Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Page 56
Starfstengd siöfræði r - starfsmiðað nám við Hl Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfiðar siðferði- legar spurningar í starfi sínu. Má þar m.a. nefna heilbrigðis- stéttir, kennara, blaðamenn, náttúrufræðinga, líffræðinga og starfsfólk í viðskiptalífinu. Starfstengd siðfræði er skipu- lögð með þetta fólk í huga. Meginmarkmiö hennar er að þjálfa fólk í að nota siðfræði við úrlausn raunhæfra vanda- mála í nútímasamfélagi. Stúdentum eru kynntar helstu kenningar í siðfræði, lögð er áhersla á þjálfun í rökræðum um siðferðileg úrlausnarefni og ákvarðanir um þau. Fyrir hverja? Á þriðja misseri vinna nemendur lokaverkefni sitt undir handleiðslu kennara við heimspeki- skor. Verkefnið skal unnið í tengslum við ákveðið starf eða starfssvið þar sem raunveruleg siðferði- leg vandamál eru greind, m.a. í ljósi siðfræðilegra kenninga. Heimspekiskor hefur faglega umsjón með nám- inu og Siðfræðistofnun sér um framkvæmd þess. Sækja þarf sérstaklega um námið til Siðfræðistofnunar Háskólans. Nánari upplýsing- ar fást í síma 525 4195 eða hjá salvorn@hi.is. Starfstengd siðfræði er kennd til 30 eininga og er viðbótarnám við grunnnám á háskólastigi og hægt að sækja um að taka M.Paed. eða M.A. gráðu í framhaldi af þessu námi. Þeir sem lokið hafa prófi í starfstengdri siðfræði hafa haft fjölbreyttan bakgrunn, m.a. í hjúkrunarfræði, heimspeki, læknisfræði, leik- skólakennslu og þroskaþjálfun. Námið er skipulagt í samvinnu við Kennaraháskóla Islands og Háskólann á Akureyri og geta nemendur valið námskeið sem kennd eru í þeim skólum í stað námskeiða við HI. Uppbygging námsins Námið tekur þrjú misseri og er þá gert ráð fyrir að stúdentar Ijúki 10 einingum á misseri. Unnt er að taka námið á lengri tíma sé þess óskað. Á fyrsta misseri (hausti) eru tekin tvö námskeið: Inngangur að heimspeki fjallar um viðfangsefni heimspekinnar og aðferðir og í Hagnýttri siðfræði er fjallað um tengsl fræði- legrar og hagnýtrar siðfræði og fjallað um efni eins og tjáning- arfrelsi, líknardráp, fóstureyðingar, réttindi dýra, stöðu fátækra ríkja, siðfræði stríðs og refsingar svo dæmi séu nefnd. Hvað segja nemendur? Starfstengda siðfræðin uppfyllti svo sannar- lega væntingar mínar og er nám sem hefur fallið mjög vel að þörfum mínum og starfs- vettvangi. Námið er mjög fjölbreytt, áhuga- vert og hagnýtt. Eg er ekki í vafa um að þessi námsleið hentar vel og nýtist mörgum stétt- um sem vinna í þjónustu við fólk á ólíkum vettvangi. Sigríður Daníelsdóttir, þroskaþjdlfi Nám í starfstengdri siðfræði var krefjandi og skemmtilegt, gefandi og gagnlegt. Það nýtist vel í leik og starfi og bæði svalaði þekk- ingarþorstanum og vakti hann. Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur Á öðru misseri (vori) er einnig tekin tvö námskeið. í Inngangi að siðfræði er veitt yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum sið- fræðinnar og í Málstofu um starfstengda siðfræði koma gesta- fyrirlesarar og fjalla um það hvernig siðfræðileg vandamál blasa við þeim í starfi. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.