Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 43
GREIN Heilbrigö sál... „Smurbókina“ útbjó hún fyrir fólk á aldrinum 15 til 70 ára eða frá því hefðbundnu eftirliti skólahjúkrunar lýkur og áður en heilsuvernd aldraðra tekur við. I bókinni eru uppiýsingar um líkamsþyngdarstuðul (body mass index, BMI) fituprósentu, mittismál, blóðþrýsting, blóðsyk- ur, kólesteról, púls, ásamt mælikvörðum um hvaða tölur séu æskilegastar í hverj- um flokki. Hún segir Friðrik E. Yngvason lungnalækni hafa verið faglegan gagnrýnanda bókarinnar og komið með gagnlegar ábendingar og þakkar honum hvatningu við þetta verkefni. „Það krefst vinnu að vera heil- brigður en uppskeran er þess virði, mikil orkuaukn- ing, aukinn andlegur styrk- ur, gleði og sú tilfinning að stýra sjálfur lífi sínu. Við erum með marga sér- fræðinga sem geta leiðbeint okkur, t.d. á líkamsræktarstöðvunum, svo sem næringarráðgjafa og einkaþjálfara. Langflest vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru lífsstílsvandi og því mjög mikilvægt að koma með ráðleggingar þar að lútandi fyrir utan hve miklir fjármunir geta sparast við slíkar forvarnir," segir Júlía Linda að lokum. yfirleitt vel móttækilegur fyrir heilbrigðishvatningu og vill gjarnan geta fengið upplýsingar um líkamlegt ástand, svo sem blóðmælingar og fleira þess háttar, og því hafa einkafyrirtæki boðið þessa þjónustu. Þessi hópur sækir samt sjaldnast í heil- brigðisþjónustu að eigin frumkvæði fyrr en heilsan bregst. Heilsufarsskoðunin tekur um 15-20 mínútur, skráðar eru upplýsingar um heilsufar og er viðskiptavinurinn spurður um Iífsstíl, m.a. hreyfingu, matar- æði, reykingar, hæð og þyngd og reiknaður er út kjörþyngdar- stuðull (BMI) og spurt um aðra þætti er lúta að Iífsstíl og líðan. Síðan er tekin blóð- prufa þar sem m.a. er mæld- ur blóðsykur og kólesteról. Niðurstöður mælinganna eru færðar í heilsufars- skrá sem viðskipatvinurinn fær til eignar. Ef kólesteról mælist hátt er viðkomandi boðin blóðprufubeiðni um frekari mælingar sem fram- kvæmdar eru á rannsóknar- stofu til að hægt sé að mæla magn hins góða kólesteróls Blóðþrýstingur og púls er tekinn og ef blóðþrýstingur reynist of hár gerir hjúkrunarfræðingur aðra mælingu við annað tæki- færi. Þegar niðurstöður mælinga eru utan eðlilegra marka fær einstaldingurinn ráðgjöf og er bent á viðeigandi ráðstafanir, vísað til læknis eða annars sérfræðings eftir aðstæðum. Bent er á bæklinga og fræðsluefni eftir þörfum. Heilsufarsbók Júlíu Lindu Hér sunnan heiða er einnig boðið upp á sam- bærilega þjónustu. Greinarhöfundur fór í Saga Heilsa á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Hjúkrunarfræðingarnir Anna Dagný Smith og Sigrún Barkardóttir ásamt Guðmundi Björnssyni endurhæfingarlækni sjá um að veita fyrirtækj- um og einstaklingum þjónustu á þessu sviði. Viðmælandi minn, Anna Dagný, vann í um það bil 15 ár í heilsugæslunni og sagðist hafa tekið eftir því að ákveðin þörf var fyrir þjónustu af þessu tagi fyrir aldurshópinn 20 til 67 ára. Á vegum heilsugæslunnar er boðin skipulögð ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun, mæðravernd og heilsuvernd aldraðra en sá aldurshópur, sem tekur virkastan þátt í samfélaginu, hefur ekki fengið skipulagða heilsufarsskoðun innan heilsu- gæslunnar. Að sögn Onnu Dagnýjar er sá hópur Fyrirtækið Saga Heilsa, sem nýtur samstarfs við fjölda sérfræð- inga á heilbrigðis- og vinnuverndarsviði, sér auk heilsufars- skoðana og lífsstílsráðgjafar um endurhæfingu, heilsuvernd og læknisfræðilega ráðgjöf í mörgum fyrirtækjum og stofnunum. Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis, vinnuumhverfi er greint og metið, boðið upp á heilsueflandi aðgerðir í formi fræðslu, ráðgjafar, heilsufarsskoðana, bólusetninga og fleira. Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.