Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 34
Hafa ber í huga þegar tölurnar í töflu 1 eru túlkaðar að í þeim tilfellum, þar sem aðeins eru tvær spurningar í þætti, er ekki um eiginlegan mælikvarða að ræða. Þó að það veiti meiri upplýsingar að meðhöndla tvær og tvær spurningar saman þegar þær fjalla um sama eða náskylt atriði hefur það takmarkað gildi að bera slíka tveggja spurninga þætti saman við eiginlega mælikvarða sem eru samsettir af fjórum eða fleiri spurningum. Að þessum varnaðarorðum slepptum er athyglisverð sú vísbending sem lesa má úr töflunni að þættir, sem snúa beint að hjúkrunarstarfinu, valdi þátttakendum minni streitu en þættir sem snúa að öryggi og aðbúnaði og samskiptum við stjórnendur og samstarfsfólk. Mönnun og streituvaldar í vinnu Skortur á hjúkrunarfræðingum hafði tölfræðilega marktæk áhrif á hversu mikilli streitu þátttakendur fundu fyrir í vinnu og því fleiri stöðugildi sem voru ómönnuð á vinnustað þátttak- enda þeim mun hærri tölur komu út hjá þeim á spurn- ingarlistanum Streituvaldar í vinnu. Þannig var meðalgildi á vinnustöðum, þar sem allar stöður hjúkrunarfræðinga voru mannaðar, 2,09 samanborið við 2,41 þar sem 5 eða fleiri stöður voru ómannaðar (F=4,50; df=3/152; p<0,01) (tafla 2). Tafia 2. Meðalgildi á spurningalistanum Streitu- valdar í vinnu eftir skorti á hjúkrunarfræðingum Meðalgildi* SD Allar stöður eru skipaðar 2,09 0,45 1 -2 stöður eru ómannaðar 2,23 0,42 3-4 stöður eru ómannaðar 2,35 0,39 5 eða fleiri stöður eru ómannaðar 2,41 0,44 * Hærra gildi gefur til kynna meiri streitu. 322 Eini undirþáttur spurningalistans, sem sýndi mark- tækan mun á meðalgildi eftir skorti á hjúkrunarfræðingum, var þátturinn sem mældi streitu í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur. Streitan í samskiptunum mældist 1,85 hjá hjúkrunarfræðingum sem störfuðu á fullmönnuðum deildum samanborið við 2,18 á þeim deildum þar sem vantaði starfsmenn í 5 eða fleiri stöður (F=2,79; df=3/156; p<0,05) (tafla 3). Tafla 3. Meðalgildi á þættinum Streita tengd sam- skiptum við sjúklinga og aðstandendur eftir skorti á hjúkrunarfræðingum Meðalgildi* SD Allar stöður eru skipaðar 1,85 0,68 1 -2 stöður eru ómannaðar 2,13 0,42 3-4 stöður eru ómannaðar 2,23 0,69 5 eða fleiri stöður eru ómannaðar 2,18 0,70 * Hærra gildi gefur til kynna meiri streitu. Auk þess að spyrja hvað margar stöður hjúkrunarfræð- inga væru ómannaðar voru þátttakendur spurðir að því hvort þeir teldu of fáliðað á sínum vinnustað. 124 þátttak- endur töldu of fáliðað á sínum vinnustað samanborið við 52 sem ekki þótti of fáliðað. Hjúkrunarfræðingarnir, sem töldu of fáa starfsmenn á sínum vinnustað, fundu fyrir meiri streitu en hinir sem ekki töldu of fáliðað. Þeir undir- þættir spurningalistans, sem mældu mestan mun á þess- um tveimur hópum, voru streituvaldar tengdir samskiptum við sjúklinga og aðstandendur, öryggi og aðbúnaði, og samstarfi og samstarfsörðugleikum. Streita í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur mældist 2,31 (SD=0,41) meðal þeirra sem töldu of fáliðað samanborið við 2,06 (SD=0,46) meðal þeirra sem ekki töldu of fáliðað (t=3,45; p<0,001). Meðal þeirra sem töldu of fáliðað mældist streita í tengslum við öryggi og aðbúnað 2,46 (SD=0,84) samanborið við 2,08 (SD=0,81) meðal þeirra sem ekki töldu skorta starfsmenn (t=2,80; p<0,01). Streita tengd samstarfi og samstarfsörðugleikum mældist 2,41 (SD=0,56) meðal þeirra sem töldu of fáliðað samanborið við 2,15 (SD=0,62) meðal þeirra sem ekki töldu vanta starfsfólk (t=2,74; p<0,01). Aukarúm og streituvaldar í vinnu Tölfræðilega marktæk fylgni er á milli mældrar streitu í vinnu og fjölda þeirra aukarúma sem sett voru upp á vinnustöðum þátttakenda vikuna áður en þeir svöruðu spurningalistanum. Marktæk fylgni mældist bæði við spurningalistann í heild (p=0,22; p<0,05; N=115) og þá þætti hans sem mæla álag tengt öryggi og aðbúnaði í heild (p=0,25; p<0,01; N=119) og samskiptum við sjúklinga í heild (p=0,25; p<0,01 N=122). Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.