Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 54
Meistaranám í heilbrigðisvísindum viö heilbrigöisdeild Háskólans á Akureyri Haustið 2003 hófst þverfaglegt meistaranám í heilbrigðis- vísindum til M.Sc. gráðu við heilbrigðisdeild HA. Námið stunda nú um 30 nemendur og þótt hjúkrunarfræðingar séu í meirihluta eru þarna fulltrúar margra fræðigreina, einkum innan heilbrigðisvísinda en einnig innan skyldra vísinda, s.s. sálarfræði og íþróttafræði. Slíkt hefur ótvíræða kosti og getur leitt til víðari fræðasýnar og aukins innsæis. Námið er skipu- lagt þannig að fólk geti stundað það með vinnu því nemendur koma aðeins fjórum sinnum á misseri í háskólann og eru þá u.þ.b. einn og hálfan dag í einu fyrir hvert 5 eininga námskeið. Nemendur eru því alls staðar af landinu því fólk þarf ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. Inntökuskilyrði í meistaranámið Einstaklingur, sem hefur lokið B.Sc., B.A., B.Ed. eða B.O.T. prófi frá viðurkenndri háskólastofnun með a.m.k. fyrstu ein- kunn, getur sótt um að hefja nám. Hægt er að skrá sig í meist- aranámið eða í einstök námskeið. Tveggja ára starfsreynsla er æskileg. Rannsóknarnámsráð metur hverju sinni hvort sam- setning baccalaureus-gráðunnar tryggi nægilega undirstöðu undir meistaranámið. Eftir umfjöllun í rannsóknarnámsráði eru umsóknir afgreiddar í háskólaráði H.A. Hugmyndafræði meistaranámsins Meistaranámið byggist á þverfaglegum grunni og tekur meðal annars mið af flokkunarkerfi Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, International Classification of Function (ICF), sem skil- greinir útkomu og árangur í ýmsum víddum og veitir umgjörð fyrir samræmingu, rannsóknir og vinnu með skjólstæðingum. Markmið meistaranámsins Markmið námsins er að þeir sem útskrifast úr náminu verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar. Þetta eru rauðu þræðirnir í uppbyggingu og innihaldi námskeiða, og leiðarljós í kennslu- háttum og námsmati. Þá er í öllum námskeiðum lögð áhersla á mikilvægi rannsókna. 3. Breytingarliðar: Þekki breytingarferlið og kunni til verka í að koma á breytingum og kunni líka að leggja breytingum lið (sem aðrir hafa frumkvæði að). 4. Víðsýnir og skapandi leiðtogar: Komi auga á stefnur og strauma, hvert stefnir? Séu með- vitaðir um áhrifaþætti og kunni til verka í að stjórna þjónustu. Rannsóknarnámsráð Rannsóknarnáminu stýrir þriggja manna rann- sóknarnámsráð. I því sitja deildarforseti heil- brigðisdeildar og forstöðumaður framhaldsnáms ásamt einum fulltrúa kennara í heilbrigðisdeild og tveimur til vara. I því eiga nú sæti: • Prófessor Kristján Kristjánsson, PhD, heim- spekingur. • Prófessor Sigríður Halldórsdóttir, PhD, hjúkrun- arfræðingur, forstöðumaður framhaldsnámsins. • Prófessor Þórarinn Sigurðsson, dr. odont., tannlæknir, deildarforseti heilbrigðisdeildar. Varamenn: • Dr. Hermann Oskarsson, félagsfræðingur, dósent við HA. • Dr. Ingvar Teitsson, læknir, dósent við HA. Kennsluhættir og kennslufyrirkomulag • Áhersla á virkni nemandans. • Undirbúnar umræður - nemendur fá lesefni fyrir fram og koma undirbúnir til leiks. • Að jafnaði verkefni í stað prófa: Námið er staðbundið lotunám. Kennt er í lotum (3-4 á önn - einn og hálfur dagur í senn fyrir hvert 5 eininga námskeið) og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með náminu. 1. Gagnrýnirgreinendur: Florfi gagnrýnum augum á heilbrigðis- þjónustuna og aðra þá þætti sem þeir vinna með og komi auga á stöðu, strauma og stefnur í því samhengi og á leiðir til úrbóta þar sem þörf er á. 2. Igrundandi fagmenn: Kunni til verka við að ígrunda sitt starf og sæki stöðugt að því að þekkja sjálfa sig betur og hvernig þeir geti bætt sig í starfi. Noti viðmið gagnreyndrar þjónustu. Námsstundir nemenda, kennslustundir og námsmat I hverju námskeiði eru fyrirlestrar, mismunandi margir eftir námskeiðum. Bak við 5 eininga námskeið eru 250 námsstundir hvers nemanda. Þær fela í sér tímasókn, lestur og verkefnavinnu. Skipting milli ofangreindra þátta í hverju nám- skeiði ræðst af umsjónarkennurum. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.