Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 35
VIÐTAL Allt frá plástri upp í ofbeldi af ýmsum toga Svæsiö klám ein tegund ofbeldis Varðandi úrlausnir erfiðra mála sagði Margrét: „Við höfum ákveðnar tilvísunarleiðir en mér finnst hlutirnir gerast alltof seint. Börnin búa alltof lengi við aðstæður sem eru ekki þroskavæn- legar. Eftir að málum er vísað til barnaverndar- yfirvalda sjást oft engar breytingar mánuðum og árum saman. Við horfum upp á börn sem búa við óviðunandi aðstæður. Eg kem stundum heim úr skólanum og reyti hár mitt í vanmætti." Við ræddum kynferðismálin og kynferðisafbrot gagnvart börnum. Dæmi koma upp um nauðganir, enn fremur ofbeldi í ýmsum myndum. Margrét sagði frá einu slíku þegar 11 ára drengur spurði hana í kynfræðslutíma hvort börn gætu átt tvo feður. Hún kvaðst hafa farið í útskýringar á þeirri staðreynd að börn gætu átt blóðföður, fóstur- föður og jafnvel fleiri en einn slíkan. En það var ekki það sem stráksi vildi vita heldur útfærslu á getnaði eftir að hafa horft á svæsna klámmynd þar sem tveir karlar og ein kona voru að gera það, eins og hann orðaði það. Margrét sagði að ofbeldi með þessum hætti væri hluti af því sem börnin okkar byggju við. Þeim væri þröngvað til að horfa upp á svæsið klám löngu áður en þau hafa aldur til. Hjúkrunarfræðingarnir þekktu allar dæmi um afleiðingar klámvæðingarinnar í samskiptum sínum við börnin. Margrét sagðist þó greina merki þess að klámvæðingin væri að réna og sagði: „Ég greini verulegar breytingar hér í Arbænum í þá veru að gálulegur klæðnaður er víkjandi." Þær höfðu allar reynslu af því að stúlkur óskuðu eftir neyðargetnaðarvörn og flestar þeirra óttuðust að foreldrar þeirra kæmust að hinu sanna. I flestum tilvikum tækist að ná samkomulagi við stúlkuna um að fá foreldrana í lið með sér þegar málum var þannig háttað. - Tilkynnið þið barnaverndaryfirvöldum um mörg mál? Þær svöruðu því til að öll mál, sem tilkynnt væru, færu í gegnum nemendaverndarráð og þar af leiðandi kæmu ekki fram tölur um þeirra þátt. I könnun voru skólahjúkrunarfræðingar í Reykjavík nýverið spurðir að því hvort þeim fyndist gæta tregðu hjá nemendaverndarráðum að tilkynna barnaverndum um tiltekin mál. Niðurstaðan var sú að af 24 þátttakendum sagði meirihlutinn nei, 3 sögðu já og 4 sögðu stundum. Börnin eiga að ganga fyrir I lok viðtalsins ræddum við stöðu íslenskra foreldra. Hvernig standa þeir sig í hraða og streitu nútímaþjóðfélagsins? Stefanía sagði það sína skoðun að foreldrar stæðu sig almennt mjög vel. Sér fyndist hins vegar gæta samviskubits meðal foreldra. Þeir reyndu oft að kaupa sér betri samvisku með þátttöku í alls kyns neyslukapphlaupi sem kostaði tíma frá börnunum. Þetta hefði það í för með sér að tilfinningalegum þörfum barnanna væri ekki sinnt sem skyldi. Margrét sagði það sitt mat að foreldrar upp til hópa gerðu sitt besta og tækju virkan þátt í tómstundastarfi barna sinna og það væri reyndar mikil breyting frá því að hún var sjálf ung. Það væri aftur á móti sárt þegar foreldri teldi sig ekki hafa tíma fyrir börnin, vinnan gengi fyrir, eins og einn faðirinn sagði við hana símleiðis nýverið þegar hann mætti ekki á boðaðan fund vegna barnsins. „Ég sagði honum einfaldlega að barnið hans gengi fyrir. Ef það væri ekki þannig þá yrði málið afgreitt sem barnaverndarmál." Bergljót sagði að börnum væri upp til hópa vel sinnt í Grafarvoginum. Þar væri mikið framboð af alls kyns tómstund- um og öflugt foreldrastarf og hún vitnaði í kínverska speki sem við gerum að lokaorðum viðtalsins: „Það þarf gott samfélag til að ala upp börn.“ Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 81. árg. 2005 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.