Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 48
Geir A. Guðsteinsson Vaxandi mikilvægi erfða- fræðinnar við sjúkdóms- greiningu í dag eru fá, jafnvel engin ráð til að lækna suma sjúkdóma, að mati dr. Marcia Van Riper. Dæmi um það er tauga- lömunarsjúkdómurinn MND. Hún álítur að aukin þekking í erfðafræði muni leiða okkur nær sannleikanum um samspil erfða og umhverfis, þ.e. að umhverfið hafi meiri áhrif á erfðirnar en margur geri sér grein fyrir. Nýlega var haldið málþing við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands, að Eirbergi við Eiríksgötu á vegum rannsóknar- stofnunar í hjúkrunarfræði. Þar var m.a. rætt um rannsóknir á sviði erfðafræði en erfðafræðina er í vaxandi mæli farið að ■ nota við greiningu og jafnvel meðferð við ýmsum sjúkdómum. Einnig var ræddur hlutur hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar í | þessari þróun. Málþinginu var stýrt af dr. Marcia Van Riper sem er dósent í hjúkrunarfræði við háskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Marcia hefur sérhæft sig í erfðafræði og býr að mikilli reynslu af kennslu, erfðaráðgjöf og fyrirlestrarhaldi innan heilbrigðisþjónustunnar á þessu sviði. Málþingið var tvískipt: annars vegar var kynning á þeim grunni sem erfðafræðin byggist á og er eins í öllum heilbrigðisvísind- um og hins vegar var sýnt hvernig erfðafræðin kemur inn á mörg svið hjúkrunar. Dr. Marcia ræddi um nauðsyn þess að taka erfðafræðina inn í hjúkrunarfræðinám sem og starf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Ahugi hennar vaknaði þegar á 8. áratugnum þegar þekking á erfðafræði jókst til muna. Dr. Marcia fjallaði um hvernig þessi þekking getur stuðlað að því að fjölskyldur þeirra sem haldnir eru erfðasjúkdómi geti skipulagt betur umönnun og líf sjúldingsins þar sem yfirleitt er um að ræða langtímavanda- mál. Við umönnun fólks, sem er haldið erfðasjúkdómi, er í vax- andi mæli skoðaður bakgrunnur og líf einstaklingsins, sem um er I að ræða hverju sinni, frekar en að einblínt sé á sjúkdóminn. Nú orðið er í auknum mæli reynt að greina erfðasjúkdóma enda mörg próf tiltæk til að greina sjúkdóma þar sem erfðir eiga hlut að máli. Erfðafræðin mun án efa leiða læknisfræðina lengra í átt til þess að Iækna sjúkdóma. þar sem þekking er skammt á veg komin enn þá. Það er auðvitað stærsti draumur læknisfræð- innnar að lækna sem flesta sjúkdóma. Áhrif utan læknisfræöinnar Erfðafræði hefur ekki bara áhrif innan læknis- fræðinnar heldur einnig ýmissa annarra fræða- sviða, eins og lögfræðinnar og afbrotafræðinnar. Þar getur erfðafræðin hjálpað til við að greina eiginleika manna sem geta hugsanlega tengst tilhneigingu til glæpa. Einnig sé hugsanlegt að tryggingafélög afli sér í framtíðinni aðgangs að erfðafræðilegum upplýsingum um eiginleika tryggingataka ekki síður en um tekjur, félagslegar aðstæður o.fl. En ekki haldast rannsóknir alltaf í hendur við vonir. Fyrir allnokkrum árum hafi t.d. vaknað vonir um greiningu og lækningu til handa blæð- urum en erfiðlega hafi gengið að finna tengingu sjúkdómsins við erfðir. „Erfðafræði verður æ mikilvægari eftir því sem þekkingu í læknisfræði fleygir fram. Ég held einnig að skilningur almennings á mikilvægi erfðafræði sé vaxandi. I Bandaríkjunum eru rannsóknir í erfðafræði ekki lengur bundnar við rannsóknarstofur heldur eru þær að færast út í heilbrigðiskerfið. Það er mjög ánægjuleg þróun," segir dr. Marcia Van Riper. - Hafa möguleikar á lækningu á sjúkdómum, eins og krabbameini eða taugalömun, aukist með aukinni þekkingu í erfðafræði? „Kannski ekki til þess að lækna krabbamein, en við munum eflaust færast nær betri meðferð og lækningu og að þeir sem veikjast geti átt betri ævi. En við færumst ekki nær lausninni eins hratt og margir hafa gert sér vonir um. En eftir því sem við öðlumst meiri þekkingu á því hvernig manns- líkaminn vinnur á öllum sviðum, því nær færumst við þekkingu á eðli sjúkdóma eins og krabba- meins, og kannski skiljum við bráðum ástæður þess að sumir veikjast en aðrir ekki. Einnig munum við skilja betur hvaða lyfjameðferð hent- ar sumu fólki betur en öðru, og af hverju. Eg held að á næstu 10 árurn munum við sjá miklar fram- farir í meðferð á mörgum illvígum sjúkdómum og þar verður þáttur erfðafræðinnar stór.“ Erföafræðin hjálpar til við sjúkdómsgreiningu Dr. Marga Thome, dósent við hjúkrunarfræði- deild Háskóla Islands, og Helga Gottfreðsdóttir, 46 Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.