Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 40
Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaöur F.í.h. Breyting á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga Þann 4. maí sl. var samþykkt á Alþingi frumvarp fjármála- ráðherra um breytingu á lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LHj. Breyting sú sem nú er gerð á lögum um LH tekur eingöngu til aðildar og viðmiðunarlauna. Aðdraganda þessarar breytingar má rekja til dómsmáls, svo- kallaðs Sóltúnsmáls, sem varðaði lífeyrisaðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga fyrir hjúkrunarfræðinga er starfa hjá hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði kjarasamning við Sóltún 25. febrúar 2002 þar sem kveðið var á um að lífeyrisréttindi skyldu vera þau sömu og hjá ríki. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafnaði beiðni Sóltúns um að greiða inn í sjóðinn vegna 17. gr. laga um sjóðinn er kveður á um lífeyrisskuldbindingar. Þessu vildu hjúkrunarfræðingar ekki una og því fór félagið í mál við Lífeyrissjóðinn. Það mál vannst í héraði með dómi dags. 21. júlí 2003 sem síðan var staðfestur í Hæstarétti 4. desember 2003. I framhaldi þess dóms lagði fjármálaráðherra fram frumvarp, í desember 2003, þar sem lagt var til að þrengja mjög möguleika hjúkrunarfræðinga á aðild að LH og taka alveg fyrir að nýir launagreiðendur gætu greitt í sjóðinn. Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga veitti umsögn um frumvarpið 8. desember það ár þar sem eftirfarandi var lagt til: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ieggur til að til viðbótar þeim skilyrðum fyrir aðild að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, sem fram koma í 2. gr. frumvarpsins, komi: Þeir hjúkrunar- fræðingar, sem starfa við hjúkrun og áttu aðild að sjóðnum við árslok 1996 og órofið síðan, skulu eiga rétt til aðildar að Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, hefji þeir hjúkrunarstarf við heiibrigðisstofnanir viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni eftir 1. janúar 2004, og að þeir haldi réttindum sínum til starfs- loka enda greiði sá launagreiðandi samtímaiðgjald að fullu í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. Rökin fyrir þessari breytingartillögu F.í.h. voru tvenns konar: 1. Virkir sjóðfélagar í LH voru í lok árs 2003 um 900 og meðal- j Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 aldur þeirra 52 ár. Breytingin, sem lögð var til í frumvarpinu, varðaði því hlutfallslega fáa hjúkrunarfræðinga til framtíðar litið. Hún gat hins vegar valdið því að hjúkrunarfræðingar, sem þá greiddu í sjóðinn og höfðu hugsað sér að gera það áfram, myndu ekki ráða sig til starfa hjá nýjum iaunagreiðendum. Stærsti hluti hjúkrunarheimila hér á landi er nú rek- inn af sjálfseignarstofnunum. Gera má ráð fyrir að svo verði áfram. Hefði frumvarpið í þáverandi mynd orðið að lögum hefði það skekkt samkeppnisstöðu nýrra sjálfseignar- stofnana og/eða einkafyrirtækja sem til dæmis munu í framtíðinni reka hjúkrunarheimili. 2. Með því að gera kröfu um fullar samtíma- greiðslur iðgjalda fyrir þá hjúkrunarfræðinga, sem fengju einstaklingsaðild að sjóðnum taldi F.í.h. að þrennt myndi ávinnast: Hjúkrunarfræðingar, sem allan sinn starfsferil hafa greitt í LH og eiga skamman starfstíma eftir, myndu halda rétti sínum til greiðslna til LH, sjálfseignarstofnunum einkum í öldrunar- þjónustu verður ekki mismunað hvað varðar rétt starfandi hjúkrunarfræðinga til aðildar að LH, og tryggt er að lífeyrisskuldbindingar fyrir viðkomandi hjúkrunarfræðinga myndu ekki falla á ríkissjóð. Ofangreint frumvarp frá desember 2003 fékk eklci afgreiðslu á Alþingi. Fjármálaráðherra Iagði hins vegar, eins og fyrr segir, fram nýtt og end- urbætt frumvarp til laga um breytingar á LH á nýloknu þingi. Það frumvarp var mjög í anda þess sem F.í.h. lagði til í áðurnefndi umsögn. I hinum nýsamþykktu lögum um LH eru þær breytingar helstar að stjórn lífeyrissjóðsins getur ákvarðað þau viðmiðunarlaun sem iðgjöld sjóðfélaga eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.