Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 39
VIÐTAL Ataksverkefniö er að þora aö spyrja Getur þessi nánd verið að flækjast fyrir okkur? „Það er ákveðin afneitun sem veldur því að fólk kýs að skerma sig af. Þetta er ekki minn vandi. Þannig er það til dæmis oft í heimilisofbeldismálunum. Fólk er útilokað og því forðast margir að taka afstöðu. Þetta er hluti af því sem flokkast undir félagslegt ofbeldi. Þetta kemur greinilegast fram þegar stuð- ningsnet þolandans í heimilisofbeldi er skoðað, þ.e. afstaða fjölskyldu og vina. Þolandanum er í þeim tilfellum gert ókleift að leita sér aðstoðar því þá verða allir stimplaðir í kringum hann.“ Eyrún sagði að lokum: „Þegar konur fá styrkingu og aðstoð sjá þær hversu algengt og víðfeðmt þetta ofbeldi er og þá opnast allt í einu dyr. Þær sjá og fá fullvissu um að það er ekkert að þeim heldur hafa þær markvisst verið brotnar niður. Fólk er núna farið að líta sér nær og viðurkenna að það getur hver sem er lent í þessu ofbeldi, óháð aldri, kyni og stöðu í samfélaginu." fá hvatningu, hrós og umbun, sönnun þess að það sé að gera góða hluti. Kannski það sé tilefni til þess að skoða þann þátt og gera enn betur.“ Eyrún sagði enn fremur að verið væri að setja verklagsreglur varðandi ofbeldismálin á slysa- og bráðadeilinni sem fælu í sér söfnun upplýs- inga frá öllum sem kæmu á deildina. Þar gætti ákveðinnar mótstöðu hjá starfsfólki og skýringin eflaust sú að meira væri á það lagt en það treysti sér til að standa undir. Hún útskýrði þetta nánar: „Þetta eiga að vera staðlaðar spurningar. Við eigum að spyrja allar konur sem leita til deildarinnar með áverka hvort þær séu beittar ofbeldi á heimili sínu. Það á að spyrja allar konur því við vitum af reynslunni að spurningin getur opnað dyr. Við þurfum einnig að gæta þess að stíga hægt til jarðar, að fara ekki fram úr sjálfum okkur. Við megum ekki taka ráðin af fólki eða hindra það í að leita sér hjálpar aftur af því að vilji þess hefur verið kaffærður. Það getur gerst ef sjúklingnum finnst aðstoðin og átakið í heild sinni sett honum til höfuðs.“ Verðum að líta okkur nær Hver eru forgangsmálin á þessum sviði að þínu mati? „Sífræðsla í öllu námi fyrir heilbrigðisstéttir, í félagsvísindadeild, í kennaranámi og hjá öllum sem sinna einstaklingum og það á að vera skylda að fólk haldi við þessari þekkingu eins og til dæmis að þekkja lögin. Við göngumst undir það þegar við útskrifumst að hafa ákveðin siðferðis- gildi og allar stéttir eiga sér siðareglur. Þetta á að vera hluti af þeim. Við verðum að kynna okkur þennan heim. Við erum hluti af honum. Við getum ekki lokað augunum fyrir því að þriðja hver kona hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta kemur fram í niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar í tengslum við neyðarmóttökuna þegar konur, sem leituðu sér aðstoðar á kvenna- deildum, voru spurðar. Rannsóknin var gerð árið 2000 og þar kemur í Ijós að 33% af eitt þúsund íslenskum konum hafa verið beittar kynferðisof- beldi. Einnig kom fram að 25% höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á ævinni. Við erum að taia um þriðju hverja konu og það eru ekki bara einhverj- ar konur úti í bæ. Það eru konur sem við vinnum með hverju sinni og það eru okkar nánustu. Við verðum að líta okkur nær.“ Ráögjöf um svefn og svefnvandamál barna Starfrækt er símaráðgjöf um svefn og svefnvandamál barna á vegum Foreldraskólans. Foreldraskólinn er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi svefn og svefnvenjur barna. Auk símaráðgjafar eru á vegum skólans haldin námskeiö um umönnun og ýmislegt sem tengist svefni ungbarna. Starfrækt er heimasíða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um starf- semi Foreldraskólans og einnig um ýmislegt sem tengist svefni barna. Símaviðtalstímar eru á mánudögum og þriöjudögum milli kl. 15 og 17. Símanúmer er 905-5050 (kostnaður er 99 krónur á mínútu og leggst á símreikning þess sima sem hringt er úr). Heimsíða með frekari upplýsingum: www.foreldraskoli.is. Ingibjörg Leifsdóttir veitir símaráðgjöf á mánudögum og Arna Skúladóttir á þriðjudögum. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og starfa á göngudeild barna meö svefnvandamál á Barnaspítala Hringsins. Starfsemi göngudeildarinnar er óbreytt (hægt er að panta viðtalstíma á göngudeildinni i mótttöku Barnaspítalans í síma 543-3700). Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.