Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 53
Að fara í læknis- eða kjukvmAYÍeik? Hér áður fyrr hafði ég tilhneigingu til þess að skipta mér af því ef ég heyrði börn fitja upp á því að fara í læknisleik og spurði hvort þau vildu ekki fullt eins fara í hjúkrunarleik. En á stundum hefur mér þó fundist tilvísun til hjúkrunarleiks vefjast fyrir börnum. Það er eins og ímynd þeirra af hjúkr- unarstörfum sé eitthvað óljós nema helst sú mynd að þau séu stunduð af konum í hvítum búningum með hvíta kappa og hugsanlega að handleika sprautur. Þessi óljósa ímynd, sem ekki eingöngu börn heldur fólk almennt virðist hafa um hjúkrunarstarfið, hefur einhvern veginn gert það að verkum að ég hef smám saman dregið í land með að stinga upp á þessari tegund leiks við börn. Á hinn bóginn hefur þessi óljósa ímynd ekki velkst fyrir mér öll þau ár sem ég hef unnið að kynningarmálum fyrir námsbraut í hjúkrunarfræði sem nú er orðin hjúkrunarfræðideild. Ég hef ekki hikað við að halda hjúkrunarstarfinu á loft á þeim vettvangi því í mínum huga hefur til skamms tíma varla verið hægt að hugsa sér eftirsóknarverðara starf fyrir ungt fólk. Eins hefur nauðsyn þess að fá sem flest ungt og efnilegt fólk til liðs við stéttina ekki verið neinum vafa undirorpin vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa. Enn er ég að starfa að kynningarmálum hjúkrunar- fræðideildar HÍ en upp á síðkastið hefur hins vegar eitt- hvað bögglast fyrir brjóstinu á mér hvort rétt sé að hvetja ungt fólk og þá sérstaklega ungar konur til þess að leggja svo hefðbundið gamalgróið kvennastarf fyrir sig. Kvenna- starf sem á stundum virðist ekki hafa neina aðra ímynd en að vera kvennastarf sem skarast við eða styður við störf ýmissa annarra heilbrigðisstétta sem hafa mun sterkari ímynd í Ijósi vel skilgreinds starfsvettvangs. Það er hins vegar spurning hvort maður „geti“ eða „megi“ láta það bögglast fyrir sér að leita allra leiða sem færar eru til þess að auka aðsókn í hjúkrunarnám. En víst er um það að skortur á hjúkrunarfræðingum eykst með hverju árinu bæði hérlendis og erlendis og það er mál vísra manna að slíkur skortur verði viðloðandi á næstu árum. Slík þróun mun væntanlega eiga sér stað ekki síst vegna hækkandi meðalaldurs stéttarinnar og svo hins vegar vegna minnkandi aðsóknar að hjúkrunarnámi. Kynningarnefnd hjúkrunarfræðideildar er að sjálfsögðu skylt að veita sem mestar og bestar upplýsingar um nám í hjúkrunarfræði og þá margvíslegu möguleika sem mennt- un í hjúkrunarfræði veitir fólki. Og nefndin er nú sem fyrr að vega og meta á hvaða hátt megi gera það og hvaða efni eigi að nota til þess. í samræðum okkar höfum við nefndarmenn mikið velt vöngum yfir því hvernig hjúkrunar- fræðingar vísa til og leggja út af námi sínu og starfi í sam- skiptum sínum við unglinga og ungt fólk, jafnframt því sem við höfum rætt hvernig við og stöllur okkar „holdgerum" eða „líkömum" það að vera hjúkrunarfræðingur með fram- komu okkar og breytni. í framhaldi af þessum umræðum hefur kynningarnefnd ákveðið að vekja máls á slíkum vangaveltum í fagblaði okkar hjúkrunarfræðinga með stutt- um pistlum. Við vonumst til að fá til liðs við okkur hjúkr- unarfræðinga sem tilbúnir eru til þess að ræða stuttlega ýmsar hliðar á námi og starfi, t.d. hvort við getum hvatt börn til þess að fara í hjúkrunarleik eða hvort það geti verið gaman að læra hjúkrunarfræði þó kennararnir séu misjafnlega skemmtilegir. Eins má spyrja hvort eftirsóknar- verður starfsframi felist í hjúkrunarstarfinu sem sjálft er svo erfitt að sundurgreina og afmarka í öllum sínum margbreytileika. Hjúkrunarfræðingar og þeirra samstarfs- menn eru svo oft að bjástra með fólk eða með fólki í aðstæðum þar sem ekki er auðvelt að skilgreina allar hliðar starfsins. Við eigum vissulega enn alllangt í land með það að gera ímynd hjúkrunarfræðingsins og þann veru- leika, sem hjúkrunarstarfið felur í sér, nógu skýran til þess að geta sagt við ungt fólk sem er áhugasamt um hjúkr- unarstarfið: „Þetta gera hjúkrunarfræðingar." Hitt er annað mál að við kunnum að geta sagt: „Það er lifandi, gefandi og oft gaman að vera hjúkrunarfræðingur," og þá þarf ekki að bögglast fyrir okkur að hvetja ungt fólk til þess að leggja starfið fyrir sig, eða hvað? Fyrir hönd kynningarnefndar hjúkrunarfræðdeildar HÍ Margrét Gústafsdóttir í kynningarnefnd hjúkrunarfræðideildar eiga sæti á þessum vetri ásamt ofanritaðri þær Margrét Sigmunds- dóttir og Árdís Ólafsdóttir en jafnframt vinnur Bergþóra Kristinsdóttir, verkefnisstjóri, með nefndinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 341

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.