Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 40
/ þessu viðtali ræðir Hildur Magnúsdóttir við lone M. Borromeo, hjúkrunarfræðing frá Filippseyjum. lone er 33ja ára gömul, útskrifaðist 1990 og er ein af 8 hjúkrunarfræðingum frá Filippseyjum sem nú starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Hún hóf störf á handlækningadeild við Hring- braut í júlí 1999. Áður hafði hún starfað sem sjálfboðaliði og við einkahjúkrun á Filippseyjum auk þess að starfa á sjúkrahúsi í Saudi-Arabíu í 4 ár. Viðtalið fór fram á ensku og birtist hér í íslenskri útgáfu. Hildur: Takk, lone, fyrir aö hitta mig. Eins og þú veist langar mig að þú segir okkur frá því hvernig hjúkrunar- námið og skólakerfið er á Filippseyjum? lone: Grunnskóli hefst við 7 ára aldur og lýkur við 13 ára aldur en áður eiga börn kost á að vera í leikskóla frá 5 ára aldri. Næsta skólastig er undirbúningur fyrir sérnám og lýkur við 17 ára aldur. Því lýkur með prófi sem ákvarðar hvort nemendur nái þeirri lágmarkseinkunn sem þarf fyrir inngöngu í 4 ára háskólanám. Þeir sem halda beint áfram útskrifast því með grunnháskólagráðu 21 árs. Hildur: Hvað af þessu er skólaskylda eða námsstig sem allir fara í gegnum? lone: Ja, raunar ekkert því þetta er eiginlega alveg háð fjárhag fjölskyldna. Hildur: Er grunnskólinn ekki ókeypis? lone: Jú, að því leyti að það eru engin skólagjöld í opinberum skólum. Nemendur þurfa hins vegar að kaupa bækur og svo er ýmis annar kostnaður þessu samfara sem ekki er sjálfgefið að fátækt fólk hafi efni á. Hjúkrunarnám á Filippseyjum hefur alfarið verið í háskólum og leitt til BSc-gráðu sl. 2 áratugi. Það er mótað eftir bandarískri fyrirmynd. Námið er 4 ár og er námsskráin alls staðar eins þó leyfilegt sé að gera minniháttar breyt- ingar, t.d. að bæta inn trúarlegri fræðslu. Á fyrsta ári eru grunnfög eins og enska, spænska, efnafræði og sálar- fræði. Á öðru ári eru fög eins og iíffærafræði, örverufræði, lífefnafræði, lífeðlisfræði og sníkjudýrafræði. Þá hefst einnig kennsla í grunnhjúkrun þar sem aðaláherslan er á fræði- legan grunn en við æfum okkur einnig í að taka lífsmörk 328 og viðtöl og fáum sýnikennslu. Á þriðja ári lærum við kennslufræði en að öðru leyti fer þetta ár [ hinar ýmsu greinar innan hjúkrunar, s.s. hand- og lyflækningahjúkrun, barnahjúkrun, geðhjúkrun, heilsugæslu. Kennslan er fræðileg í formi fyrirlesta, verkefna og umræðufunda og einnig erum við í verknámi á stofnunum. Á fjórða ári er áherslan á verklegt nám. Við veljum sérgrein sem við einbeitum okkur að, gerum rannsókn og erum í námskeiði í siðfræði og lögum og reglum í heilbrigðiskerfinu. Við förum líka í einn mánuð út á landsbyggðina þar sem við sinnum heilbrigðisfræðslu í sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn. Hildur: Mér sýnist nám ykkar vera að mörgu leyti líkt okkar námi á íslandi. Hver eru inntökuskilyrðin og er ein- hver sía á því hvort nemendur fái að fara upp á næsta ár? lone: Inntökuskilyrðin eru að nemandinn hafi fengið lágmarkseinkunn þá sem þarf úr framhaldsskóla til að stunda 4ra ára háskólanám. Sumir skólar hafa auk þess sín eigin inntökupróf. Síðan eru próf sem ráða því hvort nemandinn geti flust á milli ára. Mesta sían er fyrstu tvö árin. Hildur: Hvað er mikið brottfall milli ára? lone: Ég veit það ekki en það er alltaf eitthvert fall á hverju ári. Það er misjafnt hvar skólar setja mörkin, þeir ráða því sjálfir, eru misstrangir. í sumum skólum er ekki endilega erfitt að komast á milli ára en í öðrum mjög erfitt. Hildur: Varðandi bóklegu kennsluna á hinum ýmsu klínísku sviðum, er aðskilnaður á milli sjúkdómafræði og hjúkrunar? Hverjir kenna þessar greinar? lone: Við lærum bæði sjúkdómafræði og hjúkrun. Ég veit ekki með vissu hvernig þetta er á landsvísu en í mín- um skóla var áherslan á hjúkrun og flestir þeir sem kenndu okkur bóklegt voru hjúkrunarfræðingar með meistara- eða dokorsgráðu. Hildur: Getur þú sagt mér aðeins nánar frá því hvernig verklegu námi er háttað? lone: Þetta er svolítið flókið mál og ólíkt því sem er á íslandi. Hér hafið þið bara tvo skóla sem báðir eru opin- berar stofnanir en ég veit ekki hvort námið er eins í þeim. Á Filippseyjum eru yfir hundrað háskólar sem kenna hjúkrun og það útskrifast um 60.000 hjúkrunarfræðingar á ári. Sumir skólar eru reknir af ríkinu, aðrir eru einkaskólar sem þá eru t.d. reknir af kaþólsku kirkjunni eða læknum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.