Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 56
Starfstengd siöfræði r - starfsmiðað nám við Hl Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferði- legar spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðis- stéttir, kennara, blaðamenn, náttúrufræðinga, líffræðinga og starfsfólk í viðskiptalífinu. Starfstengd siðfræði er skipu- lögð með þetta fólk í huga. Meginmarkmiö hennar er að þjálfa fólk í að nota siðfræði við úrlausn raunhæfra vanda- mála í nútímasamfélagi. Stúdentum eru kynntar helstu kenningar í siðfræði, lögð er áhersla á þjálfun í rökræðum um siðferðileg úrlausnarefni og ákvarðanir um þau. Fyrir hverja? Á þriðja misseri vinna nemendur lokaverkefni sitt undir handleiðslu kennara við heimspeki- skor. Verkefnið skal unnið í tengslum við ákveðið starf eða starfssvið þar sem raunveruleg siðferði- leg vandamál eru greind, m.a. í ljósi siðfræðilegra kenninga. Heimspekiskor hefur faglega umsjón með nám- inu og Siðfræðistofnun sér um framkvæmd þess. Sækja þarf sérstaklega um námið til Siðfræðistofnunar Háskólans. Nánari upplýsing- ar fást í síma 525 4195 eða hjá salvorn@hi.is. Starfstengd siðfræði er kennd til 30 eininga og er viðbótarnám við grunnnám á háskólastigi og hægt að sækja um að taka M.Paed. eða M.A. gráðu í framhaldi af þessu námi. Þeir sem lokið hafa prófi í starfstengdri siðfræði hafa haft fjölbreyttan bakgrunn, m.a. í hjúkrunarfræði, heimspeki, læknisfræði, leik- skólakennslu og þroskaþjálfun. Námið er skipulagt í samvinnu við Kennaraháskóla Islands og Háskólann á Akureyri og geta nemendur valið námskeið sem kennd eru í þeim skólum í stað námskeiða við HI. Uppbygging námsins Námið tekur þrjú misseri og er þá gert ráð fyrir að stúdentar Ijúki 10 einingum á misseri. Unnt er að taka námið á lengri tíma sé þess óskað. Á fyrsta misseri (hausti) eru tekin tvö námskeið: Inngangur að heimspeki fjallar um viðfangsefni heimspekinnar og aðferðir og í Hagnýttri siðfræði er fjallað um tengsl fræði- legrar og hagnýtrar siðfræði og fjallað um efni eins og tjáning- arfrelsi, líknardráp, fóstureyðingar, réttindi dýra, stöðu fátækra ríkja, siðfræði stríðs og refsingar svo dæmi séu nefnd. Hvað segja nemendur? Starfstengda siðfræðin uppfyllti svo sannar- lega væntingar mínar og er nám sem hefur fallið mjög vel að þörfum mínum og starfs- vettvangi. Námið er mjög fjölbreytt, áhuga- vert og hagnýtt. Eg er ekki í vafa um að þessi námsleið hentar vel og nýtist mörgum stétt- um sem vinna í þjónustu við fólk á ólíkum vettvangi. Sigríður Daníelsdóttir, þroskaþjdlfi Nám í starfstengdri siðfræði var krefjandi og skemmtilegt, gefandi og gagnlegt. Það nýtist vel í leik og starfi og bæði svalaði þekk- ingarþorstanum og vakti hann. Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur Á öðru misseri (vori) er einnig tekin tvö námskeið. í Inngangi að siðfræði er veitt yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum sið- fræðinnar og í Málstofu um starfstengda siðfræði koma gesta- fyrirlesarar og fjalla um það hvernig siðfræðileg vandamál blasa við þeim í starfi. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.