Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 22
20 á fyrirbrigðið. Efnahagslegur mismunur, sem blasi við öllum, sé ekki talinn fylgifiskur né vísbending um stéttaskiptingu. Menn bregðist jafnvel hinir verstu við ef því sé haldið fram að mismunandi aðgengi að menntun stuðli að stöðumun (Sigurjón Björnsson, Wolfgang Edelstein og Kurt Kreppner, 1977). Þessir höfundar töldu að í raun væri ekkert vitað um íslenska þjóð- félagsgerð. Niðurstaða rannsóknar þeirra var að reykvísk börn stæðu ekki jafnt að vígi til að leysa úr þeim prófum sem þarna var stuðst við. Þau sem komi úr efri lögum þjóðfélagsins standi sig betur en önnur og átti það einkum við um drengi. Stefán Olafsson hefur í nokkrum ritum fjallað um þjóðfélagsgerð á íslandi (Stefán Ólafsson, 1982, 1990, 1999; Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson, 1997). Hann hefur leitast við að kveða niður goðsögnina um að íslenskt þjóðfélag sé stéttlaust og ein- stakt í samfélagi þjóðanna. Öll þjóðfélög séu reyndar einstök að sínu leyti en íslensku þjóðfélagi verði best lýst sem dæmigerðu nútímaþjóðfélagi. Stefán hefur leitt rök að því að ójöfnuður sé heldur meiri á Islandi en á öðrum Norðurlöndum þar sem beitt hafi verið ýmiss konar efnahagslegum ráðum til jöfnunar tekna í þjóðfélaginu (Stefán Ólafsson, 1999). Niðurstaða Stefáns er sú að efnahagslegum gæðum, tækifærum og valdi sé misskipt í íslensku þjóðfélagi en íslendingar séu einstaklingshyggjumenn sem loki að miklu leyti augunum fyrir því í hvernig þjóðfélagi þeir búa (Stefán Ólafsson, 1982). Ailir höfundarnir, sem vitnað er til hér að ofan og hafa skoðað íslenskt þjóðfélag, telja að íslendingar vilji ekki sjá ríkjandi lagskiptingu og bregðist jafnvel reiðir við ef á hana sé minnst. Mikil fjölmiðlaumfjöllun fylgdi (Björn Bjarnason, 2003; Ólafur Teitur Guðnason, 2003; ÓTG, 2003) útgáfu og kynningu bókar Hörpu Njáls félagsfræðings, Fátækt á íslandi við upphaf nýrrar aldar með undirtitlinum Hin dulda félagsgerð borgar- samfélagsins (Harpa Njáls, 2003). Niðurstaða hennar var að íslenska velferðarkerfið hafi upphaflega byggst á sama grunni og velferðarríki annars staðar á Norðurlöndum en leiðir hafi skilið. Frændþjóðirnar hafi farið leið jafnaðar og samkenndar en íslendingar hafi farið leið sem einkennist af lágum bótum, lágum frítekjumörkum og miklum skerðingum ef einhverjar eigin tekjur koma til. Ríkið setji ábyrgð sína á altæku tryggingar- kerfi yfir á sveitarfélögin (Harpa Njáls, 2003). Sigríður Jónsdóttir komst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni meðal fólks sem hafði notið fjárhagsaðstoðar Félagsþjónustunnar í Reykjavík til langs tíma að kjör þeirra sem nutu langtíma- styrkja félagsþjónustu í höfuðborgum Norðurlanda voru bágust í Reykjavík þegar dæmt var eftir því hvort fólki var kleift að veita sér ýmis lífsins gæði og nauðsynjar. Þegar fólk var á hinn bóginn spurt beint hvort það teldi sig fátækt var annað uppi á teningnum, Reykvíkingar töldu sig síður fátæka en styrkþegar í Osló eða Helsinki (Sigríður Jónsdóttir, 2002). Sigrfður telur að Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 goðsögnin um jafnræði á Islandi sé hér á ferðinni og það geti verið að íslendingum veitist erfiðara en öðrum að játa á sig fátækt því að hérlendis ríki sú skoðun að hver sé sinnar gæfu smiður. Rauði kross íslands gerði fyrir nokkrum árum könnun á högum þeirra sem minna mega sín og fundu „vítahring fátæktar og einsemdar...“ (Rauði krossinn, 1999). Könnunin var gerð með þeim hætti að rætt var við 71 sérfræðing á sviði félagsmála um allt land, að auki var hringt í 1500 manns á landinu öllu. Félagsleg einangrun reynd- ist mikil hjá tilteknum hópum og fór oft saman við kröpp kjör. Aðþrengdir hópar féllu einkum í tvo hópa: I fyrri hópnum voru bótaþegar og láglauna- fólk, þ.m.t. barnmargar fjölskyldur, einstæðar mæður, félitlir forsjárlausir feður og eignalausir lífeyrisþegar. Menntun barna, sem tilheyra þess- um fjölskyldum, var oft mjög ábótavant. I síðari hópnum voru félagslega einangraðir einstaklingar sem voru í raun útilokaðir frá þátttöku í íslensku samfélagi. I þessum hópi var sumt aldrað fólk, geðfatlaðir, einstæðir karlar (fremur en einstæðar konur), misþroska börn og fólk á gráu svæði sem á af einhverjum ástæðum erfitt með að takast á við daglegt líf (Rauði krossinn, 1999). Forsætisráðherra lét taka saman skýrslu um fátækt á Islandi og var hún lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003-2004 (Forsætisráðuneytið, 2004). Þar var gerð grein fyrir þrem mismunandi skilgreiningum á fátækt og leitast við að upplýsa um raunverulega stöðu þeirra sem við kröppust kjör búa í þjóðfélaginu. 1 iokaorðum skýrslunnar er tekið fram að mildu skipti að slíkar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma. I skýrslunni segir að Islendingar séu meðal þeirra þjóða sem hafi einna hæstu þjóðartekjur á mann. Við þetta bætist að sé litið til tekjuskiptingar miðað við önnur Iönd sé hún með því jafnasta sem þekkist. Aðrir velferðar- mælikvarðar, s.s. útgjöld til heilbrigðismála, sýni einnig að velferðarkerfið virðist með því besta sem þekkist. Engu að síður sé ljóst að til séu hópar sem eigi erfitt með að láta enda ná saman og lifa mannsæmandi lífi (Forsætisráðuneytið, 2004). Rannsókn á skilvirkni í 22 grunnskólum í Reykjavík vorið 2000 leiddi í Ijós að unnt var að skýra mikið af mismunandi skilvirkni skóla með menntun for- eldra. Athugaður var árangur á samræmdu próf- unum í 10. bekk (Sveinn Agnarsson, 2003).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.