Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 19
Fréttamolar... hjúkrunarfræðingar veita forstöðu. Þingið hvetur til þess að sjálfstæð hjúkrunarþjónusta á heilsu- gæslustöðvum um land allt verði enn aukin. Einnig hvetur þingið stjórnvöld til þess að verja heilsugæsluna sem nærþjónustu. Ályktun um menntun hjúkrunarfræðinga Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 9. og 10. maí 2005 krefst þess að framlög á fjárlögum til háskólanna verði aukin þannig að þeir geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til háskólamenntunar. Þingið leggur sérstaka áherslu á að stjórnvöld tryggi að fjárframlög til hjúkrunarmenntunar á Islandi séu í fullu sam- ræmi við sænska reiknilíkanið sem notað er við útdeilingu fjár til háskólamenntunar. Ályktun um mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum Erlendar rannsóknir sýna að fjöldi hjúkrunarfræð- inga á vakt hefur mikil áhrif á afdrif sjúklinga, á dánartíðni, legutíma og óhappaatvik, en nú er talið að um 195.000 sjúklingar í Bandaríkjunum látist ár hvert vegna mistaka í meðferð. Yfirfærsla þessara rannsóknaniðurstaðna á íslenskt sam- félag væru að hér Iétust nærri 200 manns árlega vegna mistaka í heilbrigðisþjónustunni. Aðalbjörg Finnbogadóttir kynnti drög að stefnu- yfirlýsingu F.í.h í hjúkrunar- og heilbrigðismál- um. Drögin gera ráð fyrir að stefnuyfirlýsingin sé í 5 meginflokkum: hugmyndafræði hjúkrunar, hjúkrun og heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræð- ingurinn og hjúkrunarstarfið, þekking í hjúkr- unarstarfinu og hjúkrunarfræðimenntun. Enn á eftir vinna að framtíðarsýn. Aðalbjörg hvatti til að félagsmenn hefðu samband við nefndina ef þeir hefðu tillögur eða eitthvað til málanna að leggja um þetta efni. Undir iiðnum önnur mál var lýst yfir áhyggjum út af gerð stofnanasamninga auk þess sem umræður spunnust um manneklu. Elsa þakkaði þeim Hildi Helgadóttur og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur góð störf við fundarstjórn, og þakkaði þeim er víkja úr stjórn, þeim Erlínu Oskarsdóttur, Hrafni Óla Sigurðssyni, Herdísi Herbertsdóttur og Ingu Valborgu Olafsdóttur, fyrir framlag til félags- mála. Loftmengun styttir líf íbúa í ríkjum Evrópubandalagsins Loftmengun út af tilteknum efniseindum styttir líf manna í ríkjum Evrópubandalagsins aö meðaltali um 8,6 mánuði en líf Þjóðverja stytt- ist þó meira eða um 10,2 mánuði árið 2000. Um þessar mundir eru skrifstofur Alþjóöaheilbrigðisstofnunarinnar í Berlín aö taka saman upplýsingar um þann kostnað sem af loftmengun hlýst vegna þeirra heilbrigðisvandamála sem fylgja henni. Rannsóknir sýna aö þessar tilteknu efniseindir í menguðu andrúmslofti fjölga þeim sem látast af hjarta- og öndunarfærasjúkdómum. Jafnvel tímabundin aukning þessara efniseinda eykur hættuna á aö fólk þurfi að leita bráðaþjónustu vegna hjarta- og öndunarfærasjúkdóma. Þessar tilteknu eindireru afýmsum toga, misstórarog úrólíku efni. Þegarfólk andar þeim að sér geta þær sest í lungu og lungnablöðrur og valdiö skaða. Miklu skiptir þvi að borgir séu sem minnst mengaðar og er lagt til aö fólk noti meira almenningsfarartæki og reiðhjól og að fólkfari fótgang- andi milli staða, ef það getur, til að varðveita heilsuna. Kynning á kjarnakonum Starfskonum á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var boðið á kynningarfund kjarnakvenna SÁÁ aö Vogi i febrúar síðastliðnum. Kjarnakonur bjóða til sin gestum einu sinni í mánuði á hádegisfund á Vogi. Á síðasta ári komu bæði ráðherrar, alþingiskonur, bæjastjórar og starfsfólk heilsugæslunnar. Starfsemi kjarnakvenna SÁÁ hefur veriö fjölbreytt á síðasta ári og árið þar á undan. Að meöaltali hafa mætt 35 konur á fundi sem haldnir eru vikulega á miðvikudagskvöldum klukkan 20-21:30. Um áramótin fluttu kjarnakonur starfsemi sína á Vog eftir að hafa verið í tæp 3 ár í Ármúla 18. Kjarnakonur SÁÁ eru hópur kvenna sem eru óvirkir alkóhólistar og aðstandendur alkóhólista. Megintilgangurinn meö starfinu er að styöja við konur sem vilja fræðast um sjúkdóminn alkóhólisma og áhrif hans á fjölskylduna. Áhersla er lögð á að efla umræður og vinna gegn for- dómum með því að fræðast um alkóhólisma og Ijá sjúkdómnum andlit. Sérstök áhersla er lögð á bataleiðir. Skiptast konur á að deila reynslu sinni af því hvernig þær hafa náð sér af alkóhólisma eða meövirkni og hvernig þærviðhalda batanum. Slagorð kjarnakvenna er: VIÐ STYÐJUM K0NUR GEGN ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAVANDANUM. VIÐ Þ0RUM, VIÐ VIUUM 0G VIÐ FRAMKVÆMUM. AA-fundir hjúkrunarfræöinga AA-fundir hjúkrunarfræðinga eru haldnir í safnaðarheimili Háteigskirkju annan þriðjudag í hverjum mánuði kl. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.