsóknir sína að langur starfsaldur eykur starfstengda streituvalda en aðrar að starfsálag minnki með lengri starfsreynslu (sjá yfirlit yfir rannsóknargreinar hjá Baillon, Scotherns og Vickery, 1999). Af þessum niðurstöðum má ætla að það sé brýnt verkefni fyrir stjórnendur og rannsakendur í hjúkrun að ígrunda hvernig best verði komið til móts við mismunandi þarfir ólíkra aldurshópa hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi að draga úr vinnuálagi og auka starfsánægju. Heimildir Baillon, S., Scotherns, G., og Vickery, L. (1999). Job satisfaction and stress in staff working in a specialist psychiatric unit for the elderly following relocation from a traditional psychiatric hospital setting. Journal of Nursing Management, 7, 207-214. Gowell, Y. M., og Boverie, P. E. (1992). Stress and satisfaction as a result of shift and number of hours worked. Nursing Administration Quarteriy, 16, 14-19. Páll Biering, og Herdís Sveinsdóttir (2000) Könnun á vinnuálagi og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga. Timarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 284-294. Páll Biering, og Herdís Sveinsdóttir (2001) Könnun á vinnuálagi og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 58-63. Shader, K., Broome, M. E., Broome, C. D., West, M. E., og Nash, M. (2001). Factors influencing satisfaction and anticipated turnover for nurses in an academic medical center. Journal of Nursing Administration, 31, 210-216. Smith, P.L., Kendall, L., og Hulin, C. (1969). The measurement of satis- faction in work and environment. Chicaco;Rand McNally. Spence-Laschinger, H. K., Wong, C., McMabon, L., og Kaufman, C. (1999). Leader behavior impact on staff nurse empowerment, job tension, and work effectivenss. Journat of Nursing Administration, 29, 28-39. Tyler, P. A., Carroll, D., og Cunningham, S. E. (1991). Stress and wellbeing in nurses; a comparison of the public and private sector. International Journal of Nursing Studies, 28, 125-130. Wall, T. D., Bolden R. I., og Borrill, C. S. (1977). Minor psychiatric disorder in NHS trust staff: occupational and gender differences. British Journal of Psychiatry, 171, 519-523. Wynne, R., Clarkin, N., McNieve, A. (1993). The experience of stress amongst Irish nurses: A survey of Irish Nurses Organisation members. Dublin: Work Research Centre. Páll Biering er sérfræðingur við Rannsóknastofnun í hjúkr- unarfræði, Háskóla íslands. Herdís Sveinsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, dósent við Háskóla íslands og situr í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingum, sem þátt tóku í rannsókninni, er þakkað fyrir að hafa gefið sér tíma til að svara spumingalistanum. Málþing um mátt sannfæringarinnar Frá upphafi hafa Hollvinasamtökin í samstarfi við hollvina- félögin beitt sér fyrir ýmiss konar samkomum, einkum mál- þingum. Einu sinni á ári hefur þetta verið gert undir heitinu hollvinadagur, eða hollvinadagar. Skemmst er að minnast myndarlegs samstarfsverkefnis Hollvinasamtakanna og hollvinafélaga heilbrigðisstéttanna sem fram fór í Lækna- garði fyrir tveimur árum. Þar var fjöldi fyrirlestra, sýningar og kynningar sem vöktu verðskuldaða athygli. Hinn 5. desember sl. var haldið málþing um mátt sann- færingarinnar. Málþingið stóð í Norræna húsinu. Stjórnandi umræðna var Sigurður G. Tómasson blaðamaður en frummælendur voru: séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Árni Björnsson læknir, Stefán Þálsson sagnfræðingur og Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur. Að loknu málþinginu var gestum gefið færi á því að spjalla saman yfir léttum veitingum í boði Hollvinasamtakanna en samtökin hafa alla tíð lagt mikla áherzlu á að gefa eldri og yngri velunnurum og starfsfólki Háskólans tækifæri til þess að eiga notalega stund saman í frjóum umræðum og óformlegu spjalli. Samkoman var vel sótt og öll hin ánægjulegasta. Styrktar- og minningargjafasjóður Háskóla íslands Fyrir nokkru afhenti Eiríkur Smith listmálari Hollvinasam- tökum HÍ og Hollvinafélagi heimspekideildar HÍ birtingarrétt að tveimur verka sinna. Verkin Úr landslagi og Náttúruöfl hafa nú verið gefin út annars vegar á tækifæriskorti og hins vegar á minningar- korti. Þau eru til sölu á skrifstofu Hollvinasamtakanna og aðalskrifstofu Háskóla íslands. í tengslum við útgáfu kort- anna var stofnaður Styrktar- og minningargjafasjóður Háskóla íslands. Sjóðurinn er stofnaður í tilefni 90 ára afmælis Háskóla (slands og er markmið hans að efla starf- semi Háskóla íslands með því: a) að úthluta styrkjum til verkefna sem unnið er að við Háskóla íslands b) að styrkja afburðanemendur til framhaldsnáms við Háskóla íslands. Öllum velunnurum Háskóla íslands er bent á að nota þessi gullfallegu kort og styrkja þannig skólann. Jólin nálgast Rétt er að benda fólki á að Hollvinasamtökin hafa til sölu Hávamál og þætti úr Snorra-Eddu á ellefu tungumálum sem upplagt er að senda vinum og ættingjum erlendis. Einnig er ensk útgáfa á Þingvallabók í ritstjórn prófessors Þéturs M. Jónassonar til sölu hjá samtökunum. Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka HÍ Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 327

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.