Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Fríða Proppé 34 Ataksverkefnið er að þora að spyrja - Rætt viö Eyrúnu B. Jónsdóttur, umsjónarhjúkrunarfræðing á neyðarmóttöku LSH vegna nauðgunar „Ég hóf störf að loknu námi á blönduðum deildum, skurð- og bæklunardeildum. Konur sóttu þangað í endurteknar speglanir og skurðaðgerðir en það fannst stundum ekkert líkamlegt að þeim. Ég man vel eftir umræðu milli lækna og hjúkrunarfræðinga um „andleg" tilfelli og minnist enn fremur spurninga um það hvernig ætti að segja konum að það fyndist ekkert að þeim. Ég held að það hafi aldrei komið upp í huga fólks eða það látið hugann reika í þá átt að konurnar væru beittar ofbeldi; að þær hefðu ef til vill verið misnotaðar eða byggju í ofbeldissamböndum; að öll þeirra geðrænu og líkamlegu einkenni væru afleiðing ofbeldis. Þetta held ég að hafi aldrei komið til umræðu, hvað þá að konurnar sjálfar væru spurðar. Þær fóru heim alveg eins illa staddar og þær voru við innlögn. I einstaka tilvikum var talað við geðlækni en það heyrði til undantekninga,” sagði Eyrún B. Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræöingur á neyðar- móttöku LSH vegna nauðgunar, en Eyrún svaraði spurning- unni um það hvernig þolendum ofbeldis hefði veriö sinnt í heilbrigðiskerfinu hér áður fyrr. Eyrún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur árið 1979, fyrst á handlækningadeildum en frá 1990 á slysa- og bráðadeild LSH. Um fyrstu kynni af ofbeldismálum og afleiðingum þeirra sagði hún: „I mínu námi var þessi þáttur hjúkrunar ekki meðal kennsluefnis eða til umræðu. Fyrstu starfsárin og allt fram að því að ég fór að vinna á slysa- og bráðadeild var þessi umræða ekki meðal hjúkrunarfræðinga. Það var nánast aldrei minnst á þennan hóp skjólstæðinga, börn eða fullorðna sem þolendur kynbundins ofbeldis og misnotkunar, sem nyti hjúkrunar á sjúkrahúsum. Umræðan var einfaldlega ekki komin upp á yfir- borðið, þagnargildið ríkjandi." bundins ofbeldis hófst kom í ljós að þetta hefur alltaf viðgengist. I kjölfarið kom einnig fram ákveðin afneitun. Fólk var ekki tilbúið að trúa því að þetta viðgengist á Islandi, aðeins erlend- is,“ sagði Eyrún. Ymis lög bæði hérlend og erlend komu inn í umræðuna. Réttindi kvenna voru lítil og litið var á heimilisofbeldi sem einkamál fjöl- skyldunnar. Börn voru fórnarlömb aðstæðnanna og þeirra mál þögguð niður þar til umræðan opnaðist." Hvernig er ástandið á þínu heimili? - Hvernig þróuðust þessi mál í stétt hjúkrunar- fræðinga? „Ég held að það hafi tekið langan tíma að opna augu heilbrigðisstéttanna. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan hjúkrunarfræðingar fóru að láta sig málið varða og töldu það í sínum verkahring að horfa heildrænt á manneskjuna. Þeir fóru þá að skoða betur kvartanir, óeðlilegar komur í heilbrigðiskerfið, jafnvel síendurteknar aðgerðir, sífelldar komur á heilsugæslustofnanir vegna erfiðra barna og með mál sem mæður kvarta undan. Það þarf, þurfti og mun alltaf þurfa að horfa á einstaklinginn í stað þess að einblína á einkennin, og þora síðan að leggja fram spurn- inguna: Er einhver sem fer illa með þig? Ertu beitt harðræði? eða: Hvernig er ástandið á þínu heimili?“ Eyrún rakti síðan f stórum dráttum aðdragandann að stofnun Stígamóta og opinberar rannsóknir sem opnuðu umræðuna um ofbeldis- og nauðgunarmál og það leiddi síðan til stofnunar neyðarmóttökunnar á slysa- og bráðadeild LSH í Fossvogi 8. mars 1993. Eyrún sagði: „Með tilkomu Stígamóta opnuðust flóðgáttir. Þegar opinber umræða um sifjaspellsmál og þolendur kyn- Er það kjarni málsins, að þora að spyrja spurning- anna? „Það er í raun og veru átaksverkefnið. Við erum bundin af siðareglum hjúkrunar eins og læknar af siðareglum sínum. I því felst að horfa ekki eingöngu á einkennin sem eru birtingarmyndir vanlíðanarinnar heldur einnig að gefa okkur tíma og vilja til að skoða á bak við. Niðurstöður rannsókna staðfesta að loksins, þegar einhver Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.