Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 46
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur í þeim sex stríðshrjáðu löndum, sem ég hef starfað í fyrir Rauða krossinn, hef ég haldið jól í þremur þeirra: Afgan- istan, Aserbædsjan og Sierra Leone. Auk þess hélt ég jól í Turkanalandi í Kenýa á þeim tíma er ég starfaði í Suður- Súdan en af öryggisástæðum fengum við ekki að halda jólin þar. Mér fannst það mjög miður því það þorp, sem ég vann mest í, hafði boðið mér að taka þátt í jólahátíð þeirra. Ég sá fyrir mér í hillingum einn drauma minna rætast: að halda jól í afrísku strákofaþorpi á einu afskekktasta svæði Afríku. Taka þátt í guðsþjónustu innfæddra í þeirra hálfhrundu kirkju, borða með þeim mögru jólageitina með okra og súrdeigsbrauði og dansa með þeim við takftastan strumbuslátt undir skini tungslins. Upplifa eitthvað einstakt með fólki sem vaknar hvern dag með þá einu hugsun að koma börnum sínum lifandi til náða. Fólki sem málar kross á fötin sín eða tálgar þá í tré. Og eyða síðan jólanóttinni í moskítónetinu mínu fyrir utan strákofann minn. Sofna við spjall þorpsbúa og gelt hundanna undir hinum ótrúlega silfurlitaða stjörnuhimni sem einkennir þau svæði heims sem ekki hafa rafmagn. Treysta á að hýenurnar hafi ekki áhuga á nær fertugu hvítu kjöti. Og vakna svo við sólarupprás jóladags við hanagalið. Ég hafði hlakkað til að vera einu sinni með þeim í fríi, að koma til þeirra af frjálsum vilja en ekki vegna þess að vinna mín krafðist þess. Rétt fyrir jólin hófust hins vegar árásir á þetta svæði og fengum við því ekki ferðaleyfi. Jólin í Kenýa eru mér minnistæð vegna þess að ég eyddi þeim í vellystingum með stórum hópi hjálparstarfsmanna á meðan fólkið mitt í Súdan flúði inn í öryggi skóglendisins umhverfis þorpin sín. Þetta voru mér erfið jól. Fyrir utan Kenýa, sem ekki er stríðshrjáð land, voru hin löndin þrjú annaðhvort alfarið eða að mestu leyti múhameðstrúar. Mín reynsla af jólum á átakasvæðum er sú að flestir erlendir hjálparstarfsmenn halda jólin saman í litlum eða stórum hópum eftir aðstæðum og starfsanda hverju sinn. Ástandið í landinu hefur sterk áhrif á hvernig jólahaldið fer fram. Ef það er ótryggt og vinnan leyfir ekki hvíld, líða jólin sem hverjir aðrir langir vinnudagar. Ef fólk er þannig innstillt reynir það þó að minnast stuttlega hátíðar- innar á sinn persónulega hátt. Ef ástandið er stöðugt fá dagvinnumenn venjulega frí jóladagana tvo og það fólk, sem vinnur einsamalt eða í litlum hópum á einangruðum svæðum, er flutt í höfuðstöðvarnar sem geta verið höfuð- borgin eða búðir sem settar hafa verið upp. Starfsmenn á sjúkrahúsum fá ekkert frí heldur ganga sínar vaktir eins og venjulega. Það er óþekkt að sjúklingar fari heim um jólin 334 ýmist vegna þess að þeir komast ekki af öryggisástæðum, búa svo langt í burtu eða bara vegna þess að þeir eru ekki kristnir og halda því enga jólahátíð. Það er því aldrei neinn samdráttur um jólin og það er ekkert fólk til staðar í afleys- ingar. Jólamaturinn getur verið hvað sem er - allt frá fínu veisluborði til einhverrar niðursuðudósar, sem einhverjum hefur áskotnast, eða þurrmatar sem hugulsamur aðstand- andi hefur sent manni. Það sem skiptir mestu máli er að hann sé öðruvísi en hinn daglegi matur sem oft og tíðum er hinn sami svo mánuðum skiptir. Mín fyrstu jól á átakasvæði voru í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Þegar ég fór þangað í ágúst 1990 hugsaði ég ekkert út í það að ég yrði þar um jólin. Hugsaði sem svo að í borg sem var strang-múhameðstrúar og undir dag- legum eldflaugaárásum væru jólin ekki til. Þar lærði ég að jólin eru alltaf til, alls staðar. Inni í mér og öðrum sem jóla- hátíð hefur einhverja merkingu fyrir. Hversu lifandi sem trúin sjálf er í hjarta hvers og eins er aðfangadagskvöld (eða jóladagur, eftir þjóðerni) stund viðkvæmni, stund sem fólk þarf þess með að finna að einhverjum þykir vænt um það, stund sem fólk vill ekki vera einsamalt. Þó jólin eigi að grunni til að koma innan frá þá eru líka vissir veraldiegir hlutir sem hafa djúpa merkingu í hugum okkar og kveikja með okkur mjúkar hugsanir. Ég reyni alltaf að taka með eitthvað smádót og rautt kerti en vegna þess að best er að taka sem minnstan farangur með sér á átakasvæði, fer oftast svo að ég takmarka mig við aðeins einn hlut: einn pakka af litlum jólaservéttum, eða jafnvel bara nokkur Hildur útskrifaðist 1985 og hefur síðan unnið við klíníska hjúkrun á Land- spítala við Hringbraut og sinnt kennslu. Samfara þeim störfum hefur hún unnið fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á sjúkrahúsum (Thailandi, Afghanistan), í heilsugæslu og neyðaraðstoð til heilbrigðisstofnana (Aserbædsjan, fv. Júgóslavíu, Suður- Súdan) og við yfirstjórn (Sierra Leone) auk þess að sinna kynningarstarfsemi og kennslu fyrir Rauða kross íslands. Hún hefur einnig stundað framhaldsnám í hitabeltissjúk- dómum og heilsuhagfræði. Hún stundar nú fjarnám til meistaragráðu í hjúkrun við háskólann i Manchester með námsmiðstöð við háskólann á Akureyri auk þess að starfa á fræðasviði hjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi þar sem hún er tengiliður við erlenda fagaðila á hjúkrunarsviði. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.