Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 37
VIÐTAL Átaksverkefniö er aö þora aö spyrja ber upp spurninguna, gefur sér tíma og þorir að setja sig smástund inn í aðstæður skjólstæðings- ins, þá gefst dýrmætt augnablik. Það er þetta augnablik þegar skjólstæðingurinn finnur að ein- hver lætur sig það varða að hún eða hann situr þarna. Af hverju kemur einstaklingurinn ítrekað á geðdeildir? Af hverju koma upp ítrekaðar lyfja- eitranir og sjálfsvígstilraunir? Af hverju er skjól- stæðingurinn ofdrykkjumanneskja, búin að missa öll tengsl við fjölskyldu og vini? Þetta er það sem við verðum að fara að temja okkur.“ Hvað veldur þessum ótta við að spyrja? „Það ríkir gífurleg tregða enn þá. Það koma á slysadeildina milli 45 og 50 þúsund manns á ári. Karlmenn leita hingað margoft vegna ofbeldis af höndum annarra karlmanna. Það gerist oftast utan dyra á skemmtistöðum og þegar vín er haft um hönd. Við höfum vaknað til meðvitunar um það að auðvitað er ofbeldi aldrei réttlætanlegt. Við erum ekki alltaf að spyrja þá sem eru beittir ofbekli hvað þeir hafi gert af sér þótt það þurfi tvo til þrjá til að koma slagsmálum af stað eins og gerist oft milli karla. Ofbeldi er oft einnig til- efnis- og fyrirvaralaust. Hins vegar er stór, hljóður hópur sem hefur leitað hingað í gegnum árin vegna ofbeldis á heimilum. Um 140 komur kvenna eru skráðar og greindar á ári hverju. Þetta eru konur sem þora að segja í afgreiðslunni að þær hafi verið beittar ofbeldi. Síðan eru það allar hinar sem segja ekki frá. Ákveðnar grunsemdir eru oft fyrir hendi en manneskjan gefur ekki færi á sér. Það sem verra er að þessum konum eru ekki skapaðar þær aðstæður að geta sagt frá. Það er alveg ljóst að konurnar, sem leita hingað, hafa oft verið beittar ofbeldi bæði andlegu, líkam- legu, kynferðislegu og félagslegu í langan tíma áður en þær koma. I ofbeldisrannsókn á vegum dómsmálaráðuneytisins árið 1997 kom skýrt fram að það eru makar, sambýlismenn og fyrrverandi sambýlismenn sem beita konur ofbeldi. Þar eru börnin einnig þolendur. I sömu ofbeldiskönnun var spurt hvort konan væri ánægð með þjónustu heilbrigðisstofnana, meðal annars á slysa- og bráðadeild LSH. Þar kemur fram að tæplega 80% kvenna eru ánægðar með þjónustuna. Þessar konur gera ekki miklar kröfur að mínu mati því þjónustan er oft mjög yfirborðskennd.“ Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur á neyðarmóttöku LSH vegna nauðgunar. Við förum alltaf í vörn Eyrún sagði síðan að ákveðin vitundarvakning ætti sér stað. Fyrsta skrefið væri að heilbrigðisstéttirnar áttuðu sig á skyldu sinni til að afla sér þekkingar og styrks. Hún sagði síðan: „Það er mjög auðvelt að vinna í þessu kerfi án þess að kafa til botns í málunum. Tilkynningar héðan af slysa- og bráðadeild til barnaverndaryfirvalda vegna barna í neyð voru til skamms tíma mjög fáar. Börn innan 18 ára aldurs eru stór hópur í skráðum komum á deildina. Þar á meðal eru börn sem eru beitt ofbeldi bæði af hendi annarra barna og foreldra; enn fremur börn sem verða fyrir meiðslum vegna slagsmála annarra inni á heimilum. AIls kyns vanlíðan og vanræksla er ein birtingarmynd ofbeldis. Vanrækslan er oft vegna óhæfra foreldra eða foreldra sem eiga í miklum erfiðleikum. Það eru börnin sem fyrst og fremst líða fyrir þetta ástand og það var gagnrýnt réttilega fyrir skömmu hversu fáar ábendingar bærust frá heilbrigðisstofnunum til barnaverndaryfirvalda. Þetta átti bæði við slysadeild, barna- deildir, geðdeildir, heilsugæsluna og reyndar heilbrigðiskerfið f heild. Lögreglan hefur alltaf staðið sig best því þar eru ákveðn- ar vinnureglur í gangi. Það eru lög í landinu sem segja að við eigum að tilkynna þessi mál og sérstakar starfsstéttir sem eiga að taka við og vinna að úrlausnum á vanda fjölskyldunnar. Heilbrigðisstéttir hafa alltaf alveg fram á þennan dag reynt að horfa dálítið á ská á þetta.“ - Hverja telur þíí skýringuna á því? „Við förum alltaf í einhvers konar vörn. Þetta er ekki forræðis- hyggja því þá myndum við gera eitthvað í þessu, fremur við- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.