Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 9
RITRÝND GREIN Viöhorf og notkun hjúkrunarfr. á Trendelenburg-legustellingunni og geti jafnvel verið skaðleg fyrir sjúklinginn. Sökum þessa var ákveðið að hefjast handa við þessa rannsókn til að athuga hvort og að hve rniklu marki hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss noti legustelling- una og hvaða þekking liggi að baki notkun- inni. Við framkvæmd rannsóknarinnar studdust rannsakendur einkum við grein eftir C. Lynne Ostrow frá árinu 1997 en í henni voru könnuð viðhorf bandarískra gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til Trendelenburg-legustellingarinnar. Trendelenburg-legustellingin heitir eftir dr. Friedrich Trendelenburg sem fyrstur lýsti sérstæðri legu sjúklinga á skurðarborði við kviðarholsskurðaðgerðir á 18. öld og auðveldaði þessi legustelling skurðlæknum yfirsýn við aðgerðir í grindarholi (Fink, 1999; Martin, 1995; Zotti, 1994). Utbreiðsla Trendelenburg-legustellingar- innar hófst í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem mælt var með að beita henni við lágum blóðþrýstingi vegna mikils vökva- og blóðtaps (Bivins, Knopp og dos Santo, 1985; Fink, 1999; Martin, 1995; Reuter og fleiri, 2003). Fljótlega upp úr 1950 var hins vegar farið að birta greinar og rannsóknir sem drógu í efa meðferðargildi Iegustellingarinnar (Martin, 1995; Terai og fleiri, 1995). Þegar sjúk- lingur er settur í Trendelenburg-legustellinguna er höfuð hans lækkað um 10°-20°. Talið er að við þetta flæði blóð frá fótum og grindarholi niður á við, nær hjarta og lungum, og hækki þannig blóðþrýsting og auki útfall hjartans (Bivins og flei- ri, 1985; Reich og fleiri, 1989; Zotti, 1994). Annað afbrigði Trendelenburg-legustellingarinnar er ein- nig notað, þá er fótum sjúldings lyft meðan hann Iiggur láréttur í rúminu (e. passive leg raising) (Boulain og fleiri, 2002; Reich og fleiri, 1989). Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Trendelenburg-legustellingarinnar á útfall hjartans hjá alvarlega veikum sjúklingum. Þó Trendelenburg-legustellingin sé mjög útbreidd og mikið notuð er tilfærsla á blóðrúmmáli umdeild (Giuliano og fleiri, 2003; Terai og fleiri, 1995). Rannsókn var gerð á tilfærslu blóðs til efri hluta líkamans með því að geislavirkri samsætu (ísótóp) var sprautað í þátttakendur og ferð hennar skönnuð. Þegar þátttakendur voru lagðir í Trendelenburg-legustellinguna jókst blóðflæði aðeins urn 1,8% til efri hluta líkamans. Rannsakendur sáu litla tilfærslu blóðs til efri hluta líkamans og efuðust því um áhrif Trendelenburg-legu- ■ stellingarinnar til að hækka blóðþrýsting eða auka útfall hjarta (Bivins og fleiri, 1985). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á hjarta og æðakerfi, þar með taldar breytingar á blóðþrýstingi, voru mæld í rann- sóknum Jennings og félaga (1985) og Terai og félaga (1995). Rannsóknirnar voru gerðar á heilbrigðum einstaklingum.' iTöldu rannsakendur breytingarnar á hjarta og æðakerfi við legubreytinguna ekki marktækar (Jennings og fleiri, 1985; Terai og fleiri, 1995). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar og afbrigði legunnar, þar sem fótum sjúklings er lyft, voru borin sarnan hjá hjartasjúklingum sem var haldið sofandi. Ekki urðu marktækar breytingar á starfsemi hjartans né blóðflæði til hjartans, væg aukning greindist á fylliþrýstingi hægri slegils og telja rannsakendur að fara verði varlega við notkun þessara legustellinga hjá sjúklingum með skerta starfsemi hægri slegils (Bertolissi og fleiri, 2003; Reich og fleiri, 1989). Sing og félagar (1994) gerðu rannsókn á Trendelenburg-legu- stellingunni hjá „hýpóvolemiskum" sjúklingum með aðstoð Iungnaslagæðaleggja. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á súrefnisflutning hjá „hýpóvolemiskum“ sjúklingum. Helstu niðurstöður sýna að meðalslagæðaþrýstingur hækkaði umtalsvert sem og fleyg- þrýstingur í lungunum. Auk þess jókst viðnámið í æðakerfinu mikið. Aftur á móti varð engin breyting á útfalli hjartans, súrefn- isnotkun eða súrefnisflutningi í líkamanum (Sing og fleiri, 1994). Áhrif Trendelenburg-legustellingarinnar á útfall hjarta, blóðþrýsting og súrefnisflæði var rannsakað hjá 23 hjartaskurðsjúklingum með lungnaslagæðalegg (Ostrow, Hupp og Topjian, 1994). 5 sjúklinganna, sem þátt tóku í rannsókn- inni, þoldu ekki Trendelenburg-legustellinguna vegna ógleði eða sársauka í bringuskurði. Hjá þeim 18 sjúklingum, sem þoldu rannsóknina, greindust minniháttar breytingar á útfalli hjarta, blóðþrýstingi og súrefnisflæði. Rannsakendur töldu þessar niðurstöður ekki styðja notagildi Trendelenburg-legustell- ingarinnar til að auka útfall hjarta (Ostrow og fleiri, 1994). Áhrifa Trendelenburg-legustellingarinnar gætir víðar en í hjarta og æðakerfinu. Áhrif á öndun eru óæskileg, þangeta lungna minnkar og aukin hætta er á ásvelgingu. Einnig getur hún haft slæm áhrif á heilastarfsemi þar sem innankúpuþrýstingur getur aukist (Bivins og fleiri, 1985; Gentili og fleiri, 1988; Martin, 1995; Zotti, 1994). Aðferð Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni voru hjúkrunarfræðingar sem starfa á eftirfarandi sex gjörgæslu-, svæfingar- og bráðadeildum Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.