Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 47
stykki. Þær taka ekkert pláss og eru léttar en áhrifin, sem þær hafa á jólaborðið og fólkið í slíku umhverfi, eru ótrú- lega mögnuð. Fábrotið matarborð verður að lúxusjólahlað- borði bara vegna þeirra. Hverja vandaða jólaservéttu er líka hægt að margfalda með fjórum með því að kljúfa þær og nota þær til dæmis sem dúka. Litríkar servéttur eru eitt af því sem nær ógerlegt er að finna í stríðshrjáðum löndum. En hverfum aftur til jóla minna í Kabúl. Þeirra var ekkert minnst á sjúkrahúsi Rauða krossins í Kabúl enda þjóðin múhameðstrúar og því ekki við hæfi að iðka okkar kristnu siði á opinberum vettvangi. Rauði krossinn hélt hins vegar látiausa jólamóttöku fyrir starfsfólk á jóladag en mér var það nauðsynlegra að sofa vel fyrir næstu næturvakt. Ég vann á aðfangadagskvöld og jólanótt. Ég hóf mína 14 tíma næturvakt kl. 19.30. í Kabúl bjuggu heilbrigðisstarfsmenn í sex húsum í götum sem lágu að sjúkrahúsinu til þess að við þyrftum ekki að fara í gegnum hættulega vegartálma hersins meðan útgöngubann ríkti á kvöldin og næturnar. Vegna þess hve lítið var um þokkalegt húsnæði í þessum bæjarhluta bjuggu aðrir hjálparstarfsmenn annars staðar. Ekki var greiðfært á milli bæjarhluta af öryggisástæðum og kom því ekki til greina mikið samflot í hátíðahöldum. Flestir héldu því jól með þeim sem þeir bjuggu með. Ég bjó í húsi með fjórum öðrum hjúkrunarfræðingum sem allir voru á mismunandi vaktaróli. Við voru tvær sem gátum borðað saman á aðfangadagskvöld áður en næturvaktin hófst og buðum auk þess einum norrænum hjúkrunarfræðingi úr öðru húsi þar sem aðrir íbúar voru af þannig þjóðernum að aðfangadagskvöld var ekki mikilvæg stund jólahaldsins. Þessar tvær voru frá Sviss og Svíþjóð. Siðir þessara þjóða eru það líkir að okkur tókst að koma saman jólamáltíð og umgjörð sem tengdi okkur vel við rætur okkar. Ég er vön hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og var því glöð yfir skinkudósunum sem sú svissneska hafði geymt til jólanna. Við fundum grænmetisdósir á svarta markaðnum og sú sænska bjó til einhvers konar svarta kálstöppu í tilraun sinni til að búa til rauðkál. Ég brúnaði kartöflur sem urðu svolítið óþægilegar á bragðið vegna geitafitunnar sem notuð er í Afganistan. Þó máltíðin hafi ekki verið sérlega gómsæt skemmtum við okkur yfir tilrauninni og glöddumst yfir frumlega litríku borðinu sem við höfðum skreytt með því jólaskrauti og öðru litríku sem við áttum. Ég hafði fengið smáskraut, jólaservéttur og rauð kerti sent frá mömmu og við höfðum meira að segja jólatré sem var grein af greni úr garðinum okkar. Á það hengdum við rauð hjörtu sem sú svissneska hafði búið til. Við gáfum hver annarri ekki gjafir en opnuðum gjafir okkar, deildum sæl- gæti sem við höfðum fengið sent að heiman og sungum Heims um ból hver á okkar tungumáli. Svo fór ég í vinnuna og tók með mér litlar jólabjöllur sem mamma hafði sent mér. Ég hafði oft unnið á Landspítalanum á aðfangdags- kvöld og á þessum tíma var það orðinn hluti af mínu jóla- Aðfangadagskvöld á barnadeildinni; Afganar haida ekki jól. haldi að vinna á aðfangadagskvöld. Ég var mjög sátt við það því ég hafði ekki skyldum að gegna gagnvart börnum og skynjaði það sem sannan anda jólanna að hjúkra þeim sem voru of veikir til að geta farið heim til sín. Jólahald mitt í Kabúl fór þó ekki aðeins fram á aðfangadagskvöld. Við vorum þarna þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar, Björg Þáls- dóttir, Kristín Davíðsdóttir og ég. Við vorum allar í vakta- vinnu og við Björg unnum báðar á barnadeildinni og áttum því ekki oft frí saman. Vaktir okkar um jólin pössuðu ekki saman fyrir jólahald. Við héldum því okkar litlu jól eitt aðventukvöld sem við allar áttum frí saman. Við opnuðum þá pakka sem við höfðum fengið senda að heiman bæði frá fjölskyldum, vinum og Rauða krossi íslands og vissum að innihéldu jólaskraut. Einhvern dagamun gerðum við okkur í mat og drykk en ég man ekki lengur hvað það var. Þakkar, sem okkur eru sendir á átakasvæði, verða að vera bæði litlir og léttir (1 kg) og aðeins innihalda þurrmat til þess að póstmiðstöð Rauða krossins flytji þá áfram. Mamma er orðin meistari í að útbúa innihaldsríka skemmtilega smápakka. Ég man að þetta árið fékk ég margar úrklippur úr Morgunblaðinu sem voru Ijósmyndir frá aðventunni á íslandi. Einfalt, kostar ekkert, er létt en er mikill gleðigjafi. Þetta kvöld klæddum við okkur ekki upp Aðfangadagskvöld i Kabúl. Klæddi mig i sparifötin í smástund áður en ég fór á næturvaktina. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.