Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 24
Tannheilsa aldraðra Guðjón Axelsson og Sigrún Helgadóttir hafa kannað tannheilsu íslendinga, m.a. tannheilsu ísiendinga 65 ára og eldri (Guðjón Axelsson og Sigrún Helgadóttir, 2004). Marktækur munur var á hlutfalli tenntra og tannlausra eftir starfi. Hlutfall tannlausra var hæst hjá verkamönnum en lægst hjá háskólamenntuðum sérfræðingum og embættismönnum. Marktækur munur var á hlutfalli tenntra og tannlausra eftir starfi maka, hlutfall tann- lausra var hæst þegar maki var iðnaðarmaður en lægst þegar maki var háskólamenntaður sérfræðingur eða embættismaður. Ekki var tekið fram hvort þetta gildir bæði fyrir konur og karla. Starf föður hafði líka sitt að segja. Hlutfall tannlausra var hæst þegar faðir var verkamaður eða ósérhæfður skrifstofumaður en lægst þegar faðir var háskólamenntaður sérfræðingur eða embættismaður. Marktækur munur var á hlutfalli tenntra og tannnlausra eftir menntun. Hlutfall tannlausra var hæst hjá þeim sem aðeins höfðu lokið barna- eða unglingaprófi eða höfðu styttri skólagöngu að baki en lægst hjá þeim sem höfðu háskólapróf. Mjög sterk tengsl voru á miili kynferðis og tann- leysis. Konur voru ríflega tveimur og hálfum sinnum líklegri til að hafa misst allar tennurnar en karlar (Guðjón Axelsson og Sigrún ITelgadóttir, 2004). Líkamshreyfing, skólaganga og dánartíðni Áður er getið rannsókna á sambandi skólagöngu, áhættu- þátta kransæðasjúkdóma og dánartíðni (Maríanna Garðarsdóttir, Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason og Nikulás Sigfússon, 1998) en markmið annarrar rannsóknar úr efnivið Hjartaverndar var að kanna hvort líkamshreyfing gæti að einhverju leyti skýrt mun á dánartíðni mismunandi menntunarhópa (Einar Þór Þórarinsson, Þórður Harðarson, Helgi Sigvaldason og Nikulás Sigfússon, 2002). Greinilegt samband kom fram milli lengd- ar skólagöngu og þess hversu algengt var að fólk stundaði líkamshreyfingu. Leiðrétting fyrir ástundun hreyfingar dró úr lengslum skólagöngu og dánartíðni en eftir leiðréttinguna stóð : enn eftir marktækur munur á dánartíðni eftir lengd skólagöngu. lægri þjónustustétta, atvinnurekenda og sjómanna. Bent var á að störf þessara hópa séu afar ólík, allt frá kyrrsetustörfum skrifstofufólks og bílstjóra, til erfiðis sjómanna eða byggingarverkamanna. Á hinn bóginn krefjist þessi störf yfirleitt tiltölu- lega stuttrar skólagöngu (Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Stefanía Ægisdóttir, 1992). Þegar litið var á tengsl menntunar og matar- æðis kom í ljós að skólaganga tengdist mataræði afar sterkum böndum og voru áhrif menntunar mun meiri hér á landi en fram hafði komið í sambæri- legum athugunum í nágrannalöndum okkar. Vitnað er til erlendra rannsókna, sem hafa sýnt sterka fylgni milli hollustuhátta í mataræði og þjóðfélags- hópa, og bent á að ráðleggingar um mataræði hafi greinilega náð betur til þeirra sem betur eru settir í þjóðfélaginu eða þeir verið færari um að tileinka sér hollara mataræði en þeir sem lakar eru settir. Könnunin benti til þess að lengd skólagöngu væri óvenjusterkur áhrifavaldur varðandi holiustuhætti í mataræði hérlendis (Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Stefanía Ægisdóttir, 1992). Þótt matarræði kvenna dragi síður dám af atvinnu og menntun en mataræði karla borðuðu kvenkyns atvinnurekendur feitara og trefjasnauðara fæði en aðrar konur að kvenkyns bændum undan- skildum en bændur borðuðu fituríkara fæði en allir aðrir árið 1990. Önnur landskönnun var gerð á mataræði Islendinga árið 2002 og helstu niðurstöður hafa verið gefnar út í skýrslu (Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir, 2003). Skýrsluna mátti sækja 8. des. 2004 á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, http://www. manneldi.is/frettir/manneldi/nr/107. I skýrslunni kemur ekki fram hvort eða hvaða mismunur sást á mataræði starfs- eða menntunarhópa. Mataræði 1 könnun á mataræði Islendinga, sem Laufey Steingrímsdóttir og félagar gerðu 1990 (Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Stefanía Ægisdóttir, 1992), kom meðal annars lram að búseta, atvinna og menntun höfðu veruleg áhrif á mataræði og hollustu fæðunnar meðal karla en mataræði kvenna virtist að mestu óháð menntun eða atvinnu. Heimilistekjur höfðu lítil sem engin áhrif á næringargildi eða hollustu fæðunnar, hvorki meðai karla né kvenna, þótt nokkur munur væri á fæðuvali tekjuhópa. Hærri þjónustustéttir borðuðu fituminnsta fæðið. Athygli vakti að fituríkasta fæðið var að finna meðal bænda, ófaglærðs verkafólks, Reykingavenjur Samkvæmt könnun Gallups á reykingavenjum Islendinga árið 2003 er öfug fylgni á milli reykinga og lengdar skólagöngu; 23,9% þeirra sem höfðu eingöngu grunnskólapróf en 13,2% háskólaborgara reyktu daglega (Gallup, 2003). Öfug fylgni var einnig milli fjölskyldutekna og daglegra reykinga; 28,4% þeirra sem höfðu fjölskyldutekjur undir 250 þúsundum reyktu daglega en 18,4% þeirra sem höfðu 550 þúsund eða meira í fjölskyldutekjur á mánuði. Þegar greint var eftir starfssviði kom Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.